Sveinn Andri vill að Biggi lögga verði rekinn vegna Facebook-færslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2015 17:01 Sveinn Andri Sveinsson vísir/gva Facebook-færsla Birgis Arnar Guðjónssonar, sem betur er þekktur sem Biggi lögga, þar sem hann ávarpar mennina fimm sem sýknaðir voru af ákæru um hópnauðgun síðastliðinn föstudag hefur vakið mikla athygli síðasta sólarhringinn. Hátt í 5000 hafa „lækað“ færsluna og þá hefur henni verið deilt yfir 1200 sinnum. Ekki eru þó allir jafnhrifnir af færslunni og vill Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi eins mannanna, að Biggi fái uppsagnarbréf í fyrramálið. Í færslu sinni segir Biggi meðal annars: „Þó svo að réttarkerfið nái ekki utan um brot ykkar þá gerir samfélagið það. Ég þekki ykkur ekki og ekki heldur stúlkuna og ég veit ekki nákvæma málavexti. Ég þarf þess heldur ekki. Það sem ég veit er að þið notuðuð líkama sextán ára ölvaðrar stúlku. Þið skiptust á að ríða henni og tókuð það upp á myndband. Hvað voruð þið að hugsa? Sama hver aðdragandinn var eða hver sagði hvað að þá áttuð þið alltaf að vita að þetta væri svo kolrangt. Þó svo að dómstóll hafi sýknað ykkur þá þurfið þið að lifa við þennan verknað ykkar. Samfélagið hefur dæmt ykkur seka.“Til ungu mannanna sem voru kærðir fyrir að nauðga 16 ára stúlku í Asparfelli; Þó svo að réttarkerfið nái ekki utan um...Posted by Birgir Örn Guðjónsson on Saturday, 21 November 2015Um þessi orð Bigga segir Sveinn Andri í færslu á sinni Facebook-síðu: „Á opinberum vettvangi, þar sem hann kennir sig við lögregluna, kallar þessi Biggi sakborninga sem sýknaðir voru nauðgara. Lögreglumenn sem ég hef rætt við eru rasandi og segja „Bigga löggu" brjóta gegn grundvallarreglum sem menn eiga að tileinka sér eftir nám í Lögregluskólanum og koma óorði á stéttina. Þessi maður er varðstjóri á Kópavogsstöðinni og því iðulega fyrsti stjórnandi á vettvangi glæps. Til slíkra verka verður að vera gerð krafa um lágmarks dómgreind og hlutleysi. Ef allt er með felldu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fær hann uppsagnarbréf afhent í fyrramálið, eða verður settur i gangbrautarvörzlu. Ég mun a.m.k. senda lögreglustjóra formlegt erindi.“Maður sem titlar sig sem 'Biggi Lögga" setur frá sér eftirfarandi á fésbók sinni:'Þó svo að réttarkerfið nái ekki utan...Posted by Sveinn A Sveinsson on Sunday, 22 November 2015Sýknudómurinn frá því á föstudag hefur vakið upp nokkra reiði í samfélaginu. Þrír dómarar mátu það svo að vitnisburður sextán ára stúlku hefði ekki næga stoð, í öðrum gögnum málsins, til þess að hann dygði sem sönnun gegn eindreginni neitun piltanna fimm sem hún kærði. Tengdar fréttir Aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir „Og það mun hann alls ekki gera,“ segir verjandi eins piltana fimm sem sýknaðir voru í héraði í dag. 20. nóvember 2015 22:54 Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" "Ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti" 20. nóvember 2015 19:21 Vinkonur stúlkunnar breyttu framburði sínum fyrir dómi Vitnisburður þeirra hjá lögreglu annar en við vitnaleiðslur fyrir dómi. 21. nóvember 2015 20:26 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Facebook-færsla Birgis Arnar Guðjónssonar, sem betur er þekktur sem Biggi lögga, þar sem hann ávarpar mennina fimm sem sýknaðir voru af ákæru um hópnauðgun síðastliðinn föstudag hefur vakið mikla athygli síðasta sólarhringinn. Hátt í 5000 hafa „lækað“ færsluna og þá hefur henni verið deilt yfir 1200 sinnum. Ekki eru þó allir jafnhrifnir af færslunni og vill Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi eins mannanna, að Biggi fái uppsagnarbréf í fyrramálið. Í færslu sinni segir Biggi meðal annars: „Þó svo að réttarkerfið nái ekki utan um brot ykkar þá gerir samfélagið það. Ég þekki ykkur ekki og ekki heldur stúlkuna og ég veit ekki nákvæma málavexti. Ég þarf þess heldur ekki. Það sem ég veit er að þið notuðuð líkama sextán ára ölvaðrar stúlku. Þið skiptust á að ríða henni og tókuð það upp á myndband. Hvað voruð þið að hugsa? Sama hver aðdragandinn var eða hver sagði hvað að þá áttuð þið alltaf að vita að þetta væri svo kolrangt. Þó svo að dómstóll hafi sýknað ykkur þá þurfið þið að lifa við þennan verknað ykkar. Samfélagið hefur dæmt ykkur seka.“Til ungu mannanna sem voru kærðir fyrir að nauðga 16 ára stúlku í Asparfelli; Þó svo að réttarkerfið nái ekki utan um...Posted by Birgir Örn Guðjónsson on Saturday, 21 November 2015Um þessi orð Bigga segir Sveinn Andri í færslu á sinni Facebook-síðu: „Á opinberum vettvangi, þar sem hann kennir sig við lögregluna, kallar þessi Biggi sakborninga sem sýknaðir voru nauðgara. Lögreglumenn sem ég hef rætt við eru rasandi og segja „Bigga löggu" brjóta gegn grundvallarreglum sem menn eiga að tileinka sér eftir nám í Lögregluskólanum og koma óorði á stéttina. Þessi maður er varðstjóri á Kópavogsstöðinni og því iðulega fyrsti stjórnandi á vettvangi glæps. Til slíkra verka verður að vera gerð krafa um lágmarks dómgreind og hlutleysi. Ef allt er með felldu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fær hann uppsagnarbréf afhent í fyrramálið, eða verður settur i gangbrautarvörzlu. Ég mun a.m.k. senda lögreglustjóra formlegt erindi.“Maður sem titlar sig sem 'Biggi Lögga" setur frá sér eftirfarandi á fésbók sinni:'Þó svo að réttarkerfið nái ekki utan...Posted by Sveinn A Sveinsson on Sunday, 22 November 2015Sýknudómurinn frá því á föstudag hefur vakið upp nokkra reiði í samfélaginu. Þrír dómarar mátu það svo að vitnisburður sextán ára stúlku hefði ekki næga stoð, í öðrum gögnum málsins, til þess að hann dygði sem sönnun gegn eindreginni neitun piltanna fimm sem hún kærði.
Tengdar fréttir Aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir „Og það mun hann alls ekki gera,“ segir verjandi eins piltana fimm sem sýknaðir voru í héraði í dag. 20. nóvember 2015 22:54 Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" "Ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti" 20. nóvember 2015 19:21 Vinkonur stúlkunnar breyttu framburði sínum fyrir dómi Vitnisburður þeirra hjá lögreglu annar en við vitnaleiðslur fyrir dómi. 21. nóvember 2015 20:26 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir „Og það mun hann alls ekki gera,“ segir verjandi eins piltana fimm sem sýknaðir voru í héraði í dag. 20. nóvember 2015 22:54
Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" "Ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti" 20. nóvember 2015 19:21
Vinkonur stúlkunnar breyttu framburði sínum fyrir dómi Vitnisburður þeirra hjá lögreglu annar en við vitnaleiðslur fyrir dómi. 21. nóvember 2015 20:26
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15