Innlent

David Cameron væntanlegur til landsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verður þetta í fyrsta sinn frá stofnun lýðveldisins sem sitjandi forsætisráðherra Bretlands heimsækir landið.
Verður þetta í fyrsta sinn frá stofnun lýðveldisins sem sitjandi forsætisráðherra Bretlands heimsækir landið. Vísir/Getty
David Cameron forsætisráðherra Bretlands er væntanlegur til landsins í lok október. Hefur hann þekkst boð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að taka þátt í málþinginu Northern Future Forum sem haldið verður í Reykjavík 28-29. október næstkomandi.

Mun þetta verða í fyrsta skipti sem sitjandi forsætisráðherra Bretlands heimsækir Ísland frá stofnun íslenska lýðveldisins en Winston Churchill heimsótti þó Ísland árið 1941 eftir að Bretar höfðu hernumið Ísland í seinni heimsstyrjöldinni.

Auk Cameron munu forsætisráðherrar Norðurlandanna og Eystasaltsríkjanna taka þátt í málþinginu sem er umræðuvettuvettvangur þjóðanna níu. Málþingið er nú haldið í fimmta sinn en mun umræðan að þessu sinni snúast um skapandi atvinnugreinar og nýsköpun í opinberri reksti líkt og kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×