Heimir: Fáum á okkur aulaleg mörk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2015 23:18 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. vísir/vilhelm „Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð," segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Slóvökum í kvöld. „Mér fannst óþarfi að tapa þessum leik. Mörkin sem við fengum á okkur voru frekar aulaleg af okkar hálfu. Við erum ekki vanir því að gefa mörk eins og í þessari ferð. Það var líka margt jákvætt. Fyrri hálfleikur góður og mér fannst við hafa ágætis tök á leiknum. Fengum nýja menn inn en leiðinlegt að Rúnar og Arnór Ingvi skildu meiðast í byrjun. Það hefði verið gaman að sjá þá í lengri leik og ég var spenntur að sjá þá," segir Heimir en hann vildi líka líta á jákvæðu hliðarnar. „Þetta er lærdómur fyrir okkur sem og nýju mennina. Það er eitthvað til að hugsa um að við skulum missa niður forskot svona í síðari hálfleik. Við verðum eiginlega að passa okkur á því að skora ekki of snemma," segir Heimir léttur og hlær við. „Lærdómurinn hvað varðar spilið er að við töpum boltanum allt of fljótt í uppspilinu. Við verðum að leggja vinnu í að laga það. Við höfum auðvitað verið með nánast sama byrjunarliðið í öllum þessum leikjum í keppninni og það þýðir ekki að fara bara með plan A í lokakeppni. Það þarf því ákveðin fórnarkostnað er við tökum nýja leikmenn inn í kerfið hjá okkur. „Við vorum til að mynda að prófa Birki Bjarna djúpan á miðjunni núna í fjarveru Arons Einars og mér fannst það vera jákvætt og koma vel út. Hann skilaði hlutverkinu mjög vel." Ögmundur fékk ósanngjarna útreiðÖgmundur Kristinsson.vísir/gettyÞað fengu margir nýir menn að spila í þessum tveim landsleikjum. Fannst Heimi þeir nýta sitt tækifæri nægilega vel? „Já, og kannski ekki bara í leikjunum heldur líka á æfingunum og þessu ferli að vera saman í tíu daga. Það er ósanngjarnt að dæma nýliða eftir fyrsta landsleik. Allir þessir strákar stóðu sig vel og við erum búnir að eyða tíu dögum í að kenna þeim hvernig við erum að spila og vinna saman. Þar er tímanum vel eytt hjá okkur og breikkar hópinn. Ef kallið kemur þarf ekki að kenna þessum strákum frá byrjun." Ögmundur Kristinsson markvörður hefur fengið mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu í síðustu tveim leikjum. „Mér fannst hann vera flottur í kvöld fram að jöfnunarmarkinu. Þá fór svolítið sjálfstraustið hjá honum. Þá komu spörk á eftir sem lýstu því enda venjulega frábær sparkari," segir Heimir sem fannst Ögmundur fá ómaklega gagnrýni eftir Póllands-leikinn síðasta föstudag. „Þar fékk hann útreið í fjölmiðlum sem mér fannst að mörgu leyti ósanngjörn. Hann er að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og heil þjóð sem treystir á hann. Það getur verið erfitt að höndla gagnrýni og vildum að hann myndi halda hreinu í kvöld því við þurfum virkilega á honum að halda." Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði þriðja leiknum í röð og er án sigurs í síðustu fimm leikjum. 17. nóvember 2015 21:45 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð," segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Slóvökum í kvöld. „Mér fannst óþarfi að tapa þessum leik. Mörkin sem við fengum á okkur voru frekar aulaleg af okkar hálfu. Við erum ekki vanir því að gefa mörk eins og í þessari ferð. Það var líka margt jákvætt. Fyrri hálfleikur góður og mér fannst við hafa ágætis tök á leiknum. Fengum nýja menn inn en leiðinlegt að Rúnar og Arnór Ingvi skildu meiðast í byrjun. Það hefði verið gaman að sjá þá í lengri leik og ég var spenntur að sjá þá," segir Heimir en hann vildi líka líta á jákvæðu hliðarnar. „Þetta er lærdómur fyrir okkur sem og nýju mennina. Það er eitthvað til að hugsa um að við skulum missa niður forskot svona í síðari hálfleik. Við verðum eiginlega að passa okkur á því að skora ekki of snemma," segir Heimir léttur og hlær við. „Lærdómurinn hvað varðar spilið er að við töpum boltanum allt of fljótt í uppspilinu. Við verðum að leggja vinnu í að laga það. Við höfum auðvitað verið með nánast sama byrjunarliðið í öllum þessum leikjum í keppninni og það þýðir ekki að fara bara með plan A í lokakeppni. Það þarf því ákveðin fórnarkostnað er við tökum nýja leikmenn inn í kerfið hjá okkur. „Við vorum til að mynda að prófa Birki Bjarna djúpan á miðjunni núna í fjarveru Arons Einars og mér fannst það vera jákvætt og koma vel út. Hann skilaði hlutverkinu mjög vel." Ögmundur fékk ósanngjarna útreiðÖgmundur Kristinsson.vísir/gettyÞað fengu margir nýir menn að spila í þessum tveim landsleikjum. Fannst Heimi þeir nýta sitt tækifæri nægilega vel? „Já, og kannski ekki bara í leikjunum heldur líka á æfingunum og þessu ferli að vera saman í tíu daga. Það er ósanngjarnt að dæma nýliða eftir fyrsta landsleik. Allir þessir strákar stóðu sig vel og við erum búnir að eyða tíu dögum í að kenna þeim hvernig við erum að spila og vinna saman. Þar er tímanum vel eytt hjá okkur og breikkar hópinn. Ef kallið kemur þarf ekki að kenna þessum strákum frá byrjun." Ögmundur Kristinsson markvörður hefur fengið mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu í síðustu tveim leikjum. „Mér fannst hann vera flottur í kvöld fram að jöfnunarmarkinu. Þá fór svolítið sjálfstraustið hjá honum. Þá komu spörk á eftir sem lýstu því enda venjulega frábær sparkari," segir Heimir sem fannst Ögmundur fá ómaklega gagnrýni eftir Póllands-leikinn síðasta föstudag. „Þar fékk hann útreið í fjölmiðlum sem mér fannst að mörgu leyti ósanngjörn. Hann er að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og heil þjóð sem treystir á hann. Það getur verið erfitt að höndla gagnrýni og vildum að hann myndi halda hreinu í kvöld því við þurfum virkilega á honum að halda."
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði þriðja leiknum í röð og er án sigurs í síðustu fimm leikjum. 17. nóvember 2015 21:45 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði þriðja leiknum í röð og er án sigurs í síðustu fimm leikjum. 17. nóvember 2015 21:45