Pablo Punyed: Ég veit hvers virði ég er Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 14:13 Pablo Punyed Pablo Punyed, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta undanfarin tvö ár, gekk í dag í raðir ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Punyed kom til Íslands 2012 og spilaði í 1. deildinni með Fjölni áður en hann gekk í raðir Fylkis 2013 og svo Stjörnunnar 2014 þar sem hann varð Íslandsmeistari í fyrra. „Bjarni [Jóhannsson, þjálfari] er með gott plan og þetta félag er á uppleið. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Punyed við Vísi í dag um ástæðu vistaskiptanna.Vill spila á miðjunni „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég átti góðan tíma í Stjörnunni og Silfurskeiðin er líklega besta stuðningsmannasveit á Íslandi.“ „Strákarnir í Stjörnunni eru vinir mínir en það var kominn tími á nýja áskorun og nýtt ævintýri. Ég er mjög spenntur. „Það er ekki langt síðan ÍBV var í Evrópukeppni. Þetta er félag með mikla sögu og ég vil koma með bikara aftur til Eyja,“ sagði Punyed. Pablo Punyed brá sér í allra kvikinda líki inn á vellinum með Stjörnunni og spilaði margar stöður. Hann var orðinn þreyttur á því. „Bjarni vill að ég spili í minni stöðu alltaf og ég vil nýta mér það og verða betri leikmaður,“ sagði El Salvadorinn. „Það var ekki auðvelt að vita hvar ég myndi spila í næsta leik hjá Stjörnunni því þar spilaði ég hægri bakvörð, vinstri bakvörð, á miðjunni og úti á kanti. Ég lít á mig sem miðjumann sem spilar á miðri miðjunni og Bjarni bauð mér að spila þar.“Ekki nógu gott tilboð í Garðabænum Punyed er þriðji lykilmaðurinn sem yfirgefur Stjörnuna eftir tímabilið, en áður voru Gunnar Nielsen farinn í FH og Michael Præst í KR. „Þetta tengist félaginu ekkert eins og Gunnar Nielsen og Michael Præst töluðu um. Við erum allir bara að leita að nýjum áskorunum. Við vorum allir ánægðir í Stjörnunni en erum líka spenntir fyrir nýjum verkefnum okkar,“ sagði Punyed sem fékk samningstilboð frá Stjörnunni sem honum leist ekkert á. „Það var ekki tilboð sem ég vildi. Við reyndum að semja en það gekk ekki upp. Bjarni kom með áætlun sem mér leist á og því valdi ég ÍBV,“ sagði hann. En er Stjarnan þá að hans mati að bjóða leikmönnum of lága samninga? „Ég veit ekki með þá tvo en hver og einn leikmaður veit hvers hann er virði. Á endanum skrifar maður undir þann samning sem inniheldur þá upphæð sem manni finnst maður verðskulda,“ sagði Pablo Punyed. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Pablo Punyed, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta undanfarin tvö ár, gekk í dag í raðir ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Punyed kom til Íslands 2012 og spilaði í 1. deildinni með Fjölni áður en hann gekk í raðir Fylkis 2013 og svo Stjörnunnar 2014 þar sem hann varð Íslandsmeistari í fyrra. „Bjarni [Jóhannsson, þjálfari] er með gott plan og þetta félag er á uppleið. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Punyed við Vísi í dag um ástæðu vistaskiptanna.Vill spila á miðjunni „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég átti góðan tíma í Stjörnunni og Silfurskeiðin er líklega besta stuðningsmannasveit á Íslandi.“ „Strákarnir í Stjörnunni eru vinir mínir en það var kominn tími á nýja áskorun og nýtt ævintýri. Ég er mjög spenntur. „Það er ekki langt síðan ÍBV var í Evrópukeppni. Þetta er félag með mikla sögu og ég vil koma með bikara aftur til Eyja,“ sagði Punyed. Pablo Punyed brá sér í allra kvikinda líki inn á vellinum með Stjörnunni og spilaði margar stöður. Hann var orðinn þreyttur á því. „Bjarni vill að ég spili í minni stöðu alltaf og ég vil nýta mér það og verða betri leikmaður,“ sagði El Salvadorinn. „Það var ekki auðvelt að vita hvar ég myndi spila í næsta leik hjá Stjörnunni því þar spilaði ég hægri bakvörð, vinstri bakvörð, á miðjunni og úti á kanti. Ég lít á mig sem miðjumann sem spilar á miðri miðjunni og Bjarni bauð mér að spila þar.“Ekki nógu gott tilboð í Garðabænum Punyed er þriðji lykilmaðurinn sem yfirgefur Stjörnuna eftir tímabilið, en áður voru Gunnar Nielsen farinn í FH og Michael Præst í KR. „Þetta tengist félaginu ekkert eins og Gunnar Nielsen og Michael Præst töluðu um. Við erum allir bara að leita að nýjum áskorunum. Við vorum allir ánægðir í Stjörnunni en erum líka spenntir fyrir nýjum verkefnum okkar,“ sagði Punyed sem fékk samningstilboð frá Stjörnunni sem honum leist ekkert á. „Það var ekki tilboð sem ég vildi. Við reyndum að semja en það gekk ekki upp. Bjarni kom með áætlun sem mér leist á og því valdi ég ÍBV,“ sagði hann. En er Stjarnan þá að hans mati að bjóða leikmönnum of lága samninga? „Ég veit ekki með þá tvo en hver og einn leikmaður veit hvers hann er virði. Á endanum skrifar maður undir þann samning sem inniheldur þá upphæð sem manni finnst maður verðskulda,“ sagði Pablo Punyed.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira