Í lífshættu vegna mistaka í tölvukerfi Landspítala Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 19:30 Hægt hefði verið að koma í veg fyrir lífshættuleg veikindi ungrar stúlku í sumar, ef ekki hefði verið fyrir mistök í skráningum tölvukerfis Landspítala, þar sem gleymdist að láta lækna vita af alvarlegri sýkingu sem hún greindist með. Móðir hennar segir skelfilegt að vita til þess að kerfið á spítalanum sé ekki að virka. Erna Rut Sigurðardóttir leitaði á bráðamóttöku í júní eftir að hafa verið með slæma kviðverki í nokkra daga. Tekin voru sýni, blóð og þvagprufa. Verkurinn virtist meinlaus og Erna var send heim. Viku síðar kom móðir Ernu að henni nánast rænulausri í svefnherbergi sínu. Hún var flutt með hraði á bráðamóttöku með háan hita, samfallin lungu og brengluð lífsmörk. Hún var lögð inn á gjörgæslu og þar kom í ljós að hún var í eiturlosti af völdum streptókokka A, sem er sjaldgjæf og hættuleg sýking þar sem dánartíðnin er fimmtíu prósent. Erna var með silíkonpúða í brjóstum sem sýkingin barst í, og urðu þeir svo sýktir að drep kom í annað brjóstið. Því þurfti hún að gangast undir bráðaaðgerð til að fjarlægja púðana.„Miðað við það sem læknarnir sögðu var kraftaverk að þeir gátu bjargað henni en ég fer að nefna það þegar hún er komin upp á gjörgæslu að það hafi verið tekin þvagsýni. Þá er farið að athuga það og kemur í ljós að það hafði greinst þessi tegund af sýkingu sem er mjög hættuleg. En það hafði aldrei verið hringt í Ernu til að kalla hana inn í lyfjagjöf sem hefði sannarlega þurft að gera,“ segir Anna Ólafsdóttir móðir Ernu. Niðurstaðan hafði einfaldlega ekki borist áfram í kerfinu.Sjá einnig: Hægt að rekja dauðsföll á Landspítala til úrelts sjúkraskrárkerfis.„Að mínu mati er þarna mikill brestur í kerfinu, að hún skuli ekki vera kölluð inn. Eftir því sem að mér var sagt, þegar það var hringt í mig til að láta mig vita að þarna hefðu orðið mistök að hún hefði aldrei þurft að ganga í gegnum þessi hrikalegu veikindi ef hún hefði verið kölluð inn þarna fjórum dögum fyrr til að gefa henni lyf við þessu. Mér finnst bara skelfilegt að vita til þess að kerfið sé ekki að virka uppi á spítala. Það virðist ekki komast til skila þegar það koma niðurstöður úr ræktunum og öðru slíku. Það eru engar bjöllur sem klingja,“ segir Anna. Erna dvaldi í 7 daga á gjörgæslu og í tíu daga á almennri deild og vill taka fram að þeir sem önnuðust hana þar hafi staðið faglega að verki. Veikindin hafi þó tekið mikið á hana bæði andlega og líkamlega og er hún enn að ná sér eftir þau. „Maður treystir því að geta leitað á þessa stofnun og því sem kemur þar í ljós. Ég gat greinilega ekki gert það í þessu tilfelli og það er mjög leiðinlegt að hugsa til þess að þetta hefur gerst áður og þetta mun gerast aftur. Mér finnst það ekki í lagi. Að hugsa til þess að ég hefði getað sloppið við þetta er ekki skemmtilegt,“ segir Erna. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Hægt hefði verið að koma í veg fyrir lífshættuleg veikindi ungrar stúlku í sumar, ef ekki hefði verið fyrir mistök í skráningum tölvukerfis Landspítala, þar sem gleymdist að láta lækna vita af alvarlegri sýkingu sem hún greindist með. Móðir hennar segir skelfilegt að vita til þess að kerfið á spítalanum sé ekki að virka. Erna Rut Sigurðardóttir leitaði á bráðamóttöku í júní eftir að hafa verið með slæma kviðverki í nokkra daga. Tekin voru sýni, blóð og þvagprufa. Verkurinn virtist meinlaus og Erna var send heim. Viku síðar kom móðir Ernu að henni nánast rænulausri í svefnherbergi sínu. Hún var flutt með hraði á bráðamóttöku með háan hita, samfallin lungu og brengluð lífsmörk. Hún var lögð inn á gjörgæslu og þar kom í ljós að hún var í eiturlosti af völdum streptókokka A, sem er sjaldgjæf og hættuleg sýking þar sem dánartíðnin er fimmtíu prósent. Erna var með silíkonpúða í brjóstum sem sýkingin barst í, og urðu þeir svo sýktir að drep kom í annað brjóstið. Því þurfti hún að gangast undir bráðaaðgerð til að fjarlægja púðana.„Miðað við það sem læknarnir sögðu var kraftaverk að þeir gátu bjargað henni en ég fer að nefna það þegar hún er komin upp á gjörgæslu að það hafi verið tekin þvagsýni. Þá er farið að athuga það og kemur í ljós að það hafði greinst þessi tegund af sýkingu sem er mjög hættuleg. En það hafði aldrei verið hringt í Ernu til að kalla hana inn í lyfjagjöf sem hefði sannarlega þurft að gera,“ segir Anna Ólafsdóttir móðir Ernu. Niðurstaðan hafði einfaldlega ekki borist áfram í kerfinu.Sjá einnig: Hægt að rekja dauðsföll á Landspítala til úrelts sjúkraskrárkerfis.„Að mínu mati er þarna mikill brestur í kerfinu, að hún skuli ekki vera kölluð inn. Eftir því sem að mér var sagt, þegar það var hringt í mig til að láta mig vita að þarna hefðu orðið mistök að hún hefði aldrei þurft að ganga í gegnum þessi hrikalegu veikindi ef hún hefði verið kölluð inn þarna fjórum dögum fyrr til að gefa henni lyf við þessu. Mér finnst bara skelfilegt að vita til þess að kerfið sé ekki að virka uppi á spítala. Það virðist ekki komast til skila þegar það koma niðurstöður úr ræktunum og öðru slíku. Það eru engar bjöllur sem klingja,“ segir Anna. Erna dvaldi í 7 daga á gjörgæslu og í tíu daga á almennri deild og vill taka fram að þeir sem önnuðust hana þar hafi staðið faglega að verki. Veikindin hafi þó tekið mikið á hana bæði andlega og líkamlega og er hún enn að ná sér eftir þau. „Maður treystir því að geta leitað á þessa stofnun og því sem kemur þar í ljós. Ég gat greinilega ekki gert það í þessu tilfelli og það er mjög leiðinlegt að hugsa til þess að þetta hefur gerst áður og þetta mun gerast aftur. Mér finnst það ekki í lagi. Að hugsa til þess að ég hefði getað sloppið við þetta er ekki skemmtilegt,“ segir Erna.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira