Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 12:51 Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þann 1. september 2014. Hér er hún ásamt Herði Jóhannessyni sem var aðstoðarlögreglustjóri þegar hún tók við störfum og Jóni H. B. Snorrasyni. Hörður lét af störfum sem aðstoðarlögreglustjóri mánuði eftir að Sigríður tók til starfa og tók Alda Hrönn Jóhannsdóttir við starfi hans. Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. Sálfræðingurinn hefur rætt við þá sem skipa yfirstjórn lögreglunnar en þar á meðal eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, og aðstoðarlögreglustjórarnir Jón H. B. Snorrason og Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Þá hefur einnig verið rætt við aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá rannsóknardeildum og á lögreglustöðvum. „Þetta er ekki þannig að það séu einhver læti, hamagangur eða eitthvað slíkt. Við erum bara í breytingaferli og það er mikið í gangi. Það er meðal annars verið að færa fólk á milli eininga og sameina lögreglustöðvar,“ segir Sigríður Björk aðspurð um meintan samskiptavanda og bætir við að ef hann sé til staðar þá sé hann ekki á yfirborðinu og því ekki sýnilegur.Segir breytingar alltaf taka á „Þess vegna fengum við til liðs við okkur vinnusálfræðing til að greina þennan vanda og hann er enn að störfum. Við sjáum svo hvað kemur út úr því og í kjölfarið hvað þarf að gera.“ Sigríður segist ekki telja að meintur samskiptavandi hafi áhrif á störf lögreglunnar. Sé hann til staðar tengist hann þeim breytingum sem verið að gera hjá embættinu. „Það var samskiptavandi hér til staðar áður svo þetta tengist ekki eingöngu umræddum breytingum. Ég hef hins vegar alltaf verið í breytingum alls staðar þar sem ég hef verið og þær hafa aldrei verið auðveldar. Þær hafa alltaf tekið á en svo tekist farsællega og ég vona að svo verði einnig núna. Ég segi það bara einlæglega að starfsemin gengur vel hjá embættinu og það eru allir að leggja sitt af mörkum. Ef að það eru einhverjar deilur þá eru þær allavega ekki uppi á yfirborðinu.“ Enn bólar ekkert á skýrslu frá vinnusálfræðingnum en upphaflega átti hann að skila skýrslu í maí síðastliðnum, eða um mánuði eftir að hann hóf vinnu sína. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu reyndist vinnan tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. Ráðuneytið hefur hins vegar fundað með sálfræðingnum en ekki liggur fyrir hvenær skýrslu vegna málsins verður skilað. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. Sálfræðingurinn hefur rætt við þá sem skipa yfirstjórn lögreglunnar en þar á meðal eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, og aðstoðarlögreglustjórarnir Jón H. B. Snorrason og Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Þá hefur einnig verið rætt við aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá rannsóknardeildum og á lögreglustöðvum. „Þetta er ekki þannig að það séu einhver læti, hamagangur eða eitthvað slíkt. Við erum bara í breytingaferli og það er mikið í gangi. Það er meðal annars verið að færa fólk á milli eininga og sameina lögreglustöðvar,“ segir Sigríður Björk aðspurð um meintan samskiptavanda og bætir við að ef hann sé til staðar þá sé hann ekki á yfirborðinu og því ekki sýnilegur.Segir breytingar alltaf taka á „Þess vegna fengum við til liðs við okkur vinnusálfræðing til að greina þennan vanda og hann er enn að störfum. Við sjáum svo hvað kemur út úr því og í kjölfarið hvað þarf að gera.“ Sigríður segist ekki telja að meintur samskiptavandi hafi áhrif á störf lögreglunnar. Sé hann til staðar tengist hann þeim breytingum sem verið að gera hjá embættinu. „Það var samskiptavandi hér til staðar áður svo þetta tengist ekki eingöngu umræddum breytingum. Ég hef hins vegar alltaf verið í breytingum alls staðar þar sem ég hef verið og þær hafa aldrei verið auðveldar. Þær hafa alltaf tekið á en svo tekist farsællega og ég vona að svo verði einnig núna. Ég segi það bara einlæglega að starfsemin gengur vel hjá embættinu og það eru allir að leggja sitt af mörkum. Ef að það eru einhverjar deilur þá eru þær allavega ekki uppi á yfirborðinu.“ Enn bólar ekkert á skýrslu frá vinnusálfræðingnum en upphaflega átti hann að skila skýrslu í maí síðastliðnum, eða um mánuði eftir að hann hóf vinnu sína. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu reyndist vinnan tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. Ráðuneytið hefur hins vegar fundað með sálfræðingnum en ekki liggur fyrir hvenær skýrslu vegna málsins verður skilað.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20