Eiður Smári: Stundum snýr fólk sér við bara því ég er hávaxinn og ljóshærður Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 10:30 vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen var í ítarlegu viðtali á kínversku fréttastöðinni CCTV þar sem hann ræddi veruna í Kína, ferilinn og Evrópumótið sem strákarnir okkar verða hluti af í Frakklandi næsta sumar. Eiður gekk nokkuð óvænt í raðir kínverska úrvalsdeildarliðsins Shijiazhuang Ever Bright í sumar þrátt fyrir að Bolton vildi halda honum á Englandi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég kom hingað í nokkra daga til að sjá umhverfið og ákvað að skrifa undir. Þetta var bland af ævintýraþrá og áskorun. Að koma hingað gaf mér líka tækifæri til að halda áfram að spila,“ segir Eiður Smári í viðtalinu. „Þetta var erfitt í fyrstu því það voru fimm vikur frá því ég hafði spilað þegar kom að fyrsta leik. Ég var eftir á í leikformi og þurfi að aðlagast öðrum heimi.“Eiður Smári fór frá Bolton til Kína.vísir/gettyHefði viljað spila betur Ever Bright er eitt af nýjustu liðunum í Kína, en það var stofnað árið 2001 og gert að atvinnumannaliði fyrir fjórum árum. Eiður segist ekki hafa búist við meiri áhuga á sér eða liðinu en raun ber vitni. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Stundum gengur maður niður götuna og fólk snýr sér við bara vegna þess að maður er hávaxinn og ljóshærður en stundum áttar fólk sig á hver ég er,“ segir Eiður kíminn. „Ég vissi að ég væri ekki að ganga í raðir stærsta félagsins í Kína en þetta snerist aldrei um það. Aðalatriðið var að koma hingað og spila eins marga leiki og mögulegt er.“ Eiður Smári er búinn að skora eitt mark í fjórtán leikjum og viðurkennir að hann hefur ekki spilað jafn vel og hann hefði kosið. Engu að síður er hann allur að koma til að eigin sögn. „Ef ég á að vera heiðarlegur hefur mér ekki gengið neitt frábærlega. Ég átti í smá vandræðum með að aðlagast lífstílnum en á síðustu mánuðum hef ég spilað alla leiki og sýnt að það er eitthvað eftir á tanknum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári skoraði í fyrsta landsleik ársins gegn Kasakstan.vísir/gettyStefnan að vinna EM „Ég hef átt nokkra eftirminnilega leiki en hef ekki sett mér neitt endanlegt markmið. Ég vona, að þegar ég yfirgef Kína hvort sem það verður eftir nokkrar vikur, mánuði eða ár að fólk mun muna eftir mér sem góðum karakter og auðvitað góðum fótboltamanni.“ Eiður Smári getur ekki annað en brosað þegar hann er spurður út í Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta skipti. „Þetta hefur verið ótrúleg upplifun. Eina eftirsjáin á ferlinum er að hafa aldrei spilað á stærsta sviðinu. Vissulega hefði ég viljað vera 27 ára á leið á EM en að vera 37 ára er ekki svo slæmt,“ segir Eiður Smári, en hverjar eru væntingarnar? „Að vinna mótið,“ segir hann og hlær. „Við tökum ekki þátt í neinu nema ætla okkur að vinna. Við erum búnir að ná okkar markmiði og það er hættulegt. Nú þurfum við að setja okkur ný markmið.“ „Þjálfararnir hafa gert vel í að stimpla í okkur að reyna að vinna alla leiki. Ef við gefum okkur alla í leikina eins og við gerðum í undankeppninni er aldrei að vita hversu langt við náum. En ef við erum raunsæir þá erum við ekki að fara á EM sem sigurstranglegasta liðið,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var í ítarlegu viðtali á kínversku fréttastöðinni CCTV þar sem hann ræddi veruna í Kína, ferilinn og Evrópumótið sem strákarnir okkar verða hluti af í Frakklandi næsta sumar. Eiður gekk nokkuð óvænt í raðir kínverska úrvalsdeildarliðsins Shijiazhuang Ever Bright í sumar þrátt fyrir að Bolton vildi halda honum á Englandi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég kom hingað í nokkra daga til að sjá umhverfið og ákvað að skrifa undir. Þetta var bland af ævintýraþrá og áskorun. Að koma hingað gaf mér líka tækifæri til að halda áfram að spila,“ segir Eiður Smári í viðtalinu. „Þetta var erfitt í fyrstu því það voru fimm vikur frá því ég hafði spilað þegar kom að fyrsta leik. Ég var eftir á í leikformi og þurfi að aðlagast öðrum heimi.“Eiður Smári fór frá Bolton til Kína.vísir/gettyHefði viljað spila betur Ever Bright er eitt af nýjustu liðunum í Kína, en það var stofnað árið 2001 og gert að atvinnumannaliði fyrir fjórum árum. Eiður segist ekki hafa búist við meiri áhuga á sér eða liðinu en raun ber vitni. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Stundum gengur maður niður götuna og fólk snýr sér við bara vegna þess að maður er hávaxinn og ljóshærður en stundum áttar fólk sig á hver ég er,“ segir Eiður kíminn. „Ég vissi að ég væri ekki að ganga í raðir stærsta félagsins í Kína en þetta snerist aldrei um það. Aðalatriðið var að koma hingað og spila eins marga leiki og mögulegt er.“ Eiður Smári er búinn að skora eitt mark í fjórtán leikjum og viðurkennir að hann hefur ekki spilað jafn vel og hann hefði kosið. Engu að síður er hann allur að koma til að eigin sögn. „Ef ég á að vera heiðarlegur hefur mér ekki gengið neitt frábærlega. Ég átti í smá vandræðum með að aðlagast lífstílnum en á síðustu mánuðum hef ég spilað alla leiki og sýnt að það er eitthvað eftir á tanknum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári skoraði í fyrsta landsleik ársins gegn Kasakstan.vísir/gettyStefnan að vinna EM „Ég hef átt nokkra eftirminnilega leiki en hef ekki sett mér neitt endanlegt markmið. Ég vona, að þegar ég yfirgef Kína hvort sem það verður eftir nokkrar vikur, mánuði eða ár að fólk mun muna eftir mér sem góðum karakter og auðvitað góðum fótboltamanni.“ Eiður Smári getur ekki annað en brosað þegar hann er spurður út í Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta skipti. „Þetta hefur verið ótrúleg upplifun. Eina eftirsjáin á ferlinum er að hafa aldrei spilað á stærsta sviðinu. Vissulega hefði ég viljað vera 27 ára á leið á EM en að vera 37 ára er ekki svo slæmt,“ segir Eiður Smári, en hverjar eru væntingarnar? „Að vinna mótið,“ segir hann og hlær. „Við tökum ekki þátt í neinu nema ætla okkur að vinna. Við erum búnir að ná okkar markmiði og það er hættulegt. Nú þurfum við að setja okkur ný markmið.“ „Þjálfararnir hafa gert vel í að stimpla í okkur að reyna að vinna alla leiki. Ef við gefum okkur alla í leikina eins og við gerðum í undankeppninni er aldrei að vita hversu langt við náum. En ef við erum raunsæir þá erum við ekki að fara á EM sem sigurstranglegasta liðið,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira