Reykjavíkurborg vill ritskoða Hraðfréttir Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2015 10:16 Hver er mesti óvinur landsbyggðarinnar? GÍÍÍÍÍÍSLI MAAAARTEINNNNNN!!! Gamanþáttur RÚV, Hraðfréttir, var á vettvangi með tökulið sitt þegar Skrekkur fór fram nú í vikunni. Í kjölfarið hafði sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, Soffía Pálsdóttir forstöðumaður frístundasviðs, samband við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar og fór fram á að tilteknar tökur yrðu ekki notaðar í þættinum.Gísli Marteinn mesti óvinur landsbyggðarinnarMálið var til umfjöllunar hjá RUV í gær en atriðið sem um ræðir er það að Hraðfréttamenn ávörpuðu troðfullan salinn í Borgarleikhúsinu, en Skrekkur er hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkurborgar, og spurðu: Hver er helsti óvinur landsbyggðarinnar? „GÍSLI MARTEINN!“ hrópuðu grunnskólabörnin, vel með á nótunum. Þetta er vitaskuld með vísan til frétta um viðbrögð landsbyggðafólks við umdeildu tísti sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar. Gunnar segir ekki svara kostnaði að hafa Reykjavíkurborg og einhverja skólastjóra grenjandi á öxlum sér.Þakið ætlaði af húsinu „Stundum er sagt í leikhúsunum að þakið hafi ætlað að rifna af húsinu. En, Skrekkur er dásamlegt sjónvarpsefni. Og algerlega magnað að heyra fólk á gunnskólaaldri, í troðfullu Borgarleikhúsi, öskra Gísli Marteinn,“ segir Gunnar Sigurðarson Hraðfréttamaður í samtali við Vísi. Tökurnar voru hugsaðar í dagskrárliðinn Fannar á vettvangi en þeir voru þarna þrír á ferð, Gunnar, Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson auk Steineyjar Skúladóttur. Og var mikil stemmning meðal krakkanna og ekki síst fyrir þessu tiltekna atriði.Verða við kröfum Reykjavíkurborgar„En, svo fengum við einhvern trylling vegna þessa í gær. Ég ræddi við Soffíu og hún sagði að ég mætti ekki sýna þetta. Mér finnst skrítið að einhver sviðstjóri hjá borginni vilji segja fólki hvað megi og ekki í þessum efnum. Ég veit ekki hvað er fössið? Það er enginn æsingur af okkar hálfu. En, ég skil þeirra afstöðu að halda að grínþáttur sé að grínast eitthvað og að krakkarnir hafi ekki vitað að þetta væru Hraðfréttir heldur alvarleikinn uppmálaður,“ segir Gunnar fremur háðskur í bragði.Soffía Pálsdóttir mátti ekki til þess hugsa að tökur Hraðfréttamanna yrðu notaðar í Hraðfréttaþætti RUV.„Krakkarnir sem þarna voru höfðu gaman að þessu. Sjálfur á ég fjögur börn og skil þetta ekki alveg. En, við nennum ekki að hafa Reykjavíkurborg og einhverja skólastjóra grenjandi á bakinu. Þá gerum við bara eitthvað annað. En, þetta er leiðinlegt fyrir krakkana. Örugglega fullt af krökkum sem eru spennt að sjá sig í Hraðfréttum,“ segir Gunnar sem vill meina að þetta setji þáttagerðina ekki í uppnám, af nægu efni sé að taka. Og Gísli Marteinn verði þá bara tekin öðrum tökum. Gunnar Hraðfréttamaður segir að hafi þetta farið fyrir brjóstið á einhverjum þá verði þessu bara breytt og ekkert mál með það. „Við nennum ekki einhverju röfli. Borgarlögmaður getur slakað á – ég myndi alltaf sigra lögfræðilegan debatt ef hann vildi fara í slíkt. Allur rétturinn er okkar megin en virðingin og kurteisin líka, annað en Reykjavíkurborg.“ Vísir vildi leita viðbragða hjá Soffíu Pálsdóttur, sem skráð er í bókum Reykjavíkurborgar sem skrifstofustjóri frístundastarfs – fagskrifstofa, við þessum tíðindum en samkvæmt upplýsingum er hún upptekin á fundum í allan dag, fullbókuð til klukkan fimm í dag. Skrekkur Tengdar fréttir Gísli Marteinn veifar hvítu flaggi og segist ekki hata landsbyggðina Gísli Marteinn vill sættast við landsbyggðarfólk og ætlar að passa sig betur í framtíðinni. 12. nóvember 2015 15:15 Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Gamanþáttur RÚV, Hraðfréttir, var á vettvangi með tökulið sitt þegar Skrekkur fór fram nú í vikunni. Í kjölfarið hafði sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, Soffía Pálsdóttir forstöðumaður frístundasviðs, samband við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar og fór fram á að tilteknar tökur yrðu ekki notaðar í þættinum.Gísli Marteinn mesti óvinur landsbyggðarinnarMálið var til umfjöllunar hjá RUV í gær en atriðið sem um ræðir er það að Hraðfréttamenn ávörpuðu troðfullan salinn í Borgarleikhúsinu, en Skrekkur er hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkurborgar, og spurðu: Hver er helsti óvinur landsbyggðarinnar? „GÍSLI MARTEINN!“ hrópuðu grunnskólabörnin, vel með á nótunum. Þetta er vitaskuld með vísan til frétta um viðbrögð landsbyggðafólks við umdeildu tísti sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar. Gunnar segir ekki svara kostnaði að hafa Reykjavíkurborg og einhverja skólastjóra grenjandi á öxlum sér.Þakið ætlaði af húsinu „Stundum er sagt í leikhúsunum að þakið hafi ætlað að rifna af húsinu. En, Skrekkur er dásamlegt sjónvarpsefni. Og algerlega magnað að heyra fólk á gunnskólaaldri, í troðfullu Borgarleikhúsi, öskra Gísli Marteinn,“ segir Gunnar Sigurðarson Hraðfréttamaður í samtali við Vísi. Tökurnar voru hugsaðar í dagskrárliðinn Fannar á vettvangi en þeir voru þarna þrír á ferð, Gunnar, Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson auk Steineyjar Skúladóttur. Og var mikil stemmning meðal krakkanna og ekki síst fyrir þessu tiltekna atriði.Verða við kröfum Reykjavíkurborgar„En, svo fengum við einhvern trylling vegna þessa í gær. Ég ræddi við Soffíu og hún sagði að ég mætti ekki sýna þetta. Mér finnst skrítið að einhver sviðstjóri hjá borginni vilji segja fólki hvað megi og ekki í þessum efnum. Ég veit ekki hvað er fössið? Það er enginn æsingur af okkar hálfu. En, ég skil þeirra afstöðu að halda að grínþáttur sé að grínast eitthvað og að krakkarnir hafi ekki vitað að þetta væru Hraðfréttir heldur alvarleikinn uppmálaður,“ segir Gunnar fremur háðskur í bragði.Soffía Pálsdóttir mátti ekki til þess hugsa að tökur Hraðfréttamanna yrðu notaðar í Hraðfréttaþætti RUV.„Krakkarnir sem þarna voru höfðu gaman að þessu. Sjálfur á ég fjögur börn og skil þetta ekki alveg. En, við nennum ekki að hafa Reykjavíkurborg og einhverja skólastjóra grenjandi á bakinu. Þá gerum við bara eitthvað annað. En, þetta er leiðinlegt fyrir krakkana. Örugglega fullt af krökkum sem eru spennt að sjá sig í Hraðfréttum,“ segir Gunnar sem vill meina að þetta setji þáttagerðina ekki í uppnám, af nægu efni sé að taka. Og Gísli Marteinn verði þá bara tekin öðrum tökum. Gunnar Hraðfréttamaður segir að hafi þetta farið fyrir brjóstið á einhverjum þá verði þessu bara breytt og ekkert mál með það. „Við nennum ekki einhverju röfli. Borgarlögmaður getur slakað á – ég myndi alltaf sigra lögfræðilegan debatt ef hann vildi fara í slíkt. Allur rétturinn er okkar megin en virðingin og kurteisin líka, annað en Reykjavíkurborg.“ Vísir vildi leita viðbragða hjá Soffíu Pálsdóttur, sem skráð er í bókum Reykjavíkurborgar sem skrifstofustjóri frístundastarfs – fagskrifstofa, við þessum tíðindum en samkvæmt upplýsingum er hún upptekin á fundum í allan dag, fullbókuð til klukkan fimm í dag.
Skrekkur Tengdar fréttir Gísli Marteinn veifar hvítu flaggi og segist ekki hata landsbyggðina Gísli Marteinn vill sættast við landsbyggðarfólk og ætlar að passa sig betur í framtíðinni. 12. nóvember 2015 15:15 Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Gísli Marteinn veifar hvítu flaggi og segist ekki hata landsbyggðina Gísli Marteinn vill sættast við landsbyggðarfólk og ætlar að passa sig betur í framtíðinni. 12. nóvember 2015 15:15
Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33