Innlent

Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum

Birgir Olgeirsson skrifar
Boðað hefur verið til mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu.
Boðað hefur verið til mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Vísir/Stefán
Boðað hefur verið til mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík klukkan fimm í dag. Er það gert í ljósi frétta að ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem voru kærðir vegna nauðgana í Hlíðunum fyrir skemmstu.

Hefur sú ákvörðun lögreglunnar, að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir mönnunum, sætt harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum í dag í kjölfar fréttaflutnings Fréttablaðsins. Þeir sem hafa boðið komu sína við lögreglustöðina nú síðdegis ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisafbrotamálum og sýna um leið þolendum stuðnings í verki.

Um er að ræða tvö aðskild mál og hafa verið lagðar fram tvær kærur vegna þeirra. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar en fyrri árásin er sögð hafa átt sér stað í íbúð í Hlíðunum eftir bekkjarskemmtun nema við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík á skemmtistaðnum Austur. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum.


Tengdar fréttir

Annar grunuðu farinn úr landi?

Maðurinn birti mynd af brottfaraspjaldi og vegabréfi ásamt bjórglasi á samfélagsmiðli í morgun en samkvæmt færslunni var hann staddur á Keflavíkurflugvelli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.