Slást um veitingakvótann á Laugavegi Sæunn Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Veitingahúsið Asía hefur verið starfrækt við Laugaveg í 27 ár. Fréttablaðið/Anton Brink Búið er að fylla veitingareksturskvótann á miðborgarsvæðinu og því er hart keppt um að fá veitingarými. Dæmi eru um að herjað sé á veitingamenn á Laugaveginum til að gefa pláss sitt eftir fyrir annan veitingarekstur. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir vandamálið ekki nýtt en að það hafi magnast.Sjá einnig:Nam á Laugavegi tilbúinn en má ekki opna Veitingarekstur má ekki fara yfir 30 prósenta hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði samkvæmt ákvæði í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030. Meðal þeirra sem hafa fundið fyrir áhuga annarra aðila á starfsemi sinni eru eigendur veitingastaðarins Asíu, sem rekin hefur verið við Laugaveg í 27 ár. Óli Kárason Tran, sonur eiganda Asíu, segir að mjög margir hafi sýnt því áhuga að komast yfir húsnæði þeirra í gegnum tíðina. Um þessar mundir er verið að ræða málin við aðila sem áhuga hafa á því. Óli vill hins vegar ekki tjá sig frekar um viðræðurnar. Björn Blöndal segir þetta ekki nýtt vandamál en að það hafi magnast. Fréttablaðið/Pjetur „Það er sótt að veitingamönnum á Laugaveginum í að gefa plássið sitt eftir fyrir annan rekstur vegna þess að það er erfitt að koma nýir inn. Þá er verið að herja á þá sem eru fyrir og athuga hvort sé einhver möguleiki að tala saman. Menn tala saman á hverjum degi,“ segir Óli. Hann segir kvótann á veitingarekstri spila þarna inn í. „Skýrasta dæmið um hversu erfitt er að fá veitingaleyfi er Nam hérna fyrir ofan okkur. Auðvitað er þetta eftirsóttur staður og starfsumhverfið hefur snarbatnað með tilkomu erlendra ferðamanna á öllum tímum,“ segir Óli. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir þetta aðstæður sem borgin sé meðvituð um. „Það er búið að vera nóg að gera hjá veitingastöðum á Laugavegi í mjög langan tíma, að því leytinu til hefur ástandið ekki breyst en það hefur magnast,“ segir Björn. Björn segir engin áform um að breyta kvótanum. „Auðvitað væri það þannig að ef ekki hefði verið settur kvóti á sínum tíma, þá gætum við nokkurn veginn gengið út frá því að það væru bara veitingastaðir á Laugavegi. Þetta var gert á sínum tíma til þess að verja verslun og halda fjölbreytni. Þessi staða sem ríkir núna gerir ekkert annað en að undirstrika að sú þörf sé enn þá fyrir hendi,“ segir Björn. „Það sem væri mest virði fyrir borgina og borgarbúa væri að þessi eftirspurn myndi þrýsta veitingarekstri aðeins meira út í jaðra miðborgar, teygja á miðborginni og stækka svæðið.“ Tengdar fréttir Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Veitingastaðurinn Nam við Laugaveg má enn ekki opna þrátt fyrir að allt sé til reiðu. 24. október 2015 19:30 Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00 Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Búið er að fylla veitingareksturskvótann á miðborgarsvæðinu og því er hart keppt um að fá veitingarými. Dæmi eru um að herjað sé á veitingamenn á Laugaveginum til að gefa pláss sitt eftir fyrir annan veitingarekstur. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir vandamálið ekki nýtt en að það hafi magnast.Sjá einnig:Nam á Laugavegi tilbúinn en má ekki opna Veitingarekstur má ekki fara yfir 30 prósenta hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði samkvæmt ákvæði í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030. Meðal þeirra sem hafa fundið fyrir áhuga annarra aðila á starfsemi sinni eru eigendur veitingastaðarins Asíu, sem rekin hefur verið við Laugaveg í 27 ár. Óli Kárason Tran, sonur eiganda Asíu, segir að mjög margir hafi sýnt því áhuga að komast yfir húsnæði þeirra í gegnum tíðina. Um þessar mundir er verið að ræða málin við aðila sem áhuga hafa á því. Óli vill hins vegar ekki tjá sig frekar um viðræðurnar. Björn Blöndal segir þetta ekki nýtt vandamál en að það hafi magnast. Fréttablaðið/Pjetur „Það er sótt að veitingamönnum á Laugaveginum í að gefa plássið sitt eftir fyrir annan rekstur vegna þess að það er erfitt að koma nýir inn. Þá er verið að herja á þá sem eru fyrir og athuga hvort sé einhver möguleiki að tala saman. Menn tala saman á hverjum degi,“ segir Óli. Hann segir kvótann á veitingarekstri spila þarna inn í. „Skýrasta dæmið um hversu erfitt er að fá veitingaleyfi er Nam hérna fyrir ofan okkur. Auðvitað er þetta eftirsóttur staður og starfsumhverfið hefur snarbatnað með tilkomu erlendra ferðamanna á öllum tímum,“ segir Óli. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir þetta aðstæður sem borgin sé meðvituð um. „Það er búið að vera nóg að gera hjá veitingastöðum á Laugavegi í mjög langan tíma, að því leytinu til hefur ástandið ekki breyst en það hefur magnast,“ segir Björn. Björn segir engin áform um að breyta kvótanum. „Auðvitað væri það þannig að ef ekki hefði verið settur kvóti á sínum tíma, þá gætum við nokkurn veginn gengið út frá því að það væru bara veitingastaðir á Laugavegi. Þetta var gert á sínum tíma til þess að verja verslun og halda fjölbreytni. Þessi staða sem ríkir núna gerir ekkert annað en að undirstrika að sú þörf sé enn þá fyrir hendi,“ segir Björn. „Það sem væri mest virði fyrir borgina og borgarbúa væri að þessi eftirspurn myndi þrýsta veitingarekstri aðeins meira út í jaðra miðborgar, teygja á miðborginni og stækka svæðið.“
Tengdar fréttir Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Veitingastaðurinn Nam við Laugaveg má enn ekki opna þrátt fyrir að allt sé til reiðu. 24. október 2015 19:30 Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00 Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Veitingastaðurinn Nam við Laugaveg má enn ekki opna þrátt fyrir að allt sé til reiðu. 24. október 2015 19:30
Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00
Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30