Íslenskir dómstólar brutu á blaðakonum 11. júlí 2012 03:00 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fleiri mál íslenskra blaðamanna til athugunar.nordicphotos/afp Nordicphotos/AFP Íslenska ríkið braut gegn tjáningarfrelsi blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, þegar þær voru dæmdar til að bera ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna og fundnar sekar um meiðyrði árið 2009. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmir ríkið til að greiða þeim báðum milljónir í skaða- og miskabætur og málskostnað. Björk skrifaði grein í Vikuna um nektarstaðinn Goldfinger og birti viðtal við fyrrverandi nektardansmey sem sagði Ásgeir Þór Davíðsson, eiganda staðarins, fara illa með starfsfólk og halda því í gíslingu. Ásgeir stefndi þeim báðum, féll hins vegar frá málinu á hendur dansmeynni og fékk Björk að lokum sakfellda í Hæstarétti. Erla skrifaði frétt í DV um deilur Davíðs Smára Helenarsonar við Viðar Má Friðfinnsson, eiganda skemmtistaðarins Strawberries. Í fréttinni var haft eftir Davíð Smára að Viðar gumaði sig gjarnan af tengslum við litháíska glæpamenn og að hann teldi litháísku mafíuna eiga þar samastað. Erla var fundin sek um meiðyrði og fékk ekki að áfrýja til Hæstaréttar. Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það hamli mjög fjölmiðlamönnum sem vilja taka þátt í umræðu um mál sem varði almenning miklu, ef þeim er refsað fyrir að birta orðrétt ummæli viðmælenda sinna. Dómstóllinn bendir á að áður en greinarnar birtust hafi átt sér stað umræða á Íslandi um starfsemi nektarstaða og að skrif Bjarkar hafi verið nauðsynlegur hluti af opinberri umræðu um slíka staði. Þá hafi Björk stutt staðhæfingarnar í greininni rökum og gögnum. Niðurstaðan í máli Erlu er enn afdráttarlausari, enda segir þar að íslenskir dómstólar hafi ekki stutt það nægum rökum að ummælin sem dæmt er fyrir hafi yfirleitt verið ærumeiðandi. Þá er tekið fram að þær hafi báðar leitað viðbragða allra málsaðila og því hafi jafnvægis verið gætt í umfjölluninni. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðurinn sem rak málin fyrir hönd Bjarkar og Erlu, segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir vinnubrögðum íslenskra dómstóla. „Ég held að þetta hafi verið afskaplega mikilvægir dómar fyrir blaðamannastéttina í heild," segir Gunnar. Dómarnir íslensku yfir Björk og Erlu byggðu á prentlögum frá árinu 1956, þar sem kveðið var á um að blaðamenn bæru ábyrgð á orðum viðmælenda sinna. Því hefur síðan verið breytt með nýjum fjölmiðlalögum. Gunnar Ingi segir áhrif dómsins þó víðtækari. „Það er ýmislegt þarna sem getur haft áhrif, umfram það hver ber ábyrgð á ummælunum," segir hann. „Dómstóllinn leggur mikla áherslu á að í báðum þessum tilfellum hafi verið til umfjöllunar málefni sem varða almenning og það hafi verið réttlætanlegt að fjalla um það. Það er mikilvægt því að íslenska ríkið fullyrti í sinni greinargerð að þetta hafi verið umfjöllunarefni sem átti ekki erindi við almenning. Síðan staðfestir dómurinn líka að sá sem samsamar sig starfsemi á borð við nektarstaði, eins og í tilviki Ásgeirs Þórs Davíðssonar, er útsettari fyrir og þarf að þola meiri gagnrýni en aðrir." Íslenska ríkinu er gert að greiða Björk samtals 37.790 evrur, tæpar sex milljónir króna, og Erlu 21.500 evrur, sem jafngildir 3,4 milljónum króna. stigur@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Íslenska ríkið braut gegn tjáningarfrelsi blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, þegar þær voru dæmdar til að bera ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna og fundnar sekar um meiðyrði árið 2009. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmir ríkið til að greiða þeim báðum milljónir í skaða- og miskabætur og málskostnað. Björk skrifaði grein í Vikuna um nektarstaðinn Goldfinger og birti viðtal við fyrrverandi nektardansmey sem sagði Ásgeir Þór Davíðsson, eiganda staðarins, fara illa með starfsfólk og halda því í gíslingu. Ásgeir stefndi þeim báðum, féll hins vegar frá málinu á hendur dansmeynni og fékk Björk að lokum sakfellda í Hæstarétti. Erla skrifaði frétt í DV um deilur Davíðs Smára Helenarsonar við Viðar Má Friðfinnsson, eiganda skemmtistaðarins Strawberries. Í fréttinni var haft eftir Davíð Smára að Viðar gumaði sig gjarnan af tengslum við litháíska glæpamenn og að hann teldi litháísku mafíuna eiga þar samastað. Erla var fundin sek um meiðyrði og fékk ekki að áfrýja til Hæstaréttar. Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það hamli mjög fjölmiðlamönnum sem vilja taka þátt í umræðu um mál sem varði almenning miklu, ef þeim er refsað fyrir að birta orðrétt ummæli viðmælenda sinna. Dómstóllinn bendir á að áður en greinarnar birtust hafi átt sér stað umræða á Íslandi um starfsemi nektarstaða og að skrif Bjarkar hafi verið nauðsynlegur hluti af opinberri umræðu um slíka staði. Þá hafi Björk stutt staðhæfingarnar í greininni rökum og gögnum. Niðurstaðan í máli Erlu er enn afdráttarlausari, enda segir þar að íslenskir dómstólar hafi ekki stutt það nægum rökum að ummælin sem dæmt er fyrir hafi yfirleitt verið ærumeiðandi. Þá er tekið fram að þær hafi báðar leitað viðbragða allra málsaðila og því hafi jafnvægis verið gætt í umfjölluninni. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðurinn sem rak málin fyrir hönd Bjarkar og Erlu, segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir vinnubrögðum íslenskra dómstóla. „Ég held að þetta hafi verið afskaplega mikilvægir dómar fyrir blaðamannastéttina í heild," segir Gunnar. Dómarnir íslensku yfir Björk og Erlu byggðu á prentlögum frá árinu 1956, þar sem kveðið var á um að blaðamenn bæru ábyrgð á orðum viðmælenda sinna. Því hefur síðan verið breytt með nýjum fjölmiðlalögum. Gunnar Ingi segir áhrif dómsins þó víðtækari. „Það er ýmislegt þarna sem getur haft áhrif, umfram það hver ber ábyrgð á ummælunum," segir hann. „Dómstóllinn leggur mikla áherslu á að í báðum þessum tilfellum hafi verið til umfjöllunar málefni sem varða almenning og það hafi verið réttlætanlegt að fjalla um það. Það er mikilvægt því að íslenska ríkið fullyrti í sinni greinargerð að þetta hafi verið umfjöllunarefni sem átti ekki erindi við almenning. Síðan staðfestir dómurinn líka að sá sem samsamar sig starfsemi á borð við nektarstaði, eins og í tilviki Ásgeirs Þórs Davíðssonar, er útsettari fyrir og þarf að þola meiri gagnrýni en aðrir." Íslenska ríkinu er gert að greiða Björk samtals 37.790 evrur, tæpar sex milljónir króna, og Erlu 21.500 evrur, sem jafngildir 3,4 milljónum króna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira