„Er búin að bíða eftir því í dag að hitta Marty McFly“ Þorbjörn Þórðason skrifar 21. október 2015 00:01 Stöð 2 ræddi við nokkra þingmenn sem fæddust á 8. áratugnum um Back to the Future í tilefni þess að Marty McFly sneri til framtíðar í dag, 21. október 2015. Kvikmyndin Back to the Future með Michael J. Fox í hlutverki Marty McFly kom út árið 1985 og varð feykilega vinsæl um allan heim. Í framhaldsmynd númer tvö ferðast McFly til ársins 2015 og kemur til framtíðarinnar í dag, 21. október 2015. Víða um heim er þessum degi fagnað af aðdáendum myndanna og hafa allir helstu fjölmiðlar Vesturlanda fjallað um málið á einhvern hátt í dag. Í framtíðarsýn Roberts Zemeckis leikstjóra voru svifbretti, flugbílar, sjálfreimandi Nike skór og jakki sem smellpassaði með einum takka hluti af staðalbúnaði nútímamannsins. „Ég er búin að bíða eftir því í dag að hitta Marty McFly og athuga hvort ég sjái hann ekki hérna á svifbrettinu og sjálfreimandi skónum. Það er mjög gaman að horfa á þessar myndir núna. Ég er búin að horfa á þær með sonum mínum og þeim fannst þær frábærar þannig að þær lifa góðu lífi,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna en hún var 13 ára þegar framhaldsmyndin Back to the Future part II kom út árið 1989. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Ég fór á fyrstu myndina á tíu ára afmælinu mínu í Laugarásbíói og ég man enn að ég keypti mér þrjú tyggjó, eitt grænt, eitt blátt og eitt rautt. Þetta var mikil upplifun sem mun seint eða aldrei gleymast líklega. Þannig að þetta er stór dagur í dag,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sigmundur Davíð ákvað þegar framhaldsmyndin kom út árið 1989 að horfa á hana aftur á árinu 2015, árið sem Marty McFly snýr aftur til framtíðar. „Ég gerði það strax eftir áramótin, á þessu ári en að sjálfsögðu verð ég að horfa á myndirnar aftur í kvöld.“Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar.Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi ræst í myndunum, til dæmis lífrænt eldsneyti, en flugbílarnir gengu fyrir rusli. „Það er að koma, þannig að þeir hittu naglann á höfuðið í því en þeir veðjuðu á faxtækið. Það var ein aðalnýjungin og í dag þá ættum við að vera með faxtæki á veggnum núna hérna og það ættu að koma blöð út til okkar þingmanna. Faxtæki á veggnum, það þótti eitt það flottasta þarna.“Það var „major fail“? „Já, það er ekki að gera sig.“ Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Stöð 2 ræddi við nokkra þingmenn sem fæddust á 8. áratugnum um Back to the Future í tilefni þess að Marty McFly sneri til framtíðar í dag, 21. október 2015. Kvikmyndin Back to the Future með Michael J. Fox í hlutverki Marty McFly kom út árið 1985 og varð feykilega vinsæl um allan heim. Í framhaldsmynd númer tvö ferðast McFly til ársins 2015 og kemur til framtíðarinnar í dag, 21. október 2015. Víða um heim er þessum degi fagnað af aðdáendum myndanna og hafa allir helstu fjölmiðlar Vesturlanda fjallað um málið á einhvern hátt í dag. Í framtíðarsýn Roberts Zemeckis leikstjóra voru svifbretti, flugbílar, sjálfreimandi Nike skór og jakki sem smellpassaði með einum takka hluti af staðalbúnaði nútímamannsins. „Ég er búin að bíða eftir því í dag að hitta Marty McFly og athuga hvort ég sjái hann ekki hérna á svifbrettinu og sjálfreimandi skónum. Það er mjög gaman að horfa á þessar myndir núna. Ég er búin að horfa á þær með sonum mínum og þeim fannst þær frábærar þannig að þær lifa góðu lífi,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna en hún var 13 ára þegar framhaldsmyndin Back to the Future part II kom út árið 1989. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Ég fór á fyrstu myndina á tíu ára afmælinu mínu í Laugarásbíói og ég man enn að ég keypti mér þrjú tyggjó, eitt grænt, eitt blátt og eitt rautt. Þetta var mikil upplifun sem mun seint eða aldrei gleymast líklega. Þannig að þetta er stór dagur í dag,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sigmundur Davíð ákvað þegar framhaldsmyndin kom út árið 1989 að horfa á hana aftur á árinu 2015, árið sem Marty McFly snýr aftur til framtíðar. „Ég gerði það strax eftir áramótin, á þessu ári en að sjálfsögðu verð ég að horfa á myndirnar aftur í kvöld.“Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar.Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi ræst í myndunum, til dæmis lífrænt eldsneyti, en flugbílarnir gengu fyrir rusli. „Það er að koma, þannig að þeir hittu naglann á höfuðið í því en þeir veðjuðu á faxtækið. Það var ein aðalnýjungin og í dag þá ættum við að vera með faxtæki á veggnum núna hérna og það ættu að koma blöð út til okkar þingmanna. Faxtæki á veggnum, það þótti eitt það flottasta þarna.“Það var „major fail“? „Já, það er ekki að gera sig.“
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira