Í lífshættu vegna mistaka í tölvukerfi Landspítala Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 19:30 Hægt hefði verið að koma í veg fyrir lífshættuleg veikindi ungrar stúlku í sumar, ef ekki hefði verið fyrir mistök í skráningum tölvukerfis Landspítala, þar sem gleymdist að láta lækna vita af alvarlegri sýkingu sem hún greindist með. Móðir hennar segir skelfilegt að vita til þess að kerfið á spítalanum sé ekki að virka. Erna Rut Sigurðardóttir leitaði á bráðamóttöku í júní eftir að hafa verið með slæma kviðverki í nokkra daga. Tekin voru sýni, blóð og þvagprufa. Verkurinn virtist meinlaus og Erna var send heim. Viku síðar kom móðir Ernu að henni nánast rænulausri í svefnherbergi sínu. Hún var flutt með hraði á bráðamóttöku með háan hita, samfallin lungu og brengluð lífsmörk. Hún var lögð inn á gjörgæslu og þar kom í ljós að hún var í eiturlosti af völdum streptókokka A, sem er sjaldgjæf og hættuleg sýking þar sem dánartíðnin er fimmtíu prósent. Erna var með silíkonpúða í brjóstum sem sýkingin barst í, og urðu þeir svo sýktir að drep kom í annað brjóstið. Því þurfti hún að gangast undir bráðaaðgerð til að fjarlægja púðana.„Miðað við það sem læknarnir sögðu var kraftaverk að þeir gátu bjargað henni en ég fer að nefna það þegar hún er komin upp á gjörgæslu að það hafi verið tekin þvagsýni. Þá er farið að athuga það og kemur í ljós að það hafði greinst þessi tegund af sýkingu sem er mjög hættuleg. En það hafði aldrei verið hringt í Ernu til að kalla hana inn í lyfjagjöf sem hefði sannarlega þurft að gera,“ segir Anna Ólafsdóttir móðir Ernu. Niðurstaðan hafði einfaldlega ekki borist áfram í kerfinu.Sjá einnig: Hægt að rekja dauðsföll á Landspítala til úrelts sjúkraskrárkerfis.„Að mínu mati er þarna mikill brestur í kerfinu, að hún skuli ekki vera kölluð inn. Eftir því sem að mér var sagt, þegar það var hringt í mig til að láta mig vita að þarna hefðu orðið mistök að hún hefði aldrei þurft að ganga í gegnum þessi hrikalegu veikindi ef hún hefði verið kölluð inn þarna fjórum dögum fyrr til að gefa henni lyf við þessu. Mér finnst bara skelfilegt að vita til þess að kerfið sé ekki að virka uppi á spítala. Það virðist ekki komast til skila þegar það koma niðurstöður úr ræktunum og öðru slíku. Það eru engar bjöllur sem klingja,“ segir Anna. Erna dvaldi í 7 daga á gjörgæslu og í tíu daga á almennri deild og vill taka fram að þeir sem önnuðust hana þar hafi staðið faglega að verki. Veikindin hafi þó tekið mikið á hana bæði andlega og líkamlega og er hún enn að ná sér eftir þau. „Maður treystir því að geta leitað á þessa stofnun og því sem kemur þar í ljós. Ég gat greinilega ekki gert það í þessu tilfelli og það er mjög leiðinlegt að hugsa til þess að þetta hefur gerst áður og þetta mun gerast aftur. Mér finnst það ekki í lagi. Að hugsa til þess að ég hefði getað sloppið við þetta er ekki skemmtilegt,“ segir Erna. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Hægt hefði verið að koma í veg fyrir lífshættuleg veikindi ungrar stúlku í sumar, ef ekki hefði verið fyrir mistök í skráningum tölvukerfis Landspítala, þar sem gleymdist að láta lækna vita af alvarlegri sýkingu sem hún greindist með. Móðir hennar segir skelfilegt að vita til þess að kerfið á spítalanum sé ekki að virka. Erna Rut Sigurðardóttir leitaði á bráðamóttöku í júní eftir að hafa verið með slæma kviðverki í nokkra daga. Tekin voru sýni, blóð og þvagprufa. Verkurinn virtist meinlaus og Erna var send heim. Viku síðar kom móðir Ernu að henni nánast rænulausri í svefnherbergi sínu. Hún var flutt með hraði á bráðamóttöku með háan hita, samfallin lungu og brengluð lífsmörk. Hún var lögð inn á gjörgæslu og þar kom í ljós að hún var í eiturlosti af völdum streptókokka A, sem er sjaldgjæf og hættuleg sýking þar sem dánartíðnin er fimmtíu prósent. Erna var með silíkonpúða í brjóstum sem sýkingin barst í, og urðu þeir svo sýktir að drep kom í annað brjóstið. Því þurfti hún að gangast undir bráðaaðgerð til að fjarlægja púðana.„Miðað við það sem læknarnir sögðu var kraftaverk að þeir gátu bjargað henni en ég fer að nefna það þegar hún er komin upp á gjörgæslu að það hafi verið tekin þvagsýni. Þá er farið að athuga það og kemur í ljós að það hafði greinst þessi tegund af sýkingu sem er mjög hættuleg. En það hafði aldrei verið hringt í Ernu til að kalla hana inn í lyfjagjöf sem hefði sannarlega þurft að gera,“ segir Anna Ólafsdóttir móðir Ernu. Niðurstaðan hafði einfaldlega ekki borist áfram í kerfinu.Sjá einnig: Hægt að rekja dauðsföll á Landspítala til úrelts sjúkraskrárkerfis.„Að mínu mati er þarna mikill brestur í kerfinu, að hún skuli ekki vera kölluð inn. Eftir því sem að mér var sagt, þegar það var hringt í mig til að láta mig vita að þarna hefðu orðið mistök að hún hefði aldrei þurft að ganga í gegnum þessi hrikalegu veikindi ef hún hefði verið kölluð inn þarna fjórum dögum fyrr til að gefa henni lyf við þessu. Mér finnst bara skelfilegt að vita til þess að kerfið sé ekki að virka uppi á spítala. Það virðist ekki komast til skila þegar það koma niðurstöður úr ræktunum og öðru slíku. Það eru engar bjöllur sem klingja,“ segir Anna. Erna dvaldi í 7 daga á gjörgæslu og í tíu daga á almennri deild og vill taka fram að þeir sem önnuðust hana þar hafi staðið faglega að verki. Veikindin hafi þó tekið mikið á hana bæði andlega og líkamlega og er hún enn að ná sér eftir þau. „Maður treystir því að geta leitað á þessa stofnun og því sem kemur þar í ljós. Ég gat greinilega ekki gert það í þessu tilfelli og það er mjög leiðinlegt að hugsa til þess að þetta hefur gerst áður og þetta mun gerast aftur. Mér finnst það ekki í lagi. Að hugsa til þess að ég hefði getað sloppið við þetta er ekki skemmtilegt,“ segir Erna.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent