Hælisleitandi frá Súdan óttast að verða sendur til Ítalíu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 19:45 Hælisleitandi frá Súdan sem á að senda aftur til Ítalíu fær ekki gjafsóknarleyfi til að áfrýja ákvörðun Útlendingastofnunar til dómstóla. Hann hefur dvalið á geðdeild undanfarið vegna þunglyndis og segist fyrirfara sér ef hann verði sendur til baka. Enn er ekki vitað hvort brottvísunum til Ítalíu og Grikklands verði framfylgt þrátt fyrir ástandið þar.Breytt stefna í máli hælisleitendaÞetta ekki eina málið þar sem hælisleitendum er synjað um gjafsókn. Innanríkisráðuneytið virðist hafa breytt stefnu sinni í málinu án þess að kynna þá ákvörðun formlega. Katrín Oddsdóttir lögmaður segir alvarlegt að meina viðkvæmum minnihlutahópi að sækja rétt sinn. Þessi hópur eigi enga möguleika á að sækja mál fyrir íslenskum dómstólum að öðrum kosti.Á flótta frá barnsaldriEinn þeirra sem fær ekki að áfrýja máli sínu er Iz Eidin Mouhammed, ungur strákur, frá Darfúr í Súdan sem er skjólstæðingur Katrínar. Hann hefur verið á flótta frá barnsaldri. Fyrst dvaldi hann í Lýbíu eða þar til hann neyddist til að flýja þaðan vegna borgarastríðs til Ítalíu. Þar svaf hann á götunni ásamt fleiri heimilislausum flóttamönnum. Vinur hans Aliaguat Suliman sem er einnig frá Darfúr-héraði segir að hann sé mjög veikur og hafi farið í hungurverkfall eftir að ákvörðun Útlendingastofnunar lá fyrir.Engin framtíð í ÍtalíuIz Eidin hefur þurft að vera á geðdeild vegna alvarlegs þunglyndis og segist ætla að fyrirfara sér ,ef hann verður sendur aftur til Ítalíu. Aliaguat óttast að hann geri alvöru úr hótun sinni enda eigi hann enga framtíð í Ítalíu. Það sé í raun jafn slæmt fyrir hann að fara þangað og að vera sendur aftur til Súdan. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti því yfir fyrir nokkrum mánuðum að ekki væri óhætt að senda hælisleitendur til Grikklands og Ítalíu vegna ástandsins þar. Síðan þá hafa komið nokkrir úrskurðir um að senda eigi hælisleitendur til baka en óljóst er hvort þeim verður framfylgt, þar sem málið er í skoðun. Katrín Oddssdóttur segir að það sé einkennileg biðstaða í gangi og ekki sé vitað hversu lengi vari. „Það er einhver lögfræðilegur ómöguleiki í gangi. Það má ekki visa honum til Ítalíu í bili, hann er alltof veikur til að þola flutning samkvæmt áliti lækna. Það veit enginn hvað gerist í lífi hans og við megum ekki bera málið undir dómstóla.” Flóttamenn Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Hælisleitandi frá Súdan sem á að senda aftur til Ítalíu fær ekki gjafsóknarleyfi til að áfrýja ákvörðun Útlendingastofnunar til dómstóla. Hann hefur dvalið á geðdeild undanfarið vegna þunglyndis og segist fyrirfara sér ef hann verði sendur til baka. Enn er ekki vitað hvort brottvísunum til Ítalíu og Grikklands verði framfylgt þrátt fyrir ástandið þar.Breytt stefna í máli hælisleitendaÞetta ekki eina málið þar sem hælisleitendum er synjað um gjafsókn. Innanríkisráðuneytið virðist hafa breytt stefnu sinni í málinu án þess að kynna þá ákvörðun formlega. Katrín Oddsdóttir lögmaður segir alvarlegt að meina viðkvæmum minnihlutahópi að sækja rétt sinn. Þessi hópur eigi enga möguleika á að sækja mál fyrir íslenskum dómstólum að öðrum kosti.Á flótta frá barnsaldriEinn þeirra sem fær ekki að áfrýja máli sínu er Iz Eidin Mouhammed, ungur strákur, frá Darfúr í Súdan sem er skjólstæðingur Katrínar. Hann hefur verið á flótta frá barnsaldri. Fyrst dvaldi hann í Lýbíu eða þar til hann neyddist til að flýja þaðan vegna borgarastríðs til Ítalíu. Þar svaf hann á götunni ásamt fleiri heimilislausum flóttamönnum. Vinur hans Aliaguat Suliman sem er einnig frá Darfúr-héraði segir að hann sé mjög veikur og hafi farið í hungurverkfall eftir að ákvörðun Útlendingastofnunar lá fyrir.Engin framtíð í ÍtalíuIz Eidin hefur þurft að vera á geðdeild vegna alvarlegs þunglyndis og segist ætla að fyrirfara sér ,ef hann verður sendur aftur til Ítalíu. Aliaguat óttast að hann geri alvöru úr hótun sinni enda eigi hann enga framtíð í Ítalíu. Það sé í raun jafn slæmt fyrir hann að fara þangað og að vera sendur aftur til Súdan. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti því yfir fyrir nokkrum mánuðum að ekki væri óhætt að senda hælisleitendur til Grikklands og Ítalíu vegna ástandsins þar. Síðan þá hafa komið nokkrir úrskurðir um að senda eigi hælisleitendur til baka en óljóst er hvort þeim verður framfylgt, þar sem málið er í skoðun. Katrín Oddssdóttur segir að það sé einkennileg biðstaða í gangi og ekki sé vitað hversu lengi vari. „Það er einhver lögfræðilegur ómöguleiki í gangi. Það má ekki visa honum til Ítalíu í bili, hann er alltof veikur til að þola flutning samkvæmt áliti lækna. Það veit enginn hvað gerist í lífi hans og við megum ekki bera málið undir dómstóla.”
Flóttamenn Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira