Bjarni: Höfum ekkert við menn að gera sem vilja ekki vera í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 14:34 Bjarni Jóhannsson með Pablo Punyed á blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega kampakátur í dag þegar Pablo Punyed, miðjumaðurinn öflugi, skrifaði undir tveggja ára samning við Eyjaliðið. Punyed, sem var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar í fyrra, hefur spilað hér á landi síðan 2012.„Þetta er stórt nafn í íslenskum fótbolta og einn af betri miðjumönnunum,“ segir Bjarni.Sjá einnig:Pablo Punyed: Ég veit hvers virði ég er „Við erum að endurnýja liðið okkar. Það verða töluverðar breytingar á því. Þetta er flott byrjun á því,“ segir hann, en Bjarni ætlar að fá fleiri leikmenn til liðsins á næstu vikum. „Við viljum helst að ná í betri leikmenn en voru hjá liðinu í fyrra. Það verður svolítil uppstokkun á okkar hópi núna. Þetta er frábær byrjun á því og vonandi verða þeir leikmenn sem við náum í á næstunni í stíl við þessi kaup.“Myrkraverk ÍBV missti á dögunum tvo byrjunarliðsmenn; Víði Þorvarðarson og Spánverjann José „Sito“ Enrique sem báðir fóru í Fylki. Bjarni vildi halda þeim báðum. „Að sjálfsögðu vildi ég halda öllum leikmannahópnum en ef menn vilja ekki vera í Vestmannaeyjum höfum við ekkert að gera við þá. Það er afskaplega einfalt,“ sagði Bjarni. „Það er ekki hægt að líkja brotthvarfi Víðis og Sito saman. Víðir taldi sig þurfa á nýrri áskorun að halda. Hann var samningslaus og réði ferðinni sjálfur. Ég vildi halda honum og Sito en það voru einhver myrkraverk í því dæmi.“Hemma boðið á Þjóðhátíð Sem fyrr segir fóru þeir báðir í Fylki þar sem Eyjamaðurinn sjálfur, Hermann Hreiðarsson, er maðurinn í brúnni. Er hann velkominn á Þjóðhátíð eftir þessar ránsferðir til Eyja? „Já, örugglega. Það er alltaf líf í kringum Hemma. Hann verður alltaf Vestmannaeyingur en þessi bransi er bara harður. Baráttan á leikmannamarkaðnum er ekkert minni en baráttan inni á vellinum,“ segir Bjarni, en hvað vill hann gera með Eyjaliðið á næstu leiktíð? „Ég vil komast úr þessari fallbaráttu til að byrja með. Við gefum engar stærri yfirlýsingar í bili. Við reynnum að manna okkur almennilega upp núna, æfa vel í vetur og mæta með ferskan leikstíl næsta vor,“ segir Bjarni Jóhannsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega kampakátur í dag þegar Pablo Punyed, miðjumaðurinn öflugi, skrifaði undir tveggja ára samning við Eyjaliðið. Punyed, sem var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar í fyrra, hefur spilað hér á landi síðan 2012.„Þetta er stórt nafn í íslenskum fótbolta og einn af betri miðjumönnunum,“ segir Bjarni.Sjá einnig:Pablo Punyed: Ég veit hvers virði ég er „Við erum að endurnýja liðið okkar. Það verða töluverðar breytingar á því. Þetta er flott byrjun á því,“ segir hann, en Bjarni ætlar að fá fleiri leikmenn til liðsins á næstu vikum. „Við viljum helst að ná í betri leikmenn en voru hjá liðinu í fyrra. Það verður svolítil uppstokkun á okkar hópi núna. Þetta er frábær byrjun á því og vonandi verða þeir leikmenn sem við náum í á næstunni í stíl við þessi kaup.“Myrkraverk ÍBV missti á dögunum tvo byrjunarliðsmenn; Víði Þorvarðarson og Spánverjann José „Sito“ Enrique sem báðir fóru í Fylki. Bjarni vildi halda þeim báðum. „Að sjálfsögðu vildi ég halda öllum leikmannahópnum en ef menn vilja ekki vera í Vestmannaeyjum höfum við ekkert að gera við þá. Það er afskaplega einfalt,“ sagði Bjarni. „Það er ekki hægt að líkja brotthvarfi Víðis og Sito saman. Víðir taldi sig þurfa á nýrri áskorun að halda. Hann var samningslaus og réði ferðinni sjálfur. Ég vildi halda honum og Sito en það voru einhver myrkraverk í því dæmi.“Hemma boðið á Þjóðhátíð Sem fyrr segir fóru þeir báðir í Fylki þar sem Eyjamaðurinn sjálfur, Hermann Hreiðarsson, er maðurinn í brúnni. Er hann velkominn á Þjóðhátíð eftir þessar ránsferðir til Eyja? „Já, örugglega. Það er alltaf líf í kringum Hemma. Hann verður alltaf Vestmannaeyingur en þessi bransi er bara harður. Baráttan á leikmannamarkaðnum er ekkert minni en baráttan inni á vellinum,“ segir Bjarni, en hvað vill hann gera með Eyjaliðið á næstu leiktíð? „Ég vil komast úr þessari fallbaráttu til að byrja með. Við gefum engar stærri yfirlýsingar í bili. Við reynnum að manna okkur almennilega upp núna, æfa vel í vetur og mæta með ferskan leikstíl næsta vor,“ segir Bjarni Jóhannsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira