Leitin heldur áfram í Belgíu Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Lögreglu- og hermenn fyrir utan aðallestarstöðina í Brussel í gær. Fréttablaðið/EPA Eins konar umsátursástand hefur ríkt í Brussel þrjá sólarhringa í röð. Almenningssamgöngur liggja niðri, skólar eru lokaðir og verslunarmiðstöðvar mannlausar. Í gær voru fimm manns handteknir til viðbótar þeim 16, sem handteknir voru á sunnudag. Ekkert bólar þó á Salah Abdeslam, 26 ára gömlum Frakka, sem talinn er hafa tekið þátt í árásunum í París fyrir rúmri viku. Abdeslam hefur búið í Brussel eins og að minnsta kosti þrír aðrir úr hópi árásarmannanna frá París. Gerð var húsleit í gær í fimm íbúðum í Brussel og nágrenni. Einnig var leitað á tveimur stöðum í Liège. Yfirvöld hafa hert öryggisráðstafanir verulega, meðal annars við byggingar Evrópusambandsins í borginni, og segja enn verulega hættu á að alvarleg árás verði gerð í Brussel. Íbúar borgarinnar eru margir hverjir óttaslegnir vegna ástandsins, en borgaryfirvöld leggja þó áherslu á að fólki sé almennt óhætt að vera á ferli úti við. Samt eigi fólk að forðast að gera sér ferð að óþörfu á fjölfarna staði. Í Frakklandi hafa öryggisráðstafanir einnig verið hertar víða um land. Almennir lögreglumenn eru nú vopnaðir byssum, meira að segja í frítíma sínum. François Hollande Frakklandsforseti boðar hertar árásir á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. Þessi samtök, sem nefna sig Íslamskt ríki, hafa lýst yfir ábyrgð sinni á árásunum í París sem kostuðu 130 manns lífið. Hollande átti í gær fund með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem sagðist styðja algerlega viðbrögð Hollandes við árásunum. Hollande ætlar svo í dag að ferðast á fund Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Á morgun tekur hann á móti Angelu Merkel Þýskalandskanslara í París og á fimmtudag heldur hann til Moskvu að hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Pútín var svo sjálfur á ferðinni í gær og hitti bæði Hassan Rúhani forseta og æðsta leiðtogann Ali Khameini, meðal annars til að ræða við þá um loftárásir Rússa á uppreisnar- og hryðjuverkamenn í Sýrlandi. Í leiðinni tilkynnti hann að banni Rússa við því að flytja til Írans tækjabúnað, sem nota má til auðgunar úrans, yrði aflétt. Á vef rússneskra stjórnvalda kemur fram að þessa stefnubreytingu megi rekja til þess að Rússum verði nú kleift að flytja auðgað úran inn frá Íran. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Eins konar umsátursástand hefur ríkt í Brussel þrjá sólarhringa í röð. Almenningssamgöngur liggja niðri, skólar eru lokaðir og verslunarmiðstöðvar mannlausar. Í gær voru fimm manns handteknir til viðbótar þeim 16, sem handteknir voru á sunnudag. Ekkert bólar þó á Salah Abdeslam, 26 ára gömlum Frakka, sem talinn er hafa tekið þátt í árásunum í París fyrir rúmri viku. Abdeslam hefur búið í Brussel eins og að minnsta kosti þrír aðrir úr hópi árásarmannanna frá París. Gerð var húsleit í gær í fimm íbúðum í Brussel og nágrenni. Einnig var leitað á tveimur stöðum í Liège. Yfirvöld hafa hert öryggisráðstafanir verulega, meðal annars við byggingar Evrópusambandsins í borginni, og segja enn verulega hættu á að alvarleg árás verði gerð í Brussel. Íbúar borgarinnar eru margir hverjir óttaslegnir vegna ástandsins, en borgaryfirvöld leggja þó áherslu á að fólki sé almennt óhætt að vera á ferli úti við. Samt eigi fólk að forðast að gera sér ferð að óþörfu á fjölfarna staði. Í Frakklandi hafa öryggisráðstafanir einnig verið hertar víða um land. Almennir lögreglumenn eru nú vopnaðir byssum, meira að segja í frítíma sínum. François Hollande Frakklandsforseti boðar hertar árásir á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. Þessi samtök, sem nefna sig Íslamskt ríki, hafa lýst yfir ábyrgð sinni á árásunum í París sem kostuðu 130 manns lífið. Hollande átti í gær fund með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem sagðist styðja algerlega viðbrögð Hollandes við árásunum. Hollande ætlar svo í dag að ferðast á fund Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Á morgun tekur hann á móti Angelu Merkel Þýskalandskanslara í París og á fimmtudag heldur hann til Moskvu að hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Pútín var svo sjálfur á ferðinni í gær og hitti bæði Hassan Rúhani forseta og æðsta leiðtogann Ali Khameini, meðal annars til að ræða við þá um loftárásir Rússa á uppreisnar- og hryðjuverkamenn í Sýrlandi. Í leiðinni tilkynnti hann að banni Rússa við því að flytja til Írans tækjabúnað, sem nota má til auðgunar úrans, yrði aflétt. Á vef rússneskra stjórnvalda kemur fram að þessa stefnubreytingu megi rekja til þess að Rússum verði nú kleift að flytja auðgað úran inn frá Íran.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent