Tónlist

Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt myndband sem verður mikil landkynning.
Rosalegt myndband sem verður mikil landkynning. vísir

Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi.

Íslandsvinurinn birti í gær stutt kynningarmyndband fyrir nýjustu plötu sína Purpose og mátti þar sjá Ísland í stóru hlutverki.

Bieber var hér á landi í september með ljósmyndaranum Chris Burkard. Bieber fór víða um hér á landi í, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. Eins og sjá í myndbandinu hér að neðan var drengurinn greinilega að taka upp nýtt tónlistarmyndband hér á landi. 

Í myndbandinu má sjá Bieber á nærbuxunum í Jökulsárlóni og í Fjaðrárgljúfri. Myndbandið er tekið upp á Suðurlandinu þar sem hann fór við Skógarfoss, Selja­lands­foss og að Sólheimasandi.


Tengdar fréttir

Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri

Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.