Innlent

Aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir

Birgir Olgeirsson skrifar
Piltarnir fimm voru sýknaðir af ákæru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku.
Piltarnir fimm voru sýknaðir af ákæru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku. Vísir/Daníel
Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur í dag yfir fimm piltum sem ákærður voru fyrir hópnauðgun hefur vakið mikla athygli. Piltarnir, sem eru á aldrinum 18 til 21 árs voru ákærðir fyrir að hafa nauðgað sextán ára stúlku í heimahúsi í Breiðholti vorið 2014.

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins piltanna, sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp að hann gerði ráð fyrir að piltarnir myndu sækja rétt sinn vegna gæsluvarðhalds sem þeir sátu í og hugsanlega kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir.

Verjendur hinna sakborninganna segja enga slíka ákvörðun hafa verið tekna.

Þeir Guðmundur Njáll Guðmundsson, Páll Kristjánsson og Steinbergur Finnsson, sem allir voru verjendur í málinu, sögðu í samtölum við fréttastofu 365 í dag að þeir ættu eftir að fara yfir niðurstöðuna með sínum umbjóðendum og að engin ákvörðun hefði verið tekin um framhaldið.

Þá sagði Erlendur Þór Gunnarsson, verjandi fimmta mannsins, að hans skjólstæðingur hefði aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir „og það mun hann alls ekki gera.“

Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá Ríkissaksóknara um það hvort að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en það þarf að gerast innan fjögurra vikna.


Tengdar fréttir

Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist

Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti var efnislega á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykk eins og segir í dómnum.

Allir sýknaðir af hópnauðgun

Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.