Eyjólfur: Fengið að kíkja heim í mesta svartnættinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 11:00 Eyjólfur Héðinsson kemur heim um áramótin. vísir/getty Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, gengur í raðir Stjörnunnar um áramótin, en átta ára atvinnumannaferli hans lýkur um áramótin. Hann sagði fyrst frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að hann væri á heimleið eftir erfið síðustu ár í atvinnumennskunni. Eyjólfur, sem fór fyrst til GAIS í Svíþjóð frá Fylki 2006, hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og spilaði sinn fyrsta leik á dögunum eftir að komast ekki inn á fótboltavöllinn í rúmt eitt og hálft ár.Sjá einnig:Gremjan kemur líklega bara fram seinna „Þetta hefur verið upp og niður,“ sagði Eyjólfur í viðtali í Akraborginni í gær, aðspurður hvernig það tæki á sálina að vera svona lengi frá. „Þeir hafa hjálpað mér mikið hjá Midtjylland og gert allt sem ég hef farið fram á. Þegar mesta svartnættið hefur verið hef ég fengið að fengið að fara heim í nokkra daga til að skipta um umhverfi. Þetta hefur tekið á og ég hef spurt mig hvers vegna ég er að þessu, en ég hef bara alltaf haldið áfram.“Eyjólfur ætlar ekki að enda sem varamaður hjá Midtjylland.vísir/gettyKom til greina að fara í Fylki Eyjólfur er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Stjörnunnar í vetur, en hvers vegna valdi hann Garðabæinn? „Stjarnan er búin að vera í sambandi við mig í þó nokkurn tíma og hefur fylgst vel með hvernig hefur gengið. Það voru önnur lið sem höfðu líka samband en Stjarnan sýndi mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur. „Mér líst vel á það sem þeir hafa fram að færa. Ég hef talað við menn þarna innan félagsins og það tala allir mjög vel um þetta. Ég get bara ekki beðið eftir að mæta á æfingu og kynnast liðinu og fólkinu í kringum félagið.“ En kom ekki til greina að fara aftur í Fylki? „Það kom vissulega til greina en ég ákvað að velja Stjörnuna þar sem hún sýndi smér mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur.Sjá einnig:Lítur ekki á sig sem danskan meistara Miðjumaðurinn öflugi telur að forráðamenn Midtjylland verði ekki svekktir að missa hann frá félaginu þegar hann er loksins orðinn heill. „Það held ég nú ekki. Þetta er allt annað félag en þegar ég skrifaði undir. Það eru komnir nýir leikmenn, nýr eigandi og fullt af peningum inn í þetta. Ég á ekki séns lengur hérna eftir að hafa verið frá í svona langan tíma. Ég verð ekkert meira en einhver varamaður en nú vil ég bara fá að spila,“ sagði Eyjólfur Héðinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Sjá meira
Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, gengur í raðir Stjörnunnar um áramótin, en átta ára atvinnumannaferli hans lýkur um áramótin. Hann sagði fyrst frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að hann væri á heimleið eftir erfið síðustu ár í atvinnumennskunni. Eyjólfur, sem fór fyrst til GAIS í Svíþjóð frá Fylki 2006, hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og spilaði sinn fyrsta leik á dögunum eftir að komast ekki inn á fótboltavöllinn í rúmt eitt og hálft ár.Sjá einnig:Gremjan kemur líklega bara fram seinna „Þetta hefur verið upp og niður,“ sagði Eyjólfur í viðtali í Akraborginni í gær, aðspurður hvernig það tæki á sálina að vera svona lengi frá. „Þeir hafa hjálpað mér mikið hjá Midtjylland og gert allt sem ég hef farið fram á. Þegar mesta svartnættið hefur verið hef ég fengið að fengið að fara heim í nokkra daga til að skipta um umhverfi. Þetta hefur tekið á og ég hef spurt mig hvers vegna ég er að þessu, en ég hef bara alltaf haldið áfram.“Eyjólfur ætlar ekki að enda sem varamaður hjá Midtjylland.vísir/gettyKom til greina að fara í Fylki Eyjólfur er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Stjörnunnar í vetur, en hvers vegna valdi hann Garðabæinn? „Stjarnan er búin að vera í sambandi við mig í þó nokkurn tíma og hefur fylgst vel með hvernig hefur gengið. Það voru önnur lið sem höfðu líka samband en Stjarnan sýndi mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur. „Mér líst vel á það sem þeir hafa fram að færa. Ég hef talað við menn þarna innan félagsins og það tala allir mjög vel um þetta. Ég get bara ekki beðið eftir að mæta á æfingu og kynnast liðinu og fólkinu í kringum félagið.“ En kom ekki til greina að fara aftur í Fylki? „Það kom vissulega til greina en ég ákvað að velja Stjörnuna þar sem hún sýndi smér mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur.Sjá einnig:Lítur ekki á sig sem danskan meistara Miðjumaðurinn öflugi telur að forráðamenn Midtjylland verði ekki svekktir að missa hann frá félaginu þegar hann er loksins orðinn heill. „Það held ég nú ekki. Þetta er allt annað félag en þegar ég skrifaði undir. Það eru komnir nýir leikmenn, nýr eigandi og fullt af peningum inn í þetta. Ég á ekki séns lengur hérna eftir að hafa verið frá í svona langan tíma. Ég verð ekkert meira en einhver varamaður en nú vil ég bara fá að spila,“ sagði Eyjólfur Héðinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Sjá meira