Bíó og sjónvarp

Þrestir verðlaunaðir á kvikmyndahátíðinni í Varsjá

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Rúnar Rúnarsson ásamt aðalleikurunum Atla Óskari Fjalarsyni og Rakel Björk Björnsdóttur þegar myndin var frumsýnd.
Rúnar Rúnarsson ásamt aðalleikurunum Atla Óskari Fjalarsyni og Rakel Björk Björnsdóttur þegar myndin var frumsýnd.
Þrestir, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, hlaut aðalverðlaunin í svokölluðum 1-2 flokki á Warsaw Film Festival í gærkvöldi.

1-2 flokkur vísar til þess að á ferðinni sé fyrsta eða önnur kvikmynd leikstjórans. Rúnar var á staðnum til að taka á móti verðlaununum en að hans sögn eru þau mikill heiður og mikilvæg fyrir áframhaldandi vegferð myndarinnar.

Í umsögn frá WFF segir að myndin hafi hlotið verðlaunin fyrir ljóðræna frásögn af andhetju sem leiðir að ógleymanlegum endi.

Áður hafa Þrestir hlotið Gylltu skelina á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian. Myndin var frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum á föstudag.




Tengdar fréttir

„Ég hræðist ekki eigin nekt á hvíta tjaldinu“

Það er erfitt að hrífast ekki af orkunni og fjörinu sem fylgir Rakel Björk Björnsdóttur leikkonu. Það er ekki nóg með að af henni drjúpi fegurð og glaðværð heldur er hún einnig með smitandi bros og eftir örfá andartök er líkt og blaðamaður hafi drukkið úr æskubrunninum og fundið fyrri ljóma.

„Þetta var eins og að vera í Hollywood svolítið“

Aðalleikarar kvikmyndarinnar Þrestir, þau Atli Óskar Fjalarson og Rakel Björk Björnsdóttir, segja nokkra frumsýningargesti ekki hafa treyst sér í gleðskap fyrir myndina í gær að lokinni frumsýningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×