Illugi svarar engu um 1,2 milljóna greiðslur til OG Capital Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. nóvember 2015 10:25 Í svari sínu ítrekar Illugi þá afstöðu sína að hafa ekkert meira til að opinbera eða svara. Vísir/Anton Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, svarar ekki efnislega fyrirspurn fréttastofu um greiðslur til Orku Energy árið 2012. Í svari við margítrekaðri fyrirspurn til ráðherrans er fyrra svar hans til Íslands í dag um sama mál endurtekið sem svarar að engu leyti spurningu fréttastofu. Hann segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa en hann hafi þegar gert.Sjá einnig: Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Vísir sendi eftirfarandi spurningar til Illuga og Sigríðar Hallgrímsdóttur, aðstoðarmann hans, og þegar nýr aðstoðarmaður var ráðinn, Jóhannes Stefánsson, voru spurningarnar áframsendar á hann:Frá hverjum eru greiðslur sem félagið OG Capital fékk árið 2012?Árið 2012, samkvæmt ársreikningi, greiddi félagið eiganda félagsins, sem varst þú á þeim tíma, til baka eigendalán. Þá greiddi félagið einnig fyrir kostnað upp á rúmlega 100 þúsund krónur. Eru þetta ekki peningar sem voru tilkomnir vegna verkefna sem þú vannst fyrir Orku Energy?Hverjar eru heildargreiðslur sem komið hafa frá Orku Energy til þín og eða félaga þér tengdum, s.s. OG Capital? Þó óskaði fréttastofa einnig eftir að fá að sjá kvittun fyrir leigugreiðslum fyrir íbúðina á Ránargötu, sem Illugi leigir af stjórnarformanni Orku Energy í gegnum félagið OG Capital, sem nú er í eigu stjórnarformannsins. Einnig var óskað eftir að fá að sjá leigusamning vegna sömu íbúðar. Svarið sem Illugi vísaði í er svohljóðandi: „Ég hef birt og gert grein fyrir öllum upplýsingum er varða tekjur mínar vegna ráðgjafarstarfa fyrir Orku Energy. Eins og skattskýrslur mínar og eiginkonu minnar frá árunum 2012 og 2013 sýna, er einungis um eina launagreiðslu að ræða frá Orku Energy. Þetta eru einu tekjurnar sem ég hef haft frá Orku Energy fyrr og síðar. Hvað OG Capital varðar, þá fékk ég engin laun eða arð frá því félagi, hvorki fyrr né síðar, sem áttu uppruna sinn hjá Orku Energy.“ „Ég hef nú opinberað allt sem hægt er að opinbera um tekjur mínar og reyndar líka Brynhildar konunnar minnar, á þessum árum. Það er ekkert eftir til að opinbera eða svara.“ Eins og áður hefur verið fjallað um kemur fram í ársreikningi OG Capital fyrir árið 2012 að 1,2 milljóna króna greiðsla hafi komið inn í félagið það ár. Ekki voru greidd út laun eða arður, líkt og fram hefur komið í svörum Illuga, en Illugi greiddi sér þó til baka lán til félagsins auk ýmiss kostnaðar. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Illugi Gunnarsson: Telur RÚV taka of stórt pláss á auglýsingarmarkaði Illugi Gunnarsson segir Ríkisútvarpið eigi ekki að líkja eftir fyrirtækjum á einkamarkaði. 10. október 2015 09:00 Illugi birtir skattframtal „Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013.“ 14. október 2015 22:40 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, svarar ekki efnislega fyrirspurn fréttastofu um greiðslur til Orku Energy árið 2012. Í svari við margítrekaðri fyrirspurn til ráðherrans er fyrra svar hans til Íslands í dag um sama mál endurtekið sem svarar að engu leyti spurningu fréttastofu. Hann segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa en hann hafi þegar gert.Sjá einnig: Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Vísir sendi eftirfarandi spurningar til Illuga og Sigríðar Hallgrímsdóttur, aðstoðarmann hans, og þegar nýr aðstoðarmaður var ráðinn, Jóhannes Stefánsson, voru spurningarnar áframsendar á hann:Frá hverjum eru greiðslur sem félagið OG Capital fékk árið 2012?Árið 2012, samkvæmt ársreikningi, greiddi félagið eiganda félagsins, sem varst þú á þeim tíma, til baka eigendalán. Þá greiddi félagið einnig fyrir kostnað upp á rúmlega 100 þúsund krónur. Eru þetta ekki peningar sem voru tilkomnir vegna verkefna sem þú vannst fyrir Orku Energy?Hverjar eru heildargreiðslur sem komið hafa frá Orku Energy til þín og eða félaga þér tengdum, s.s. OG Capital? Þó óskaði fréttastofa einnig eftir að fá að sjá kvittun fyrir leigugreiðslum fyrir íbúðina á Ránargötu, sem Illugi leigir af stjórnarformanni Orku Energy í gegnum félagið OG Capital, sem nú er í eigu stjórnarformannsins. Einnig var óskað eftir að fá að sjá leigusamning vegna sömu íbúðar. Svarið sem Illugi vísaði í er svohljóðandi: „Ég hef birt og gert grein fyrir öllum upplýsingum er varða tekjur mínar vegna ráðgjafarstarfa fyrir Orku Energy. Eins og skattskýrslur mínar og eiginkonu minnar frá árunum 2012 og 2013 sýna, er einungis um eina launagreiðslu að ræða frá Orku Energy. Þetta eru einu tekjurnar sem ég hef haft frá Orku Energy fyrr og síðar. Hvað OG Capital varðar, þá fékk ég engin laun eða arð frá því félagi, hvorki fyrr né síðar, sem áttu uppruna sinn hjá Orku Energy.“ „Ég hef nú opinberað allt sem hægt er að opinbera um tekjur mínar og reyndar líka Brynhildar konunnar minnar, á þessum árum. Það er ekkert eftir til að opinbera eða svara.“ Eins og áður hefur verið fjallað um kemur fram í ársreikningi OG Capital fyrir árið 2012 að 1,2 milljóna króna greiðsla hafi komið inn í félagið það ár. Ekki voru greidd út laun eða arður, líkt og fram hefur komið í svörum Illuga, en Illugi greiddi sér þó til baka lán til félagsins auk ýmiss kostnaðar.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Illugi Gunnarsson: Telur RÚV taka of stórt pláss á auglýsingarmarkaði Illugi Gunnarsson segir Ríkisútvarpið eigi ekki að líkja eftir fyrirtækjum á einkamarkaði. 10. október 2015 09:00 Illugi birtir skattframtal „Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013.“ 14. október 2015 22:40 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Sjá meira
Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45
Illugi Gunnarsson: Telur RÚV taka of stórt pláss á auglýsingarmarkaði Illugi Gunnarsson segir Ríkisútvarpið eigi ekki að líkja eftir fyrirtækjum á einkamarkaði. 10. október 2015 09:00
Illugi birtir skattframtal „Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013.“ 14. október 2015 22:40
Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44
Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15