Innlent

Vont veður kemur í veg fyrir björgunarstörf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Perlan sökk á þrjátíu mínútum.
Perlan sökk á þrjátíu mínútum. vísir/E. Ól.
Vegna veðurs eru litlar líkur á því að hægt verði að vinna við það að koma Perlunni á flot í dag.

„Það er svo slæmt veður eins og þú sérð að það er erfitt að kafa núna. Það lægir ekki fyrr en seinni partinn og þá erum við búin að missa af fjörunni í kvöld,“ segir Jóhann Garðar Jóhannsson útgerðarstóri Björgunar sem gerir út Perluna. Hann gerir ráð fyrir að málið verði skoðað aftur á morgun.

Sanddæluskipið Perlan var að koma úr slipp á mánudaginn þegar skyndilegur leki kom að skipinu. Skipinu var komið fyrir fremst á Ægisgarði þar sem það fylltist af sjó og sökk á um það bil 30 mínútum. Til stóð að dæla úr skipinu í gær og koma því á flot. En bakslag kom í aðgerðirnar þegar rúður gáfu sig í brú skipsins og sjór flæddi inn. Dælurnar höfðu ekki undan og varð að hætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×