Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Sæunn Gísladóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Telati-fjölskyldunni frá Albaníu var synjað um hæli hér á landi á föstudaginn. vísir/gva Ólíklegt er að Telati-fjölskyldan frá Albaníu komi til með að fá dvalarleyfi hér. Þar sem Albanía stendur fyrir utan EES þá njóta íbúar landsins ekki sömu ívilnana og ríkisborgarar EES, þeir geta aftur á móti sótt um dvalarleyfi hér á landi. Margs konar dvalarleyfi eru til, má þar nefna dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar, náms, atvinnu og á grundvelli mannúðar. Svo virðist sem fjölskyldan nái hins vegar ekki að uppfylla skilyrði þeirra. Fjölskyldan hefur gefið það út að hún vilji vinna hörðum höndum og eignast gott líf á Íslandi. „Við viljum gjarnan vinna hörðum höndum og sjá um okkur sjálf. Við þurfum ekki endilega hæli eða styrk frá ríkinu, bara tækifæri til að búa okkur sjálf til líf í landinu,“ sagði Aleka Telati í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Á dögunum buðust báðum foreldrunum störf hjá Gló. Ólíklegt er hins vegar að atvinnutilboðið dugi til að fá dvalarleyfi. Hægt er að fá dvalarleyfi á grundvelli atvinnu ef einstaklingur er sérfræðingur, atvinnumaður í íþróttum eða ef ríkir skortur á vinnuafli. Hjónin eru ekki með sérfræðiþekkingu til að fá dvalarleyfi á grundvelli hennar. Hins vegar gætu þau mögulega fengið leyfi vegna skorts á vinnuafli sem ríkir í þjónustugeiranum. Fyrir hrun voru þess háttar dvalarleyfi algeng. „Ef það er skortur á vinnuafli getur fólk sótt um slík leyfi, og það fer í gegnum Vinnumálastofnun að hluta. Það þarf samt að auglýsa það innan EES fyrst,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur og verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Jafnvel ef foreldrarnir gætu fengið leyfi vegna skorts á vinnuafli er það dvalarleyfi tímabundið, auk þess gætu börnin ekki fengið að vera með þeim. „Ef þú ert sérfræðingur þá getur fjölskyldan þín fengið að vera hérna sem aðstandandi sérfræðings, en það á ekki við þegar um ræðir skort á vinnuafli,“ segir Skúli. Skúli segir mikilvægt að halda því til haga að hæliskerfið sé neyðarkerfi, það sé einungis ætlað þeim sem er ógnað í heimaríki sínu. „Það er ekki ætlað sem einhvers konar tæki til búferlaflutninga. Það er mjög mikilvægt að greina á milli þeirra sem eru í sárri neyð, annars vegar af því að líf þeirra og frelsi er í hættu, og hins vegar þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Þú getur hvergi í heiminum gengið inn í land og fengið að vera þar eins og ekkert sé nema einhverjir gagnkvæmir samningar liggi fyrir um það. Albanía er ekkert undanskilin þessum reglum frekar en önnur ríki. Þegar fólk kemur í rauninni undir því yfirskini að sækja um vernd gegn ógnun sem virðist ekki vera fyrir hendi, þá skapast þar með enginn réttur til einhvers annars leyfis til að vera hérna, þó að það sé þungbært að snúa aftur til síns heima,“ segir Skúli. „Undanfarin ár hefur reynst mjög erfitt að fá dvalarleyfi á grundvelli atvinnu,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður með sérhæfingu í málefnum útlendinga. Hún telur að dvalarleyfi af mannúðarástæðum sé besta lausnin. „Mér fyndist einfaldast að veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðar vegna erfiðra aðstæðna heima fyrir og erfiðra aðstæðna barnanna,“ segir hún. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt vegna heilbrigðisaðstæðna, íþyngjandi félagslegra aðstæðna í heimalandi og vegna annarra íþyngjandi ástæðna. Aðstæðurnar þurfa hins vegar að vera mjög brýnar, til dæmis mjög knýjandi heilbrigðisástæða þegar ekki er fyrir hendi heilbrigðisþjónusta í heimalandinu. Að sögn Skúla eru mjög sjaldan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi. Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Ólíklegt er að Telati-fjölskyldan frá Albaníu komi til með að fá dvalarleyfi hér. Þar sem Albanía stendur fyrir utan EES þá njóta íbúar landsins ekki sömu ívilnana og ríkisborgarar EES, þeir geta aftur á móti sótt um dvalarleyfi hér á landi. Margs konar dvalarleyfi eru til, má þar nefna dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar, náms, atvinnu og á grundvelli mannúðar. Svo virðist sem fjölskyldan nái hins vegar ekki að uppfylla skilyrði þeirra. Fjölskyldan hefur gefið það út að hún vilji vinna hörðum höndum og eignast gott líf á Íslandi. „Við viljum gjarnan vinna hörðum höndum og sjá um okkur sjálf. Við þurfum ekki endilega hæli eða styrk frá ríkinu, bara tækifæri til að búa okkur sjálf til líf í landinu,“ sagði Aleka Telati í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Á dögunum buðust báðum foreldrunum störf hjá Gló. Ólíklegt er hins vegar að atvinnutilboðið dugi til að fá dvalarleyfi. Hægt er að fá dvalarleyfi á grundvelli atvinnu ef einstaklingur er sérfræðingur, atvinnumaður í íþróttum eða ef ríkir skortur á vinnuafli. Hjónin eru ekki með sérfræðiþekkingu til að fá dvalarleyfi á grundvelli hennar. Hins vegar gætu þau mögulega fengið leyfi vegna skorts á vinnuafli sem ríkir í þjónustugeiranum. Fyrir hrun voru þess háttar dvalarleyfi algeng. „Ef það er skortur á vinnuafli getur fólk sótt um slík leyfi, og það fer í gegnum Vinnumálastofnun að hluta. Það þarf samt að auglýsa það innan EES fyrst,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur og verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Jafnvel ef foreldrarnir gætu fengið leyfi vegna skorts á vinnuafli er það dvalarleyfi tímabundið, auk þess gætu börnin ekki fengið að vera með þeim. „Ef þú ert sérfræðingur þá getur fjölskyldan þín fengið að vera hérna sem aðstandandi sérfræðings, en það á ekki við þegar um ræðir skort á vinnuafli,“ segir Skúli. Skúli segir mikilvægt að halda því til haga að hæliskerfið sé neyðarkerfi, það sé einungis ætlað þeim sem er ógnað í heimaríki sínu. „Það er ekki ætlað sem einhvers konar tæki til búferlaflutninga. Það er mjög mikilvægt að greina á milli þeirra sem eru í sárri neyð, annars vegar af því að líf þeirra og frelsi er í hættu, og hins vegar þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Þú getur hvergi í heiminum gengið inn í land og fengið að vera þar eins og ekkert sé nema einhverjir gagnkvæmir samningar liggi fyrir um það. Albanía er ekkert undanskilin þessum reglum frekar en önnur ríki. Þegar fólk kemur í rauninni undir því yfirskini að sækja um vernd gegn ógnun sem virðist ekki vera fyrir hendi, þá skapast þar með enginn réttur til einhvers annars leyfis til að vera hérna, þó að það sé þungbært að snúa aftur til síns heima,“ segir Skúli. „Undanfarin ár hefur reynst mjög erfitt að fá dvalarleyfi á grundvelli atvinnu,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður með sérhæfingu í málefnum útlendinga. Hún telur að dvalarleyfi af mannúðarástæðum sé besta lausnin. „Mér fyndist einfaldast að veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðar vegna erfiðra aðstæðna heima fyrir og erfiðra aðstæðna barnanna,“ segir hún. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt vegna heilbrigðisaðstæðna, íþyngjandi félagslegra aðstæðna í heimalandi og vegna annarra íþyngjandi ástæðna. Aðstæðurnar þurfa hins vegar að vera mjög brýnar, til dæmis mjög knýjandi heilbrigðisástæða þegar ekki er fyrir hendi heilbrigðisþjónusta í heimalandinu. Að sögn Skúla eru mjög sjaldan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi.
Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31