Innlent

Harmageddon á kraftaverkasamkomu: Ekki tókst að láta lamaðan vin ganga

Bjarki Ármannsson skrifar

Trúarleg kraftaverkasamkoma í Austurbæ fór fram á föstudag og í auglýsingu fyrir samkomuna var meðal annars sagt að blindir myndu fá sýn og lamaðir ganga. Þeir Frosti og Máni úr Harmageddon gátu að sjálfsögðu ekki látið slíkan viðburð framhjá sér fara og mætti Frosti á samkomuna með Margeiri Steinari Karlssyni, vini sínum sem þarf að nota hjólastól.

Erfiðlega gekk hjá Frosta framan af, en aðstandendur samkomunnar virtust kunna illa við það að verið væri að taka upp inni í salnum. Eiríkur Sigurbjörnsson, sjónvarpsstjóri Omega, virtist sérstaklega ósáttur með nærveru sjónvarpsmannanna.

„Ég rek sjálfur fjölmiðil og ég get alveg farið mjög hart gegn ykkur,“ sagði Eiríkur meðal annars við þá Frosta og Mána. Svo fór þó að sættir tókust og máttu þeir félagar sitja áfram og fylgjast með samkomunni.

Skemmst er frá því að segja að Margeir gekk ekki út úr Austurbæ þrátt fyrir að annar predikaranna sem mætti á samkomuna hafi haldið um hönd hans og skipað líkama hans að virka. Þeir Frosti og Margeir voru þó sammála um heimsóknin á samkomuna hefði verið áhugaverð, þó hún hefði engan sýnilegan árangur borið.

Sjá má innslag Harmageddon í Íslandi í dag í heild hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.