Fáir komu til að kjósa Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. október 2015 07:00 Slæðingur af fólki mætti á kjörstað í gær, en kosningaþátttakan er langt fyrir neðan það sem forsetinn hafði vonast til. vísir/EPA Engin raunveruleg stjórnarandstaða tekur þátt í þingkosningunum í Egyptalandi, sem hófust á sunnudag og standa fram í byrjun desember. Dræm þátttaka var á sunnudaginn, ekki nema um það bil 10 prósent, en það bendir til þess að Abdel Fattah al-Sisi forseti og herforingjastjórn hans njóti minni stuðnings en hann gerði sér vonir um. Sisi steypti forvera sínum, Mohamed Morsi, af stóli í júlí árið 2013, einu ári eftir að Morsi sigraði í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningum landsins. Síðan þá hefur í raun ekkert þing starfað í landinu. Þingkosningunum hefur ítrekað verið frestað, en fyrst stóð til að þær yrðu haldnar vorið 2013. Nú er loks komið að því að kjósa þing, en gildi kosninganna verður takmarkað vegna fjarveru stjórnarandstöðunnar. Starfsemi Bræðralags múslima, samtaka Mohameds Morsis, hefur verið bönnuð í Egyptalandi síðan í desember árið 2013, eina ferðina enn, og samtökin flokkuð sem hryðjuverkasamtök, þrátt fyrir að þau hafi notið víðtæks stuðnings meðal almennings fyrir allt annað en hryðjuverk. Liðsmenn samtakanna voru með meirihluta á þingi þegar Morsi var forseti, en þeir mega ekki taka þátt í kosningunum núna. Aðrir stjórnarandstæðingar, sem kæmu úr röðum vinstri manna og veraldlega sinnaðra flokka, hafa hins vegar kosið að taka ekki þátt í kosningunum og hvetja stuðningsmenn sína til þess að ganga ekki til atkvæða. Morsi var dæmdur til dauða fyrr á þessu ári, en um leið var hann dæmdur í ævilangt fangelsi. Hann situr enn í fangelsi ásamt fjölda stuðningsmanna, sem allir voru teknir fastir og sakaðir um margvísleg brot. Sjálfur hefur Morsi sagt réttarhöldin marklaus, enda hafi hann verið réttkjörinn forseti landsins og steypt af stóli í ólöglegri byltingu hersins. Sisi var sagður hafa sigrað í forsetakosningum á síðasta ári með 94,5 prósentum atkvæða, en kosningaþátttakan var ekki nema 47,5 prósent.Kosningarnar fara fram í tveimur meginlotum, með fyrri og seinni umferð í báðum. Sú fyrri nær til suður- og vesturhluta landsins, fyrri umferðin 18. og 19. október en seinni umferðin 27. og 28. október. Seinni lotan nær til norður- og austurhluta landsins og verður fyrri umferð hennar dagana 21. og 22. nóvember en sú seinni 1. og 2. desember. Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Engin raunveruleg stjórnarandstaða tekur þátt í þingkosningunum í Egyptalandi, sem hófust á sunnudag og standa fram í byrjun desember. Dræm þátttaka var á sunnudaginn, ekki nema um það bil 10 prósent, en það bendir til þess að Abdel Fattah al-Sisi forseti og herforingjastjórn hans njóti minni stuðnings en hann gerði sér vonir um. Sisi steypti forvera sínum, Mohamed Morsi, af stóli í júlí árið 2013, einu ári eftir að Morsi sigraði í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningum landsins. Síðan þá hefur í raun ekkert þing starfað í landinu. Þingkosningunum hefur ítrekað verið frestað, en fyrst stóð til að þær yrðu haldnar vorið 2013. Nú er loks komið að því að kjósa þing, en gildi kosninganna verður takmarkað vegna fjarveru stjórnarandstöðunnar. Starfsemi Bræðralags múslima, samtaka Mohameds Morsis, hefur verið bönnuð í Egyptalandi síðan í desember árið 2013, eina ferðina enn, og samtökin flokkuð sem hryðjuverkasamtök, þrátt fyrir að þau hafi notið víðtæks stuðnings meðal almennings fyrir allt annað en hryðjuverk. Liðsmenn samtakanna voru með meirihluta á þingi þegar Morsi var forseti, en þeir mega ekki taka þátt í kosningunum núna. Aðrir stjórnarandstæðingar, sem kæmu úr röðum vinstri manna og veraldlega sinnaðra flokka, hafa hins vegar kosið að taka ekki þátt í kosningunum og hvetja stuðningsmenn sína til þess að ganga ekki til atkvæða. Morsi var dæmdur til dauða fyrr á þessu ári, en um leið var hann dæmdur í ævilangt fangelsi. Hann situr enn í fangelsi ásamt fjölda stuðningsmanna, sem allir voru teknir fastir og sakaðir um margvísleg brot. Sjálfur hefur Morsi sagt réttarhöldin marklaus, enda hafi hann verið réttkjörinn forseti landsins og steypt af stóli í ólöglegri byltingu hersins. Sisi var sagður hafa sigrað í forsetakosningum á síðasta ári með 94,5 prósentum atkvæða, en kosningaþátttakan var ekki nema 47,5 prósent.Kosningarnar fara fram í tveimur meginlotum, með fyrri og seinni umferð í báðum. Sú fyrri nær til suður- og vesturhluta landsins, fyrri umferðin 18. og 19. október en seinni umferðin 27. og 28. október. Seinni lotan nær til norður- og austurhluta landsins og verður fyrri umferð hennar dagana 21. og 22. nóvember en sú seinni 1. og 2. desember.
Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira