Formaður HRFÍ: English Bull Terrier hugrakkur, fjörmikill og góður innan um fólk sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 12:50 Fjölskyldan vildi Rjóma hingað til lands á þeim forsendum að hann tengdist henni tilfinningaböndum. Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að rökstyðja þyrfti betur hvers vegna innflutningur á hundum af tegundinni English Bull Terrier sé ekki leyfilegur hér á landi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum íslenskrar fjölskyldu sem vildi flytja slíkan hund inn til landsins. „Dómurinn leggur á það áherslu að þessu mati MAST hefur ekki verið hnekkt. Það þýðir öðrum orðum að það hafi ekki tekist sönnun á því að matið sem MAST lagði til grundvallar hafi verið rangt. Þannig að það verður skemmtielgt að fylgjast með því hvort þessum héraðsdómi verði hreinlega áfrýjað og hvort þetta verði þá við meðferð málsins skoðað betur og rökstutt betur þannig að við fáum afstöðu dómsvaldsins byggða á greinargóðum rökum," sagði Herdís í Bítinu í morgun. Fjölskyldan hefur verið búsett í Noregi um nokkurra ára skeið en hugðist flytjast búferlum til Íslands á næstunni. Hundur þeirra, Rjómi, er af tegundinni English Bull Terrier en sú tegund hefur verið bönnuð hér á landi frá árinu 2004. Að sögn Matvælastofnunar er það meðal annars vegna þess að Bull Terrier hundar og Pit Bull Terrier hundar eiga sér sameiginlega forfeður sem notaðir hafi verið við bjarna- og nautaat og síðar hundaat í Bretlandi. Herdís fór í saumana á málinu í Bítinu í morgun. „Í kringum 1850 þá voru þeir ræktaðir í Englandi aðallega í þeim tilgangi að slást hver við annan í svokölluðu hundaati. En þeir voru lélegir til þess brúks og því ræktunin fljótlega úr því að leggja upp úr þessari árásarhneigð yfir í það að rækta í rauninni gæludýr. Útlit hundsins hefur breyst og jafnframt hefur líka blandast inn í tegundina aðrar tegundir. Þar má nefna að í þessari tegund eru Dalmatíuhundar, Border Collie, Borzoi, þannig að þeir eru komnir ansi langt frá uppruna sínum," útskýrir hún. „Í ræktunarstaðli þessarar tegundar í dag þá er skapgerðinni lýst þannig að þetta sé hugrakkur hundur, hann sé fjörmikill fjörkálfur með jafnaðargeð og viðráðanlegur við þjálfun. Þótt hann sé þrjóskur þá á hann að vera góður innan um fólk.“ Herdís segir félagið þó ekki taka afstöðu til málsins en að ljóst sé að þarna sé um fjölskyldumeðlim að ræða, og að afar sorglegt sé að fjölskyldan þurfi að skilja einn meðlim eftir í Noregi. „Við verðum að taka tillit til þess að hér er það fjölskylda sem er að flytjast heim og það er í rauninni verið að segja fjölskyldunni að þau þurfi að skilja einn meðlim fjölskyldunnar eftir. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því. “Hlusta má á viðtalið við Herdísi í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að rökstyðja þyrfti betur hvers vegna innflutningur á hundum af tegundinni English Bull Terrier sé ekki leyfilegur hér á landi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum íslenskrar fjölskyldu sem vildi flytja slíkan hund inn til landsins. „Dómurinn leggur á það áherslu að þessu mati MAST hefur ekki verið hnekkt. Það þýðir öðrum orðum að það hafi ekki tekist sönnun á því að matið sem MAST lagði til grundvallar hafi verið rangt. Þannig að það verður skemmtielgt að fylgjast með því hvort þessum héraðsdómi verði hreinlega áfrýjað og hvort þetta verði þá við meðferð málsins skoðað betur og rökstutt betur þannig að við fáum afstöðu dómsvaldsins byggða á greinargóðum rökum," sagði Herdís í Bítinu í morgun. Fjölskyldan hefur verið búsett í Noregi um nokkurra ára skeið en hugðist flytjast búferlum til Íslands á næstunni. Hundur þeirra, Rjómi, er af tegundinni English Bull Terrier en sú tegund hefur verið bönnuð hér á landi frá árinu 2004. Að sögn Matvælastofnunar er það meðal annars vegna þess að Bull Terrier hundar og Pit Bull Terrier hundar eiga sér sameiginlega forfeður sem notaðir hafi verið við bjarna- og nautaat og síðar hundaat í Bretlandi. Herdís fór í saumana á málinu í Bítinu í morgun. „Í kringum 1850 þá voru þeir ræktaðir í Englandi aðallega í þeim tilgangi að slást hver við annan í svokölluðu hundaati. En þeir voru lélegir til þess brúks og því ræktunin fljótlega úr því að leggja upp úr þessari árásarhneigð yfir í það að rækta í rauninni gæludýr. Útlit hundsins hefur breyst og jafnframt hefur líka blandast inn í tegundina aðrar tegundir. Þar má nefna að í þessari tegund eru Dalmatíuhundar, Border Collie, Borzoi, þannig að þeir eru komnir ansi langt frá uppruna sínum," útskýrir hún. „Í ræktunarstaðli þessarar tegundar í dag þá er skapgerðinni lýst þannig að þetta sé hugrakkur hundur, hann sé fjörmikill fjörkálfur með jafnaðargeð og viðráðanlegur við þjálfun. Þótt hann sé þrjóskur þá á hann að vera góður innan um fólk.“ Herdís segir félagið þó ekki taka afstöðu til málsins en að ljóst sé að þarna sé um fjölskyldumeðlim að ræða, og að afar sorglegt sé að fjölskyldan þurfi að skilja einn meðlim eftir í Noregi. „Við verðum að taka tillit til þess að hér er það fjölskylda sem er að flytjast heim og það er í rauninni verið að segja fjölskyldunni að þau þurfi að skilja einn meðlim fjölskyldunnar eftir. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því. “Hlusta má á viðtalið við Herdísi í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09