Þórður glímdi við áfengi og vímuefni: Mætti fullur á æfingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2015 17:53 Þórður Ingason. Vísir Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, segir frá baráttu sinni við áfengis- og vímuefnaneyslu í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net í dag. Þórður missti sæti sitt í byrjunarliði Fjölnis í byrjun september og var settur í agabann út tímabilið í Pepsi-deild karla. Ástæðan var ei nföld. „Ég mætti eiginlega fullur á æfingu,“ sagði Þórður sem hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður sem missti sætið strax sætið sitt. Þetta var þó ekki einsdæmi því Þórður lýsir í viðtalinu hvernig hann hefur barist við bakkus undanfarin ár.Sjá einnig: Agabann Þórðar nær út tímabilið | Óvíst með framtíðina Meðal þess sem hann nefnir er sumarið 2010 þegar hann var varamarkvörður Lars Ivar Moldskred hjá KR. Þegar líða tók á tímabilið fór hann út á lífið um helgar þó svo að það væri verið að spila á sunnudögum. „Maður var þunnur á bekknum í leikjum og vonaði að þurfa ekki að koma inn á. Hann var alltaf að láta næstum því reka sig út af þessi Norðmaður í markinu. Ég hugsaði bara „fokk“ á bekknum og óttaðist að þurfa að koma inn á. Ég var bara 22 ára og þetta var of stórt fyrir mig.“ Hann segir að streitan og feluleikirnir hafi farið illa með sig í gegnum árin og þó svo að hann hafi getað hætt að neyta áfengis í skamman tíma var næsta fyllerí alltaf planð. Hann er nýkominn úr meðferð og þessi 27 ára markvörður ætlar að halda áfram í boltanum - hvort sem er að það verður hjá Fjölni eða í öðru liði. „Ég vonast eftir að fá tækifæri. Ég get sagt hvað sem er. Ég get sitið hér og logið öllum fjandanum en ég þarf að sýna þetta í verki. Þau lið sem hafa áhuga á mér sjá vonandi að ég er að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég er mjög ánægður með sjálfan mig núna að hafa tekið þetta skref. Þetta er eitthvað sem ég vildi gera því ég nenni ekki þessari vanlíðan sem fylgir þessu. Ég vil komast í andlegt jafnvægi og segja skilið við hitt,” sagði Þórður. Viðtalið má lesa í heild sinni á Fótbolta.net. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, segir frá baráttu sinni við áfengis- og vímuefnaneyslu í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net í dag. Þórður missti sæti sitt í byrjunarliði Fjölnis í byrjun september og var settur í agabann út tímabilið í Pepsi-deild karla. Ástæðan var ei nföld. „Ég mætti eiginlega fullur á æfingu,“ sagði Þórður sem hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður sem missti sætið strax sætið sitt. Þetta var þó ekki einsdæmi því Þórður lýsir í viðtalinu hvernig hann hefur barist við bakkus undanfarin ár.Sjá einnig: Agabann Þórðar nær út tímabilið | Óvíst með framtíðina Meðal þess sem hann nefnir er sumarið 2010 þegar hann var varamarkvörður Lars Ivar Moldskred hjá KR. Þegar líða tók á tímabilið fór hann út á lífið um helgar þó svo að það væri verið að spila á sunnudögum. „Maður var þunnur á bekknum í leikjum og vonaði að þurfa ekki að koma inn á. Hann var alltaf að láta næstum því reka sig út af þessi Norðmaður í markinu. Ég hugsaði bara „fokk“ á bekknum og óttaðist að þurfa að koma inn á. Ég var bara 22 ára og þetta var of stórt fyrir mig.“ Hann segir að streitan og feluleikirnir hafi farið illa með sig í gegnum árin og þó svo að hann hafi getað hætt að neyta áfengis í skamman tíma var næsta fyllerí alltaf planð. Hann er nýkominn úr meðferð og þessi 27 ára markvörður ætlar að halda áfram í boltanum - hvort sem er að það verður hjá Fjölni eða í öðru liði. „Ég vonast eftir að fá tækifæri. Ég get sagt hvað sem er. Ég get sitið hér og logið öllum fjandanum en ég þarf að sýna þetta í verki. Þau lið sem hafa áhuga á mér sjá vonandi að ég er að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég er mjög ánægður með sjálfan mig núna að hafa tekið þetta skref. Þetta er eitthvað sem ég vildi gera því ég nenni ekki þessari vanlíðan sem fylgir þessu. Ég vil komast í andlegt jafnvægi og segja skilið við hitt,” sagði Þórður. Viðtalið má lesa í heild sinni á Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira