Fótbolti

Kolbeinn og félagar töpuðu fyrir Monaco

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Nantes sem mætti Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leikurinn fór fram á heimavelli Monaco og lauk honum með 1-0 sigri heimamanna. Kolbeinn var tekinn af velli tuttugu mínútum fyrir leikslok og náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Mario Pasalic  gerði eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Nantes er í ellefta sæti deildarinnar með 19 stig en Monaco í því fimmta með 23 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×