Rússneskir rannsakendur komnir á slysstað Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 14:01 Forsætisráðherra Egyptalands, Sherif Ismail, kannar hér aðstæður á slysstaðnum í Hassan. vísir/ap Lík þeirra sem létust þegar farþegaþota sem stefndi á St. Pétursborg hrapaði skömmu eftir flugtak frá sumarleyfisstað í Egyptalandi í gær verða flutt til Rússlands á næstunni. Rússneskir rannsakendur komu á slysstaðinn á Sínaí-skaga í dag. Af þeim 224 sem voru um borði í Metrojet Airbus A321-200 vélinni hefur líkum 163 þeirra verið flogið til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, þar sem þeim hefur verið komið fyrir í líkhúsi. Að sögn egypskra stjórnvalda munu flutningar á líkunum áfram til Rússlands hefjast seinni partinn í dag.Sjá einnig: Allir farþegar vélarinnar létu lífið Þrír ráðherrar rússnesku ríkisstjórnarinnar hafa ferðast um slysstaðinn í dag og munu þeir einnig yfirfara gögn úr svarta kassa vélarinnar, sem og að hlýða á upptökur úr flugstjórnarklefanum.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC fréttastofunnar um slysið og ástandið á flugvellinum í St. Pétursborg þangað sem för vélarinnar var heitið.„Búið er að ná flugritanum úr vélinni og greining er hafin á því hvað gerðist og hvað leiddi til hrapsins,“ sagði Mohammed Abdel-Rahman hjá egypsku flugmálastofnuninni í samtali við ABC. „Öll umræða fram að því eru getgátur“ Allir farþegar vélarinnar létust er hún brotlenti á Sínaí-skaga. Af farþegum vélarinnar voru 214 þeirra frá Rússlandi og þrír frá Úkraínu.Sjá einnig: Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnarBrak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um var að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Slysið er það mannskæðasta í sögu Rússlands, sem og Sovétríkjanna og hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands vegna hrapsins. Fjölmörg flugfélög hafa hætt að fljúga yfir Sínaí-skaga, þeirra á meðal Emirates, Lufthansa og Air France, meðan á rannsókn málsins stendur. Að sögn fyrrum eiginkonu annars flugmannanna hafði hann rætt opinskátt við dóttur sína um áhyggjurnar sem hann hefði af öryggisbúnaði vélarinnar sem hrapaði. „Hann kvartaði aftur, fyrir flugið, yfir „tæknilegu ástandi“ vélarinnar sem hann hefði viljað að væri í betra horfi,“ sagði Natalya Trukhacev í samtali við rússneska fjölmiðla. Tengdar fréttir Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Lík þeirra sem létust þegar farþegaþota sem stefndi á St. Pétursborg hrapaði skömmu eftir flugtak frá sumarleyfisstað í Egyptalandi í gær verða flutt til Rússlands á næstunni. Rússneskir rannsakendur komu á slysstaðinn á Sínaí-skaga í dag. Af þeim 224 sem voru um borði í Metrojet Airbus A321-200 vélinni hefur líkum 163 þeirra verið flogið til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, þar sem þeim hefur verið komið fyrir í líkhúsi. Að sögn egypskra stjórnvalda munu flutningar á líkunum áfram til Rússlands hefjast seinni partinn í dag.Sjá einnig: Allir farþegar vélarinnar létu lífið Þrír ráðherrar rússnesku ríkisstjórnarinnar hafa ferðast um slysstaðinn í dag og munu þeir einnig yfirfara gögn úr svarta kassa vélarinnar, sem og að hlýða á upptökur úr flugstjórnarklefanum.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC fréttastofunnar um slysið og ástandið á flugvellinum í St. Pétursborg þangað sem för vélarinnar var heitið.„Búið er að ná flugritanum úr vélinni og greining er hafin á því hvað gerðist og hvað leiddi til hrapsins,“ sagði Mohammed Abdel-Rahman hjá egypsku flugmálastofnuninni í samtali við ABC. „Öll umræða fram að því eru getgátur“ Allir farþegar vélarinnar létust er hún brotlenti á Sínaí-skaga. Af farþegum vélarinnar voru 214 þeirra frá Rússlandi og þrír frá Úkraínu.Sjá einnig: Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnarBrak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um var að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Slysið er það mannskæðasta í sögu Rússlands, sem og Sovétríkjanna og hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands vegna hrapsins. Fjölmörg flugfélög hafa hætt að fljúga yfir Sínaí-skaga, þeirra á meðal Emirates, Lufthansa og Air France, meðan á rannsókn málsins stendur. Að sögn fyrrum eiginkonu annars flugmannanna hafði hann rætt opinskátt við dóttur sína um áhyggjurnar sem hann hefði af öryggisbúnaði vélarinnar sem hrapaði. „Hann kvartaði aftur, fyrir flugið, yfir „tæknilegu ástandi“ vélarinnar sem hann hefði viljað að væri í betra horfi,“ sagði Natalya Trukhacev í samtali við rússneska fjölmiðla.
Tengdar fréttir Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22
Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46