Baltasar um stofnanda Deildu: „Hann stal frá mér Djúpinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2015 23:26 "Það er andstyggilegt fyrirbæri og sá maður sem stendur fyrir því er 'scum of the earth' fyrir mér. Hann stal frá mér Djúpinu,“ segir Baltasar um þann sem heldur úti Deildu.is. Vísir/Getty Baltasar Kormákur telur að háværir bloggarar hér á landi geri það meðal annars að verkum að íslenskir stjórnmálamenn séu hræddir að standa í lappirnar í umræðu um höfundarrétt á listum. Umræða um komu Netflix til landsins undanfarna mánuði hefur verið nokkuð hávær auk þess sem Píratar, vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýlegum könnunum, hafa endurtekið minnt á að leiðin til að verja höfundarétt sé ekki að loka síðum á borð við PirateBay og Deildu. Tilgangslaust sé að berjast gegn ólöglegu niðurhali með þeim hætti. „Mér finnst þetta leiðinleg þróun,“ sagði Baltasar í viðtali í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í dag. Hann segist ekki telja Pírata geta staðið við yfirlýsingar sínar sem snúi að höfundarétti.Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata.vísir/vilhelmPíratarnir hálfvolgir „Mér finnst þeir vera hálfvolgir í þeirri umræðu,“ segir leikstjórinn og minntist á umræðuna um að fá Netflix hingað til landsins. „Farðu á Netflix. Woody Allen hefur gert áttatíu bíómyndir. Ég held að það sé ein eftir hann þar,“ segir Baltasar og gefur þannig til kynna að það sé langt í frá þannig að hægt sé að finna allt sem mann langi í á Netflix. „Þetta er ákveðin frekja. Ef það er komið á markað vil ég fá það og helst borga ekki neitt.“Everest, nýjasta furð Baltasars, er búin að hala inn á annað hundrað milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu.Vísir/AFPHeitir bloggarar hræða stjórnmálamennina Leikstjórinn, sem hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarnar vikur samhliða mikilli velgengni nýjustu kvikmyndar sinnar Everest, segir að umræðan um þetta sé rosalega óvinsæl. „Þeir sem eru heitastir í þessu eru bloggararnir. Mér finnst stjórnmálamenn vera hræddir við þetta.“ Baltasar hefur áhyggjur af því ef þessi háværa skoðun fái að ráða ríkjum. „Það er ekki í neinu lagalegu umhverfi þar sem það er ásættanlegt að höfundarétti sé stolið og misnotaður.“Djúpið eftir Baltasar kom út árið 2012.Leggst svo lágt að selja auglýsingar Hann minnir á að plötuútgáfa sé enn verr stödd en kvikmyndabransinn. Hann hefur áhyggjur hvað hreinlega verði um plötugútgáfu. Hann gefur ekki mikið fyrir niðurhalssíðuna Deildu.is.„Það er andstyggilegt fyrirbæri og sá maður sem stendur fyrir því er ‘scum of the earth’ fyrir mér. Hann stal frá mér Djúpinu. Þetta er svo lágt því viðkomandi er að selja auglýsingar á þetta. Hann hefur tekjur af þessu og þykist vera að gera þetta í skjóli einhvers frelsis, sem er ekki. Menn vita hver þessi náungi er og hans skuldadagar munu koma.“ Baltasar segir að þetta sé síst andstyggilegt gagnvart sér en miklu frekar hjá kollegum hans sem berjist í bökkum. „Það eru rosalega takmarkaðar tekjur af íslenskum kvikmyndum. Svo kemur einhver ‘low-life’ karakter og stelur þessu og setur inn á netið. Til að fólk geti horft á íslenskar bíómyndir ókeypis. Þú getur horft á þær ókeypis á RÚV ef þú bíður í smá stund. Maður biðlar til íslensku þjóðarinnar að láta þetta í friði.“Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rúmlega 50 þúsund manns hafa séð Everest á Íslandi Everest er nú orðin tekjuhæsta mynd Baltasars Kormáks á heimsvísu. 9. október 2015 12:00 Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Setti myndir af barnsmóður sinni í kynferðislegum stellingum á Deildu Er einnig grunaður um að hafa kveikt í rúmi í íbúð á Selfossi. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
