Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Mótmælandi kastar grjóti í áttina að tyrkneska sendiráðinu í Moskvu. Nordicphotos/AFP Rússar hyggjast flytja öflug og háþróuð loftvarnarkerfi til Sýrlands, til að verjast frekari árásum á rússneskar herþotur. Þá ætla Rússar einnig að senda herskip til Miðjarðarhafsins í sama tilgangi. Þetta eru viðbrögð Rússa við því sem gerðist á þriðjudag, þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu sem var að skjóta flugskeytum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir hætt við því að fleiri atvik af svipuðu tagi geti orðið á næstunni: „Ef það gerist, þá verðum við að geta brugðist við,“ sagði Pútín við blaðamenn í gær. Leiðtogar Vesturlanda hafa hvatt bæði Rússa og Tyrki til að láta ástandið ekki fara úr böndunum. Ahmet Davatoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sagði Tyrki alls ekki hafa neinn áhuga á að slíta stjórnmálasambandi við Moskvu. Þvert á móti, því Rússland væri „vinur okkar og nágranni“. Tyrkjum og Rússum ber reyndar engan veginn saman um það sem gerðist. Tyrkir segjast ítrekað hafa varað rússneskar herþotur við því að rjúfa tyrkneska lofthelgi, en Rússar segjast aldrei hafa farið inn fyrir lofthelgina.Rússneskar herþotur af gerðinni Su-24, eins og sú sem skotin var niður.Nordicphotos/AFPTveir flugmenn rússnesku herþotunnar skutu sér út í fallhlíf. Uppreisnarsveitir Túrkmena í Sýrlandi hafa viðurkennt að hafa skotið á mennina meðan þeir voru á leið til jarðar í fallhlífunum. Rússar segja annan þeirra hafa látið lífið en hinn er kominn til Rússlands og ræddi við blaðamenn í gær. Flugmaðurinn neitar því að hafa fengið viðvaranir frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Á korti yfir flug rússnesku herþotunnar, sem Tyrkir hafa sjálfir lagt fram, sést að hún var einungis í sautján sekúndur innan tyrknesku lofthelginnar. Þá sést einnig á kortinu að þotan hafi verið á flugi yfir tæplega þriggja kílómetra breiða landspildu sem tilheyrir Tyrklandi en teygir sig inn í Sýrland. Á undanförnum misserum hafa rússneskar herþotur satt að segja ítrekað rofið lofthelgi Evrópulanda. Algengast eru atvik af þessu tagi í Eystrasaltinu og í Svartahafi. Tyrkir segjast ítrekað hafa kallað sendiherra Rússlands á sinn fund til að mótmæla slíkum atvikum. Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Rússar hyggjast flytja öflug og háþróuð loftvarnarkerfi til Sýrlands, til að verjast frekari árásum á rússneskar herþotur. Þá ætla Rússar einnig að senda herskip til Miðjarðarhafsins í sama tilgangi. Þetta eru viðbrögð Rússa við því sem gerðist á þriðjudag, þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu sem var að skjóta flugskeytum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir hætt við því að fleiri atvik af svipuðu tagi geti orðið á næstunni: „Ef það gerist, þá verðum við að geta brugðist við,“ sagði Pútín við blaðamenn í gær. Leiðtogar Vesturlanda hafa hvatt bæði Rússa og Tyrki til að láta ástandið ekki fara úr böndunum. Ahmet Davatoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sagði Tyrki alls ekki hafa neinn áhuga á að slíta stjórnmálasambandi við Moskvu. Þvert á móti, því Rússland væri „vinur okkar og nágranni“. Tyrkjum og Rússum ber reyndar engan veginn saman um það sem gerðist. Tyrkir segjast ítrekað hafa varað rússneskar herþotur við því að rjúfa tyrkneska lofthelgi, en Rússar segjast aldrei hafa farið inn fyrir lofthelgina.Rússneskar herþotur af gerðinni Su-24, eins og sú sem skotin var niður.Nordicphotos/AFPTveir flugmenn rússnesku herþotunnar skutu sér út í fallhlíf. Uppreisnarsveitir Túrkmena í Sýrlandi hafa viðurkennt að hafa skotið á mennina meðan þeir voru á leið til jarðar í fallhlífunum. Rússar segja annan þeirra hafa látið lífið en hinn er kominn til Rússlands og ræddi við blaðamenn í gær. Flugmaðurinn neitar því að hafa fengið viðvaranir frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Á korti yfir flug rússnesku herþotunnar, sem Tyrkir hafa sjálfir lagt fram, sést að hún var einungis í sautján sekúndur innan tyrknesku lofthelginnar. Þá sést einnig á kortinu að þotan hafi verið á flugi yfir tæplega þriggja kílómetra breiða landspildu sem tilheyrir Tyrklandi en teygir sig inn í Sýrland. Á undanförnum misserum hafa rússneskar herþotur satt að segja ítrekað rofið lofthelgi Evrópulanda. Algengast eru atvik af þessu tagi í Eystrasaltinu og í Svartahafi. Tyrkir segjast ítrekað hafa kallað sendiherra Rússlands á sinn fund til að mótmæla slíkum atvikum.
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira