Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2015 06:00 Alfreð Finnbogason skoraði eina markið sem íslenska landsliðið hefur skorað í seinni hálfleik í síðustu fjórum landsleikjum. Fréttablaðið/Adam Jastrzebowski Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur lokaleik sinn á sögulegu ári í kvöld þegar liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Stadión pod Dubnom í Zilina. Þetta verður ellefti landsleikur á árinu sem íslenska karlalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Stóra stundin rann upp á Laugardalsvellinum sunnudagskvöldið 6. september síðastliðinn þegar markalaust jafntefli á móti Kasakstan kom karlaliði Íslands á EM í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá taplaust í sjö leikjum ársins og var að halda hreinu í þriðja sinn í fjórum leikjum undankeppninnar á árinu 2015. Íslensku strákarnir fögnuðu vel í leikslok en þeir hafa ekki fagnað síðan. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð og tveir þeir síðustu hafa tapast. Allir eiga það sameiginlegt að góð staða í hálfleik hefur runnið út í sandinn í þeim seinni. Íslenska liðið sem fékk aðeins á sig í eitt mark í fyrstu fjórum mótsleikjum sínum á árinu 2015 hefur fengið á sig sjö mörk í seinni hálfleik á þessum þremur leikjum á móti Lettlandi (2), Tyrklandi (1) og Póllandi (4). Ísland var 2-0 yfir í hálfleik á heimavelli á móti Lettlandi en missti þann leik niður í jafntefli. Liðið fékk á sig sigurmark í lokin í lokaleik undankeppninnar úti í Tyrklandi og Pólverjar skoruðu síðan fjögur mörk á síðustu 40 mínútunum leik liðanna í Varsjá á föstudaginn.Landsliðsþjálfararnir.vísir/vilhelmLandsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa lagt áherslu á að breikka landsliðshópinn í þessum vináttulandsleikjum við Pólverja og Slóvaka en tefla engu að síður fram mjög sterkum liðum í þeim báðum. Það breytir þó ekki því að íslenska liðið hefur opnað sig í seinni hálfleikjunum beggja þessara leikja. Það fylgir þó stöðunni að hér gæti munað miklu um landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, sem er að margra mati mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins. Brimbrjóturinn á íslensku miðjunni stöðvar ófáar hraðar sóknir mótherjanna og hann var hvorki inni á vellinum þegar liðið fékk á sig tvö mörk í seinni hálfleik á móti Lettum (leikbann) né þegar íslenska vörnin fékk á sig fjögur mörk í seinni á móti Pólverjum (fór af velli í hálfleik). Það mætti því kannski frekar bera saman gengi liðsins þegar Aron Einar er inná og þegar hans nýtur ekki við. Frammistaða liðsins í fyrri hálfleik er aftur á móti til mikillar fyrirmyndar og vísbending um gott skipulag og einbeitingu landsliðsmanna í upphafi leikja. Heilt yfir hefur íslenska liðið verið magnað í fyrri hálfleikjum tíu fyrstu landsleikja ársins enda markatalan fyrstu 45 mínútur leikjanna 8-1 íslenska liðinu í vil. Eina markið sem Ísland hefur fengið á sig í fyrri hálfleik á árinu skoruðu Kanadamenn úr vítaspyrnu í vináttuleik þjóðanna í Orlando í janúarmánuði. Aron Einar Gunnarsson getur ekki tekið þátt í leiknum í dag vegna meiðsla og það mun reyna á íslensku miðjuna að verja varnarlínuna í kvöld. Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir strákana að enda sögulegt ár á skemmtilegan hátt. Góður varnarleikur í seinni hálfleik gæti þar gert útslagið. Fótbolti Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur lokaleik sinn á sögulegu ári í kvöld þegar liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Stadión pod Dubnom í Zilina. Þetta verður ellefti landsleikur á árinu sem íslenska karlalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Stóra stundin rann upp á Laugardalsvellinum sunnudagskvöldið 6. september síðastliðinn þegar markalaust jafntefli á móti Kasakstan kom karlaliði Íslands á EM í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá taplaust í sjö leikjum ársins og var að halda hreinu í þriðja sinn í fjórum leikjum undankeppninnar á árinu 2015. Íslensku strákarnir fögnuðu vel í leikslok en þeir hafa ekki fagnað síðan. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð og tveir þeir síðustu hafa tapast. Allir eiga það sameiginlegt að góð staða í hálfleik hefur runnið út í sandinn í þeim seinni. Íslenska liðið sem fékk aðeins á sig í eitt mark í fyrstu fjórum mótsleikjum sínum á árinu 2015 hefur fengið á sig sjö mörk í seinni hálfleik á þessum þremur leikjum á móti Lettlandi (2), Tyrklandi (1) og Póllandi (4). Ísland var 2-0 yfir í hálfleik á heimavelli á móti Lettlandi en missti þann leik niður í jafntefli. Liðið fékk á sig sigurmark í lokin í lokaleik undankeppninnar úti í Tyrklandi og Pólverjar skoruðu síðan fjögur mörk á síðustu 40 mínútunum leik liðanna í Varsjá á föstudaginn.Landsliðsþjálfararnir.vísir/vilhelmLandsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa lagt áherslu á að breikka landsliðshópinn í þessum vináttulandsleikjum við Pólverja og Slóvaka en tefla engu að síður fram mjög sterkum liðum í þeim báðum. Það breytir þó ekki því að íslenska liðið hefur opnað sig í seinni hálfleikjunum beggja þessara leikja. Það fylgir þó stöðunni að hér gæti munað miklu um landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, sem er að margra mati mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins. Brimbrjóturinn á íslensku miðjunni stöðvar ófáar hraðar sóknir mótherjanna og hann var hvorki inni á vellinum þegar liðið fékk á sig tvö mörk í seinni hálfleik á móti Lettum (leikbann) né þegar íslenska vörnin fékk á sig fjögur mörk í seinni á móti Pólverjum (fór af velli í hálfleik). Það mætti því kannski frekar bera saman gengi liðsins þegar Aron Einar er inná og þegar hans nýtur ekki við. Frammistaða liðsins í fyrri hálfleik er aftur á móti til mikillar fyrirmyndar og vísbending um gott skipulag og einbeitingu landsliðsmanna í upphafi leikja. Heilt yfir hefur íslenska liðið verið magnað í fyrri hálfleikjum tíu fyrstu landsleikja ársins enda markatalan fyrstu 45 mínútur leikjanna 8-1 íslenska liðinu í vil. Eina markið sem Ísland hefur fengið á sig í fyrri hálfleik á árinu skoruðu Kanadamenn úr vítaspyrnu í vináttuleik þjóðanna í Orlando í janúarmánuði. Aron Einar Gunnarsson getur ekki tekið þátt í leiknum í dag vegna meiðsla og það mun reyna á íslensku miðjuna að verja varnarlínuna í kvöld. Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir strákana að enda sögulegt ár á skemmtilegan hátt. Góður varnarleikur í seinni hálfleik gæti þar gert útslagið.
Fótbolti Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira