Innlent

Tæplega 400 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarstöð

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Stofnunin sinnir börnum sem eru með frávik í þroska og hegðun svo sem ADHD, athyglisbrest, ofvirkni, kvíða og einhverfurófsraskanir. Tilvísanir til stofnunarinnar hafa aukist jafnt og þétt á milli ára og má gera ráð fyrir því að þær verði í kringum 500 á árinu 2015.

Gyða Haraldsdóttir, sálfræðingur og forstöðumaður stofnunarinnar, segir biðtímann óbærilegan fyrir börnin og foreldra þeirra – en börn sem fá tilvísun til stofnunarinnar í dag geta átt von á því að bíða í allt að 16 mánuði eftir að komast í greiningu.

„Við höfum lengi kallað eftir því að heilbrigðisyfirvöld móti heildstæða stefnu um hvernig þjónustan eigi að vera fyrir þessi börn“ segir Gyða „en akkúrat núna þá vantar okkur peninga til þess að geta ráðið fleira starfsfólk svo það sé hægt að taka á þessum biðlista sem að hefur verið að hlaðast upp undanfarin ár.“ Þá segir hún að verði ekkert gert muni stofnunin ekki sjá aðra leið færa en að loka á nýjar tilvísanir þar til viðunandi stöðu er náð á biðlistanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×