Slást um veitingakvótann á Laugavegi Sæunn Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Veitingahúsið Asía hefur verið starfrækt við Laugaveg í 27 ár. Fréttablaðið/Anton Brink Búið er að fylla veitingareksturskvótann á miðborgarsvæðinu og því er hart keppt um að fá veitingarými. Dæmi eru um að herjað sé á veitingamenn á Laugaveginum til að gefa pláss sitt eftir fyrir annan veitingarekstur. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir vandamálið ekki nýtt en að það hafi magnast.Sjá einnig:Nam á Laugavegi tilbúinn en má ekki opna Veitingarekstur má ekki fara yfir 30 prósenta hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði samkvæmt ákvæði í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030. Meðal þeirra sem hafa fundið fyrir áhuga annarra aðila á starfsemi sinni eru eigendur veitingastaðarins Asíu, sem rekin hefur verið við Laugaveg í 27 ár. Óli Kárason Tran, sonur eiganda Asíu, segir að mjög margir hafi sýnt því áhuga að komast yfir húsnæði þeirra í gegnum tíðina. Um þessar mundir er verið að ræða málin við aðila sem áhuga hafa á því. Óli vill hins vegar ekki tjá sig frekar um viðræðurnar. Björn Blöndal segir þetta ekki nýtt vandamál en að það hafi magnast. Fréttablaðið/Pjetur „Það er sótt að veitingamönnum á Laugaveginum í að gefa plássið sitt eftir fyrir annan rekstur vegna þess að það er erfitt að koma nýir inn. Þá er verið að herja á þá sem eru fyrir og athuga hvort sé einhver möguleiki að tala saman. Menn tala saman á hverjum degi,“ segir Óli. Hann segir kvótann á veitingarekstri spila þarna inn í. „Skýrasta dæmið um hversu erfitt er að fá veitingaleyfi er Nam hérna fyrir ofan okkur. Auðvitað er þetta eftirsóttur staður og starfsumhverfið hefur snarbatnað með tilkomu erlendra ferðamanna á öllum tímum,“ segir Óli. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir þetta aðstæður sem borgin sé meðvituð um. „Það er búið að vera nóg að gera hjá veitingastöðum á Laugavegi í mjög langan tíma, að því leytinu til hefur ástandið ekki breyst en það hefur magnast,“ segir Björn. Björn segir engin áform um að breyta kvótanum. „Auðvitað væri það þannig að ef ekki hefði verið settur kvóti á sínum tíma, þá gætum við nokkurn veginn gengið út frá því að það væru bara veitingastaðir á Laugavegi. Þetta var gert á sínum tíma til þess að verja verslun og halda fjölbreytni. Þessi staða sem ríkir núna gerir ekkert annað en að undirstrika að sú þörf sé enn þá fyrir hendi,“ segir Björn. „Það sem væri mest virði fyrir borgina og borgarbúa væri að þessi eftirspurn myndi þrýsta veitingarekstri aðeins meira út í jaðra miðborgar, teygja á miðborginni og stækka svæðið.“ Tengdar fréttir Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Veitingastaðurinn Nam við Laugaveg má enn ekki opna þrátt fyrir að allt sé til reiðu. 24. október 2015 19:30 Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00 Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Búið er að fylla veitingareksturskvótann á miðborgarsvæðinu og því er hart keppt um að fá veitingarými. Dæmi eru um að herjað sé á veitingamenn á Laugaveginum til að gefa pláss sitt eftir fyrir annan veitingarekstur. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir vandamálið ekki nýtt en að það hafi magnast.Sjá einnig:Nam á Laugavegi tilbúinn en má ekki opna Veitingarekstur má ekki fara yfir 30 prósenta hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði samkvæmt ákvæði í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030. Meðal þeirra sem hafa fundið fyrir áhuga annarra aðila á starfsemi sinni eru eigendur veitingastaðarins Asíu, sem rekin hefur verið við Laugaveg í 27 ár. Óli Kárason Tran, sonur eiganda Asíu, segir að mjög margir hafi sýnt því áhuga að komast yfir húsnæði þeirra í gegnum tíðina. Um þessar mundir er verið að ræða málin við aðila sem áhuga hafa á því. Óli vill hins vegar ekki tjá sig frekar um viðræðurnar. Björn Blöndal segir þetta ekki nýtt vandamál en að það hafi magnast. Fréttablaðið/Pjetur „Það er sótt að veitingamönnum á Laugaveginum í að gefa plássið sitt eftir fyrir annan rekstur vegna þess að það er erfitt að koma nýir inn. Þá er verið að herja á þá sem eru fyrir og athuga hvort sé einhver möguleiki að tala saman. Menn tala saman á hverjum degi,“ segir Óli. Hann segir kvótann á veitingarekstri spila þarna inn í. „Skýrasta dæmið um hversu erfitt er að fá veitingaleyfi er Nam hérna fyrir ofan okkur. Auðvitað er þetta eftirsóttur staður og starfsumhverfið hefur snarbatnað með tilkomu erlendra ferðamanna á öllum tímum,“ segir Óli. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir þetta aðstæður sem borgin sé meðvituð um. „Það er búið að vera nóg að gera hjá veitingastöðum á Laugavegi í mjög langan tíma, að því leytinu til hefur ástandið ekki breyst en það hefur magnast,“ segir Björn. Björn segir engin áform um að breyta kvótanum. „Auðvitað væri það þannig að ef ekki hefði verið settur kvóti á sínum tíma, þá gætum við nokkurn veginn gengið út frá því að það væru bara veitingastaðir á Laugavegi. Þetta var gert á sínum tíma til þess að verja verslun og halda fjölbreytni. Þessi staða sem ríkir núna gerir ekkert annað en að undirstrika að sú þörf sé enn þá fyrir hendi,“ segir Björn. „Það sem væri mest virði fyrir borgina og borgarbúa væri að þessi eftirspurn myndi þrýsta veitingarekstri aðeins meira út í jaðra miðborgar, teygja á miðborginni og stækka svæðið.“
Tengdar fréttir Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Veitingastaðurinn Nam við Laugaveg má enn ekki opna þrátt fyrir að allt sé til reiðu. 24. október 2015 19:30 Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00 Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Veitingastaðurinn Nam við Laugaveg má enn ekki opna þrátt fyrir að allt sé til reiðu. 24. október 2015 19:30
Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00
Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30