Færeyingar halda áfram að selja Rússum fisk Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. október 2015 07:00 Forsætisráðherrar allra Norðurlandaþjóðanna voru saman komnir í Hörpu í gær, ásamt mörgum fleiri. Fréttablaðið/GVA Færeyingar styðja ekki viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þetta kom fram í máli Aksels Johannessen, lögmanns Færeyja, á fyrsta fundi 67. þings Norðurlandaráðs í Hörpu í gær. Á fundinum var rætt um hvernig efla megi samstarf norrænna ríkja og Eystrasaltsríkjanna enn frekar. Einnig var rætt hvernig ríkin geta sameinast í afstöðu sinni til alþjóðastjórnmála. „Og á meðan við erum ekki beitt refsiaðgerðum þá höldum við að sjálfsögðu áfram að flytja út fisk til Rússlands,“ hélt lögmaðurinn áfram. Staðan í Rússlandi var fundargestum greinilega mjög hugleikin. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, var spurður að því hvernig þeir upplifðu innrás Rússa á Krímskaga í ljósi þess að landamæri Rússlands og Finnlands liggja saman á löngum kafla. Þá var hann spurður að því hvort átökin væru ekki sérlega óþægileg fyrir Finna í ljósi þess að þjóðin er ekki aðili að Atlantshafsbandalaginu. „Þessi hernaðarumsvif komu ekki á óvart. Þau eru ekki ógn við okkur vegna þess að við erum hluti af norrænu fjölskyldunni og ESB,“ sagði Sipila. Hann sagði að Finnar teldu sér best borgið utan Atlantshafsbandalagsins og benti á að Svíar stæðu þar einnig fyrir utan.Sigmundur DavíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, sagði að öryggismál í hefðbundnum skilningi hefðu hingað til verið á könnu utanríkis- og varnarmálaráðherra. Hins vegar hafi atburðir gerst sem leiði til þess að fjalla þurfi um öryggismál á annan hátt en áður. „Við þurfum að fylgjast með tilraunum til öfgahyggju á Norðurlöndum og undanförum hennar,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá benti hann á að fylgjast þyrfti vel með hryðjuverkum á netinu. Og vera vel vakandi gagnvart hættunni sem kæmi innan frá úr samfélögum okkar. Þar væri norræn samvinna mikilvæg. Á fundinum var Guðbjarts Hannessonar, alþingismanns og varaforseta Norðurlandaráðs, minnst með einnar mínútu þögn. Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs, minnti á að Guðbjartur hefði verið stúdent í Danmörku og lagt áherslu á samstarf milli Norðurlandanna. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Færeyingar styðja ekki viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þetta kom fram í máli Aksels Johannessen, lögmanns Færeyja, á fyrsta fundi 67. þings Norðurlandaráðs í Hörpu í gær. Á fundinum var rætt um hvernig efla megi samstarf norrænna ríkja og Eystrasaltsríkjanna enn frekar. Einnig var rætt hvernig ríkin geta sameinast í afstöðu sinni til alþjóðastjórnmála. „Og á meðan við erum ekki beitt refsiaðgerðum þá höldum við að sjálfsögðu áfram að flytja út fisk til Rússlands,“ hélt lögmaðurinn áfram. Staðan í Rússlandi var fundargestum greinilega mjög hugleikin. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, var spurður að því hvernig þeir upplifðu innrás Rússa á Krímskaga í ljósi þess að landamæri Rússlands og Finnlands liggja saman á löngum kafla. Þá var hann spurður að því hvort átökin væru ekki sérlega óþægileg fyrir Finna í ljósi þess að þjóðin er ekki aðili að Atlantshafsbandalaginu. „Þessi hernaðarumsvif komu ekki á óvart. Þau eru ekki ógn við okkur vegna þess að við erum hluti af norrænu fjölskyldunni og ESB,“ sagði Sipila. Hann sagði að Finnar teldu sér best borgið utan Atlantshafsbandalagsins og benti á að Svíar stæðu þar einnig fyrir utan.Sigmundur DavíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, sagði að öryggismál í hefðbundnum skilningi hefðu hingað til verið á könnu utanríkis- og varnarmálaráðherra. Hins vegar hafi atburðir gerst sem leiði til þess að fjalla þurfi um öryggismál á annan hátt en áður. „Við þurfum að fylgjast með tilraunum til öfgahyggju á Norðurlöndum og undanförum hennar,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá benti hann á að fylgjast þyrfti vel með hryðjuverkum á netinu. Og vera vel vakandi gagnvart hættunni sem kæmi innan frá úr samfélögum okkar. Þar væri norræn samvinna mikilvæg. Á fundinum var Guðbjarts Hannessonar, alþingismanns og varaforseta Norðurlandaráðs, minnst með einnar mínútu þögn. Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs, minnti á að Guðbjartur hefði verið stúdent í Danmörku og lagt áherslu á samstarf milli Norðurlandanna.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira