Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 14:45 Hunduð Íslendinga hafa í dag deilt færslum á Twitter og Facebook þar sem mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur stúlkum eru nafngreindir. vísir/valgarður Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingu meintra afbrotamanna á netinu eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Þetta er mat Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns á viðbrögðunum við forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar kynferðisbrotamál þar sem tveir menn liggja undir grun. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir mönnunum og talið er að þeir séu báðir farnir úr landi.Fjöldi nafnbirtinga á FacebookHundruð Íslendinga hafa í dag deilt færslum á Twitter og Facebook þar sem mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur stúlkum eru nafngreindir. Þá gengur færsla sem eldur í sinu um Facebook þar sem einnig er að finna myndir af mönnunum og þeir sagðir nauðgarar. „Dómstólar hafa ítrekað lagt það til grundvallar sínum úrlausnum að ef að menn færa fram ásakanir um refsiverða háttsemi og ekki hefur verið sýnt fram á þær séu sannar þá er í mjög mörgum tilfellum um ærumeiðingu að ræða,“ segir Gunnar sem hefur víðtæka reynslu af málaflokknum.Sjá einnig: Málshöfðunin tilraun til þöggunarGunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður„Þegar að ásakanir eru svo alvarlegar sem þessar að þá er það í raun ekki nokkur spurning að þessar fullyrðingar eru ærumeiðandi.“ „Langt gengið“ að kalla þá nauðgara Nafn- og myndbirtingar dagsins séu þannig skýrt brot á þeirri meginreglu að menn teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð fyrir dómi. Því sé á þessu stigi málsins „langt gengið“ að ganga út frá sekt mannana og kalla þá nauðgara að mati Gunnars. Sjá einnig: Annar grunuðu farinn úr landi?„Það er eiginlega alveg öruggt mál að ef rannsókn þessa máls er felld niður eða þeir sýknaðir fyrir dómi þá getur maður ímyndað sér að þeir fari í meiðyrðamál við þá sem hafa kallað þá nauðgara. Og það er nokkuð ljóst hvernig þau mál myndu fara,“ segir Gunnar. Hann telur þó í hæsta máti óeðlilegt ef mennirnir tveir sem hafa verið nafngreindir láti reyna á slíkar málshöfðanir áður en sýkna eða niðurfelling á málum þeirra liggur fyrir.Héraðsdómslögmaðurinn Guðný Hjaltadóttir taldi að sama skapi tilefni til að deila eftirfarandi færslu. TIL VARÚÐAR fyrir FB vini mína: Einstaklingur sem sakar aðra um refsiverða háttsemi án þess að sú sekt sé sannanleg...Posted by Guðný Hjaltadóttir on Monday, 9 November 2015 Tengdar fréttir Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingu meintra afbrotamanna á netinu eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Þetta er mat Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns á viðbrögðunum við forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar kynferðisbrotamál þar sem tveir menn liggja undir grun. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir mönnunum og talið er að þeir séu báðir farnir úr landi.Fjöldi nafnbirtinga á FacebookHundruð Íslendinga hafa í dag deilt færslum á Twitter og Facebook þar sem mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur stúlkum eru nafngreindir. Þá gengur færsla sem eldur í sinu um Facebook þar sem einnig er að finna myndir af mönnunum og þeir sagðir nauðgarar. „Dómstólar hafa ítrekað lagt það til grundvallar sínum úrlausnum að ef að menn færa fram ásakanir um refsiverða háttsemi og ekki hefur verið sýnt fram á þær séu sannar þá er í mjög mörgum tilfellum um ærumeiðingu að ræða,“ segir Gunnar sem hefur víðtæka reynslu af málaflokknum.Sjá einnig: Málshöfðunin tilraun til þöggunarGunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður„Þegar að ásakanir eru svo alvarlegar sem þessar að þá er það í raun ekki nokkur spurning að þessar fullyrðingar eru ærumeiðandi.“ „Langt gengið“ að kalla þá nauðgara Nafn- og myndbirtingar dagsins séu þannig skýrt brot á þeirri meginreglu að menn teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð fyrir dómi. Því sé á þessu stigi málsins „langt gengið“ að ganga út frá sekt mannana og kalla þá nauðgara að mati Gunnars. Sjá einnig: Annar grunuðu farinn úr landi?„Það er eiginlega alveg öruggt mál að ef rannsókn þessa máls er felld niður eða þeir sýknaðir fyrir dómi þá getur maður ímyndað sér að þeir fari í meiðyrðamál við þá sem hafa kallað þá nauðgara. Og það er nokkuð ljóst hvernig þau mál myndu fara,“ segir Gunnar. Hann telur þó í hæsta máti óeðlilegt ef mennirnir tveir sem hafa verið nafngreindir láti reyna á slíkar málshöfðanir áður en sýkna eða niðurfelling á málum þeirra liggur fyrir.Héraðsdómslögmaðurinn Guðný Hjaltadóttir taldi að sama skapi tilefni til að deila eftirfarandi færslu. TIL VARÚÐAR fyrir FB vini mína: Einstaklingur sem sakar aðra um refsiverða háttsemi án þess að sú sekt sé sannanleg...Posted by Guðný Hjaltadóttir on Monday, 9 November 2015
Tengdar fréttir Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17
Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40
„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03