Innlent

Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi er enn óopnaður.
Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi er enn óopnaður. vísir/anton
Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins.

Emil Helgi Lárusson, eigandi Nam, átti von á því að lausn yrði fundin á málinu von bráðar. Þegar Markaðurinn hafði samband við hann í gær hafði þó ekkert gerst. „Það er nákvæmlega ekki neitt að frétta. Þeir hjá borginni sögðu okkur í þarsíðustu viku að ef við myndum ná að skila inn ákveðnum gögnum fyrir þrjú á föstudegi þá myndi þetta fara fyrir fund á miðvikudeginum þar á eftir. Við gerðum það og þetta fór ekki fyrir fundinn,“ segir Emil Helgi, sem bætir því við að hann hafi ekki fengið neinar skýringar.

„Við erum eiginlega bara pínulítið úti á túni og vitum ekkert hvað er að frétta. En fyrst þetta komst ekki fyrir fundinn í síðustu viku þá hlýtur þetta að fara fyrir hann núna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×