Baltasar Kormákur telur að háværir bloggarar hér á landi geri það meðal annars að verkum að íslenskir stjórnmálamenn séu hræddir að standa í lappirnar í umræðu um höfundarrétt á listum. Umræða um komu Netflix til landsins undanfarna mánuði hefur verið nokkuð hávær auk þess sem Píratar, vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýlegum könnunum, hafa endurtekið minnt á að leiðin til að verja höfundarétt sé ekki að loka síðum á borð við PirateBay og Deildu. Tilgangslaust sé að berjast gegn ólöglegu niðurhali með þeim hætti. „Mér finnst þetta leiðinleg þróun,“ sagði Baltasar í viðtali í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í dag. Hann segist ekki telja Pírata geta staðið við yfirlýsingar sínar sem snúi að höfundarétti.Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata.vísir/vilhelmPíratarnir hálfvolgir „Mér finnst þeir vera hálfvolgir í þeirri umræðu,“ segir leikstjórinn og minntist á umræðuna um að fá Netflix hingað til landsins. „Farðu á Netflix. Woody Allen hefur gert áttatíu bíómyndir. Ég held að það sé ein eftir hann þar,“ segir Baltasar og gefur þannig til kynna að það sé langt í frá þannig að hægt sé að finna allt sem mann langi í á Netflix. „Þetta er ákveðin frekja. Ef það er komið á markað vil ég fá það og helst borga ekki neitt.“Everest, nýjasta furð Baltasars, er búin að hala inn á annað hundrað milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu.Vísir/AFPHeitir bloggarar hræða stjórnmálamennina Leikstjórinn, sem hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarnar vikur samhliða mikilli velgengni nýjustu kvikmyndar sinnar Everest, segir að umræðan um þetta sé rosalega óvinsæl. „Þeir sem eru heitastir í þessu eru bloggararnir. Mér finnst stjórnmálamenn vera hræddir við þetta.“ Baltasar hefur áhyggjur af því ef þessi háværa skoðun fái að ráða ríkjum. „Það er ekki í neinu lagalegu umhverfi þar sem það er ásættanlegt að höfundarétti sé stolið og misnotaður.“Djúpið eftir Baltasar kom út árið 2012.Leggst svo lágt að selja auglýsingar Hann minnir á að plötuútgáfa sé enn verr stödd en kvikmyndabransinn. Hann hefur áhyggjur hvað hreinlega verði um plötugútgáfu. Hann gefur ekki mikið fyrir niðurhalssíðuna Deildu.is.„Það er andstyggilegt fyrirbæri og sá maður sem stendur fyrir því er ‘scum of the earth’ fyrir mér. Hann stal frá mér Djúpinu. Þetta er svo lágt því viðkomandi er að selja auglýsingar á þetta. Hann hefur tekjur af þessu og þykist vera að gera þetta í skjóli einhvers frelsis, sem er ekki. Menn vita hver þessi náungi er og hans skuldadagar munu koma.“ Baltasar segir að þetta sé síst andstyggilegt gagnvart sér en miklu frekar hjá kollegum hans sem berjist í bökkum. „Það eru rosalega takmarkaðar tekjur af íslenskum kvikmyndum. Svo kemur einhver ‘low-life’ karakter og stelur þessu og setur inn á netið. Til að fólk geti horft á íslenskar bíómyndir ókeypis. Þú getur horft á þær ókeypis á RÚV ef þú bíður í smá stund. Maður biðlar til íslensku þjóðarinnar að láta þetta í friði.“Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rúmlega 50 þúsund manns hafa séð Everest á Íslandi Everest er nú orðin tekjuhæsta mynd Baltasars Kormáks á heimsvísu. 9. október 2015 12:00 Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Setti myndir af barnsmóður sinni í kynferðislegum stellingum á Deildu Er einnig grunaður um að hafa kveikt í rúmi í íbúð á Selfossi. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
Rúmlega 50 þúsund manns hafa séð Everest á Íslandi Everest er nú orðin tekjuhæsta mynd Baltasars Kormáks á heimsvísu. 9. október 2015 12:00
Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00
Setti myndir af barnsmóður sinni í kynferðislegum stellingum á Deildu Er einnig grunaður um að hafa kveikt í rúmi í íbúð á Selfossi. 9. október 2015 14:30