Lífið

Þrestir hlaut Silver Hugo verðlaunin

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Aðalleikarar kvikmyndarinnar og leikstjóri í San Sebastian fyrr í haust þar sem Þrestir hlaut aðalverðlaun.
Aðalleikarar kvikmyndarinnar og leikstjóri í San Sebastian fyrr í haust þar sem Þrestir hlaut aðalverðlaun. Vísir/Aðsend
Kvikmyndin Þrestir hlaut Silver Hugo verðlaunin í keppni nýrra leikstjóra á Chicago International Film Festival í nótt. Hátíðin er elsta og ein virtasta kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum.

Rúnar gat því miður ekki verið viðstaddur á verðlaunaafhendingunni en hann er að halda upp á afmæli dóttur sinnar, Esju, hérna heima á Íslandi.

Silver Hugo eru þriðju stóru verðlaunin sem Þrestir hlýtur á stuttum tíma en um síðustu helgi tók Rúnar á móti aðalverðlaununum á kvikmyndahátíðinni í Varsjá í Póllandi. Fyrr í haust fengu Þrestir aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni eins og alkunna er.

Aðstandendur myndarinnar uppi á sviði að frumsýningunni hér á landi lokinni.Vísir/KTD
Þrestir var frumsýnd hér á landi þegar kvikmyndahátíðin RIFF stóð sem hæst. Atli Fjalar Óskarsson, Ingvar E. Sigurðsson og Rakel Björk Björnsdóttir fara með aðalhlutverk myndarinnar.

Þrestir er önnur kvikmynd Rúnars í fullri lengd, sú fyrsta var Eldfjall sem var heimsfrumsýnd á Director's Fortnight-hluta Cannes-hátíðarinnar árið 2011.



„Þetta er mikill heiður og frábært að hafa fengið þessi verðlaun á frumsýningunni okkar í Ameríku” segir Lilja Snorradóttir hjá Pegasus, einn af framleiðendum Þrasta í tilkynningu.

Þar segir Rúnar leikstjóri myndarinnar einnig að það sé mjög gott þegar mikill áhugi er á myndinni alls staðar frá í heiminum. „Ég er fyrst og fremst stoltur af samverkafólki mínu sem hefur vaðið eld og brennistein til að  gera  ÞRESTIR  mögulega. Það er frábært hvað uppskeran er þegar orðin góð hjá okkur.”


Tengdar fréttir

„Ég hræðist ekki eigin nekt á hvíta tjaldinu“

Það er erfitt að hrífast ekki af orkunni og fjörinu sem fylgir Rakel Björk Björnsdóttur leikkonu. Það er ekki nóg með að af henni drjúpi fegurð og glaðværð heldur er hún einnig með smitandi bros og eftir örfá andartök er líkt og blaðamaður hafi drukkið úr æskubrunninum og fundið fyrri ljóma.

Hrútar unnu aðalverðlaunin í Zürich

Kvikmyndin Hrútar vann um helgina "Gullna augað“ á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku fimmtán myndir þátt í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×