Lífið

Bieber bilast: Fleygði stól og strunsaði út af veitingastað

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það tekur á að vera poppstjarna.
Það tekur á að vera poppstjarna. skjáskot
Sálarástand Íslandsvinarins Justins Bieber virðist hafa oft hafa verið betra en síðustu daga.

Ekki er langt síðan poppgoðið þurfti að slaufa tónleikum sínum í Osló vegna áreitis aðdáenda og í myndbandi sem ferðast nú um vefinn á ógnarhraða sést hann aftur með allt á hornum sér.

Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, er tekið í gær á veitingastað í frönsku borginni Cannes þar sem Bieber sat að hádegissnæðingi með félögum sínum.

Eitthvað virðist hafa farið öfugt ofan í popparann sem sést standa upp og fleygja stólnum sínum áður en hann yfirgefur veitingastaðinn.

Miklar vangaveltur hófust í kjölfar myndbandsbirtingarinnar enda má Bieber vart hósta án þess að fjölmiðlar geri sé mat úr því.

Stjörnubloggarinn Perez Hilton hélt því þannig fram að uppnámið mætti rekja til pirrings popparins út í aðdáendur sem mynduðu máltíðina hans af miklum móð.

Bieber sagði það á Twitter vera alrangt. Félagi hans hafi fært honum slæm, persónuleg tíðindi. #ÉgSkalSýnaÞér skrifaði stjarnan við tístið og vísaði þannig í nýjasta myndband sitt sem var einmitt tekið upp á Íslandi eins og frægt er orðið. 

Aðdáendur Biebers komu goði sínu til varnar á samfélagsmiðlunum og tístu í gríð og erg hreyfimyndum af hvers kyns stólakasti. Það lagðist vel í Bieber sem áframtísti fjölmörgum færslum og þakkaði pent fyrir sig.


Tengdar fréttir

Bakvið tjöldin í Íslandsmyndbandi Justin Bieber - Myndband

„Fyrir þá sem hafa verið að velta því fyrir sér þá tók ég upp myndbandið hans Justin Bieber,“ segir Rory Kramer, góðvinur Bieber, sem var með honum hér á landi á dögunum. Hann birtir einskonar bakvið tjöldin myndband á Instagram-síðu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×