Ísland með 102 fulltrúa á ráðstefnu í Ástralíu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2015 19:45 Er nauðsynlegt að Ísland sendi yfir fjörutíu manns á loftlagsráðstefnu í París? Eða yfir eitthundrað manns á jarðhitaráðstefnu í Ástralíu? Hvað skyldi hafa kostað að senda allan þennan mannskap á ráðstefnu hinumegin á hnettinum? Fréttir af því að Reykjavíkurborg sé að senda tólf manns á ráðstefnu til Parísar hafa vakið gagnrýni og spurningar um hvernig opinberir aðilar ráðstafa fjármunum. Við spyrjum líka: Var virkilega nauðsynlegt að senda nánast heilan flugvélarfarm af fólki alla leið til Ástralíu síðastliðið vor? Ráðstefnan sem þótti svona mikilvæg var heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins, haldið í Melbourne í lok aprílmánaðar. Á kynningarmyndbandi mátti sjá hvað þátttakendum bauðst að skoða í borginni og nágrenni hennar. Frá setningarathöfn Jarðhitaráðstefnunnar í Melbourne.Mynd/World Geothermal Congress. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en á lista ráðstefnunnar yfir 1600 þátttakendur má sjá að 102 voru skráðir frá Íslandi. Okkur telst til að kostnaður um 60 þeirra hafi verið greiddur af íslensku skattfé eða af fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Leitarvélar á netinu gáfu okkur upp að hagstæðasta flugleiðin frá Íslandi væri um Amsterdam og Abu Dhabi og ferðatíminn um 36 klukkustundir enda er verið að tala um heimsreisu. Svo bættist við kynnisferð til Nýja Sjálands. Flestir Ástralíufarar voru skráðir á ISOR, eða 26 talsins, þar af sjö makar. Á Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar voru 14 skráðir, þar af 4 makar, en talsmenn þessara aðila taka fram að makar hafi sjálfir borið kostnaðinn. Landsvirkjun sendi tíu manns, Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna sjö, og HS Orka og Háskólinn í Reykavík sex hvor. Einnig fóru starfsmenn frá Háskóla Íslands (4), Orkustofnun (3), Þróunarsamvinnustofnun (2), iðnaðarráðuneyti (2), Náttúrufræðistofnun (1) og Nýsköpunarmiðstöð (1). Einkafyrirtæki sendu einnig fulltrúa, þar á meðal Efla (3), Verkís (3), Mannvit (2) og Jarðboranir (1). Um kostnað segir ISOR að í boði hafi verið ferðastyrkur til sérfræðinga sem fluttu erindi eða voru með veggspjald á ráðstefnunni, að hámarki 500 þúsund krónur, heildarkostnaður ISOR hafi numið 8,7 milljónum króna eða um 460 þúsund krónum á mann. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar var heildarkostnaður þeirra 12,3 milljónir króna eða 1.120 þúsund krónur á mann, miðað við ellefu fulltrúa sem greitt var fyrir. Landsvirkjun segir sinn heildarkostnað vegna ráðstefnunnar um 8 milljónir króna eða um 800 þúsund krónur á mann. Talsmenn þessara aðila benda á að heimsþingið sé stærsti viðburðurinn í jarðhitageiranum, haldið á fimm ára fresti, og sú staðreynd að það næsta verði á Íslandi hafi ýtt undir íslenska þátttöku. Þetta sé jafnframt helsta markaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Það má áætla að heildarferðakostnaður allra fulltrúa frá Íslandi á Ástralíuráðstefnunni hafi numið um eitthundrað milljónum króna. En áður en við hneykslumst þá er kannski rétt að hafa í huga, til að sanngirni sé nú gætt, að íslenski jarðhitageirinn hefur á undanförnum árum sennilega aflað verkefna víða um heim sem hlaupa á milljörðum króna. Við kynningarbás Íslands í Melbourne.Mynd/Íslandsstofa. Loftslagsmál Tengdar fréttir Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
Er nauðsynlegt að Ísland sendi yfir fjörutíu manns á loftlagsráðstefnu í París? Eða yfir eitthundrað manns á jarðhitaráðstefnu í Ástralíu? Hvað skyldi hafa kostað að senda allan þennan mannskap á ráðstefnu hinumegin á hnettinum? Fréttir af því að Reykjavíkurborg sé að senda tólf manns á ráðstefnu til Parísar hafa vakið gagnrýni og spurningar um hvernig opinberir aðilar ráðstafa fjármunum. Við spyrjum líka: Var virkilega nauðsynlegt að senda nánast heilan flugvélarfarm af fólki alla leið til Ástralíu síðastliðið vor? Ráðstefnan sem þótti svona mikilvæg var heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins, haldið í Melbourne í lok aprílmánaðar. Á kynningarmyndbandi mátti sjá hvað þátttakendum bauðst að skoða í borginni og nágrenni hennar. Frá setningarathöfn Jarðhitaráðstefnunnar í Melbourne.Mynd/World Geothermal Congress. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en á lista ráðstefnunnar yfir 1600 þátttakendur má sjá að 102 voru skráðir frá Íslandi. Okkur telst til að kostnaður um 60 þeirra hafi verið greiddur af íslensku skattfé eða af fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Leitarvélar á netinu gáfu okkur upp að hagstæðasta flugleiðin frá Íslandi væri um Amsterdam og Abu Dhabi og ferðatíminn um 36 klukkustundir enda er verið að tala um heimsreisu. Svo bættist við kynnisferð til Nýja Sjálands. Flestir Ástralíufarar voru skráðir á ISOR, eða 26 talsins, þar af sjö makar. Á Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar voru 14 skráðir, þar af 4 makar, en talsmenn þessara aðila taka fram að makar hafi sjálfir borið kostnaðinn. Landsvirkjun sendi tíu manns, Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna sjö, og HS Orka og Háskólinn í Reykavík sex hvor. Einnig fóru starfsmenn frá Háskóla Íslands (4), Orkustofnun (3), Þróunarsamvinnustofnun (2), iðnaðarráðuneyti (2), Náttúrufræðistofnun (1) og Nýsköpunarmiðstöð (1). Einkafyrirtæki sendu einnig fulltrúa, þar á meðal Efla (3), Verkís (3), Mannvit (2) og Jarðboranir (1). Um kostnað segir ISOR að í boði hafi verið ferðastyrkur til sérfræðinga sem fluttu erindi eða voru með veggspjald á ráðstefnunni, að hámarki 500 þúsund krónur, heildarkostnaður ISOR hafi numið 8,7 milljónum króna eða um 460 þúsund krónum á mann. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar var heildarkostnaður þeirra 12,3 milljónir króna eða 1.120 þúsund krónur á mann, miðað við ellefu fulltrúa sem greitt var fyrir. Landsvirkjun segir sinn heildarkostnað vegna ráðstefnunnar um 8 milljónir króna eða um 800 þúsund krónur á mann. Talsmenn þessara aðila benda á að heimsþingið sé stærsti viðburðurinn í jarðhitageiranum, haldið á fimm ára fresti, og sú staðreynd að það næsta verði á Íslandi hafi ýtt undir íslenska þátttöku. Þetta sé jafnframt helsta markaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Það má áætla að heildarferðakostnaður allra fulltrúa frá Íslandi á Ástralíuráðstefnunni hafi numið um eitthundrað milljónum króna. En áður en við hneykslumst þá er kannski rétt að hafa í huga, til að sanngirni sé nú gætt, að íslenski jarðhitageirinn hefur á undanförnum árum sennilega aflað verkefna víða um heim sem hlaupa á milljörðum króna. Við kynningarbás Íslands í Melbourne.Mynd/Íslandsstofa.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55