Lífið

Gríma Bjarkar vekur athygli en ætti ekki að koma aðdáendum hennar á óvart

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björk á blaðamannafundinum í dag sem er eftir listamanninn James Merry.
Björk á blaðamannafundinum í dag sem er eftir listamanninn James Merry. vísir/gva
Það hefur vart farið framhjá mörgum að tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hélt blaðamannafund í dag ásamt rithöfundinum Andra Snæ Magnasyni. Fundurinn vakti mikla athygli og var vel sóttur af erlendum og innlendum blaðamönnum en á honum ræddu Björk og Andri Snær að berjast gegn því sem þau kalla stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar.  

Eins og gjarnan er vakti klæðnaður Bjarkar athygli og í þetta skiptið var það nokkurs konar gríma sem hún var með sem fólk velti fyrir hvaðan kom.

Gríman hefur þó varla komið hörðustu aðdáendum söngkonunnar á óvart þar sem hún kom fram með ýmis konar höfuðföt á nýafstaðinni tónleikaferð sinni vegna nýjustu plötu sinnar, Vulnicura.

Var hún til dæmis með sams konar grímu á tónleikum á listahátíðinni í Manchester fyrr á árinu en grímurnar eru hannaðar af listamanninum James Merry.

photos by Carsten Windhorst Photographydress by Nikoline Liv Andersenheadpiece by J T Merry

Posted by Björk on Monday, 6 July 2015
Hvort þetta sé sú tíska sem koma skal á blaðamannafundum í framtíðinni hér á Íslandi skal ósagt látið en netverjar eru strax byrjaðir að gera sér mat úr grímunni.

Hrafn Jónsson, pistlahöfundur á Kjarnanum, skreytti til dæmis Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, með grímunni góðu á blaðamannafundi sem þeir héldu þegar þeir kynntu ríkisstjórn sína árið 2013.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.