Markvörður Víkings lét flúra á sig Batman: „Mömmu fannst þetta heimska fyrst“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2015 14:45 Thomas Nielsen er nú með Batman á handleggnum. vísir/andri marinó/tom/úr einkasafni „Ég held mikið upp á Batman,“ segir Thomas Nielsen, markvörður Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta við Vísi. Daninn ungi er mikill áhugamaður um rökkurriddarann og er ávallt í Batman-bol undir markvarðartreyjunni þegar hann spilar eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ofurhetjum þannig þegar ég sá þennan bol varð ég bara að kaupa hann,“ segir Nielsen eldhress. Markvörðurinn tók áhuga sinn um Leðurblökumanninn á næsta stig í gær þegar hann lét flúra mynd af honum á upphandleggsvöðvann. „Ég hef velt þessu fyrir mér lengi en lét svo verða af þessu í gær,“ segir Nielsen sem lét flúra sig í Danmörku, en hann fór heim til sín eftir að tímabilinu lauk.Thomas Nielsen í markinu í sumar.vísir/ernirMamma ekki sátt fyrst „Þetta er samt bara helmingurinn. Ég fer aftur 10. september og þá verður flúrið klárað. Þá verður Gotham í bakgrunni og svona. Ég hlakka mikið til,“ segir hann. Nielsen er ekki í sambandi þannig hann þurfti ekki að ræða þessa ákvörðun við neinn, en foreldrum hans fannst flúrið ekki sniðugt til að byrja með. „Mamma fannst þetta heimska en síðan sáu foreldrar mínir flúrið í gær og þá fannst þeim þetta bara tölff,“ segir Nielsen.Býst við að koma aftur Daninn gerði tveggja ára samning við Víking fyrir tímabilið og býst við að verja mark liðsins næsta sumar. „Eins og staðan er kem ég aftur í janúar en ég er ekki búinn að ræða við stjórnina,“ segir Nielsen sem er svona mátulega sáttur við fyrsta tímabilið sitt á klakanum. „Ég byrjaði undirbúningstímabilið illa og spilaði ekki eins og ég vildi. Svo meiddist ég rétt fyrir tímabilið en eftir að ég kom til baka varð ég bara betri og betri. Sérstaklega fannst mér ganga vel hjá mér í seinni umferðinni.“ „Þetta var fínt en ég vonaðist eftir að liðið myndi enda ofar. Vonandi gengur okkur bara betur á næstu leiktíð,“ segir Thomas Nielsen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna Sjá meira
„Ég held mikið upp á Batman,“ segir Thomas Nielsen, markvörður Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta við Vísi. Daninn ungi er mikill áhugamaður um rökkurriddarann og er ávallt í Batman-bol undir markvarðartreyjunni þegar hann spilar eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ofurhetjum þannig þegar ég sá þennan bol varð ég bara að kaupa hann,“ segir Nielsen eldhress. Markvörðurinn tók áhuga sinn um Leðurblökumanninn á næsta stig í gær þegar hann lét flúra mynd af honum á upphandleggsvöðvann. „Ég hef velt þessu fyrir mér lengi en lét svo verða af þessu í gær,“ segir Nielsen sem lét flúra sig í Danmörku, en hann fór heim til sín eftir að tímabilinu lauk.Thomas Nielsen í markinu í sumar.vísir/ernirMamma ekki sátt fyrst „Þetta er samt bara helmingurinn. Ég fer aftur 10. september og þá verður flúrið klárað. Þá verður Gotham í bakgrunni og svona. Ég hlakka mikið til,“ segir hann. Nielsen er ekki í sambandi þannig hann þurfti ekki að ræða þessa ákvörðun við neinn, en foreldrum hans fannst flúrið ekki sniðugt til að byrja með. „Mamma fannst þetta heimska en síðan sáu foreldrar mínir flúrið í gær og þá fannst þeim þetta bara tölff,“ segir Nielsen.Býst við að koma aftur Daninn gerði tveggja ára samning við Víking fyrir tímabilið og býst við að verja mark liðsins næsta sumar. „Eins og staðan er kem ég aftur í janúar en ég er ekki búinn að ræða við stjórnina,“ segir Nielsen sem er svona mátulega sáttur við fyrsta tímabilið sitt á klakanum. „Ég byrjaði undirbúningstímabilið illa og spilaði ekki eins og ég vildi. Svo meiddist ég rétt fyrir tímabilið en eftir að ég kom til baka varð ég bara betri og betri. Sérstaklega fannst mér ganga vel hjá mér í seinni umferðinni.“ „Þetta var fínt en ég vonaðist eftir að liðið myndi enda ofar. Vonandi gengur okkur bara betur á næstu leiktíð,“ segir Thomas Nielsen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna Sjá meira