Hjálpar unglingum með því að kenna áhættuleik Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. júlí 2015 15:54 Arnoddur Magnús flutti fyrirlestur á TEDxReykjavík í maí. „Við getum alltaf gert meira en við höldum. Það á við um flest allt í lífinu,“ sagði Arnoddur Magnús Danks, áhættuleikari og kennari, í TEDxReykjavík fyrirlestri sínum í maí. Hann er áhættuleikari sem hefur notast við kennslu í áhættuleik í því skyni að fá unglinga til þess að tjá sig um tilfinningar sínar og þannig brjótast úr skel reiðinnar sem einkennir marga nemendur hans. Hann nefnir að sérstaklega verði á vegi hans reiðir ungir menn sem glíma við raskanir á borð við ADHD. „Með því að nota áhættuleik í kennslunni hef ég fengið unglinga til þess að vinna með tilfinningar sínar og aðstæður sem þau myndu ellegar ekki vinna með,“ útskýrir Arnoddur. Hann braut fingurinn á sér fyrir framan áhorfendur til þess að ná athygli þeirra og féll inn á sviðið með tilheyrandi látum. Arnoddur hvetur unglingana sína til þess að sýna hugrekki. „Án ótta getur ekki verið hugrekki,“ sagði hann í fyrirlestrinum. Hann tók dæmi um sjálfan sig. „Mér líður betur með það að henda sjálfum mér til og frá, henda mér af byggingu á nokkra pappakassa, berjast við nokkra einstaklinga með beittum sverðum eða að synda með hákörlum heldur en að standa hérna fyrir framan ykkur og halda ræðu,“ sagði Arnoddur við salinn sem hló. En þrátt fyrir þennan ótta hans við að koma fram þáði hann boðið um að koma á TEDxReykjavík ráðstefnuna til þess að sýna svart á hvítu að maðurinn getur meira en hann heldur. Arnoddur kenndi ungum dreng frá Sómalíu sem var undir eftirliti af því að hann hafði reynt að skjóta kennarann sinn, sem betur fer tókst drengnum ekki ætlunarverkið og hann var settur í hendurnar á Arnoddi. Arnoddur náði til drengsins með því að sýna honum kærleika og væntumþykju, bauð kennslu í stað þess að þvinga hana upp á drenginn og með því að gefast ekki upp. „Við ættum aldrei að gefast upp á að læra.“Hægt er að sjá fyrirlestur Arnoddar hér að neðan. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Við getum alltaf gert meira en við höldum. Það á við um flest allt í lífinu,“ sagði Arnoddur Magnús Danks, áhættuleikari og kennari, í TEDxReykjavík fyrirlestri sínum í maí. Hann er áhættuleikari sem hefur notast við kennslu í áhættuleik í því skyni að fá unglinga til þess að tjá sig um tilfinningar sínar og þannig brjótast úr skel reiðinnar sem einkennir marga nemendur hans. Hann nefnir að sérstaklega verði á vegi hans reiðir ungir menn sem glíma við raskanir á borð við ADHD. „Með því að nota áhættuleik í kennslunni hef ég fengið unglinga til þess að vinna með tilfinningar sínar og aðstæður sem þau myndu ellegar ekki vinna með,“ útskýrir Arnoddur. Hann braut fingurinn á sér fyrir framan áhorfendur til þess að ná athygli þeirra og féll inn á sviðið með tilheyrandi látum. Arnoddur hvetur unglingana sína til þess að sýna hugrekki. „Án ótta getur ekki verið hugrekki,“ sagði hann í fyrirlestrinum. Hann tók dæmi um sjálfan sig. „Mér líður betur með það að henda sjálfum mér til og frá, henda mér af byggingu á nokkra pappakassa, berjast við nokkra einstaklinga með beittum sverðum eða að synda með hákörlum heldur en að standa hérna fyrir framan ykkur og halda ræðu,“ sagði Arnoddur við salinn sem hló. En þrátt fyrir þennan ótta hans við að koma fram þáði hann boðið um að koma á TEDxReykjavík ráðstefnuna til þess að sýna svart á hvítu að maðurinn getur meira en hann heldur. Arnoddur kenndi ungum dreng frá Sómalíu sem var undir eftirliti af því að hann hafði reynt að skjóta kennarann sinn, sem betur fer tókst drengnum ekki ætlunarverkið og hann var settur í hendurnar á Arnoddi. Arnoddur náði til drengsins með því að sýna honum kærleika og væntumþykju, bauð kennslu í stað þess að þvinga hana upp á drenginn og með því að gefast ekki upp. „Við ættum aldrei að gefast upp á að læra.“Hægt er að sjá fyrirlestur Arnoddar hér að neðan.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira