Innlent

David Cameron væntanlegur til landsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verður þetta í fyrsta sinn frá stofnun lýðveldisins sem sitjandi forsætisráðherra Bretlands heimsækir landið.
Verður þetta í fyrsta sinn frá stofnun lýðveldisins sem sitjandi forsætisráðherra Bretlands heimsækir landið. Vísir/Getty

David Cameron forsætisráðherra Bretlands er væntanlegur til landsins í lok október. Hefur hann þekkst boð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að taka þátt í málþinginu Northern Future Forum sem haldið verður í Reykjavík 28-29. október næstkomandi.

Mun þetta verða í fyrsta skipti sem sitjandi forsætisráðherra Bretlands heimsækir Ísland frá stofnun íslenska lýðveldisins en Winston Churchill heimsótti þó Ísland árið 1941 eftir að Bretar höfðu hernumið Ísland í seinni heimsstyrjöldinni.

Auk Cameron munu forsætisráðherrar Norðurlandanna og Eystasaltsríkjanna taka þátt í málþinginu sem er umræðuvettuvettvangur þjóðanna níu. Málþingið er nú haldið í fimmta sinn en mun umræðan að þessu sinni snúast um skapandi atvinnugreinar og nýsköpun í opinberri reksti líkt og kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.