Hjálpar unglingum með því að kenna áhættuleik Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. júlí 2015 15:54 Arnoddur Magnús flutti fyrirlestur á TEDxReykjavík í maí. „Við getum alltaf gert meira en við höldum. Það á við um flest allt í lífinu,“ sagði Arnoddur Magnús Danks, áhættuleikari og kennari, í TEDxReykjavík fyrirlestri sínum í maí. Hann er áhættuleikari sem hefur notast við kennslu í áhættuleik í því skyni að fá unglinga til þess að tjá sig um tilfinningar sínar og þannig brjótast úr skel reiðinnar sem einkennir marga nemendur hans. Hann nefnir að sérstaklega verði á vegi hans reiðir ungir menn sem glíma við raskanir á borð við ADHD. „Með því að nota áhættuleik í kennslunni hef ég fengið unglinga til þess að vinna með tilfinningar sínar og aðstæður sem þau myndu ellegar ekki vinna með,“ útskýrir Arnoddur. Hann braut fingurinn á sér fyrir framan áhorfendur til þess að ná athygli þeirra og féll inn á sviðið með tilheyrandi látum. Arnoddur hvetur unglingana sína til þess að sýna hugrekki. „Án ótta getur ekki verið hugrekki,“ sagði hann í fyrirlestrinum. Hann tók dæmi um sjálfan sig. „Mér líður betur með það að henda sjálfum mér til og frá, henda mér af byggingu á nokkra pappakassa, berjast við nokkra einstaklinga með beittum sverðum eða að synda með hákörlum heldur en að standa hérna fyrir framan ykkur og halda ræðu,“ sagði Arnoddur við salinn sem hló. En þrátt fyrir þennan ótta hans við að koma fram þáði hann boðið um að koma á TEDxReykjavík ráðstefnuna til þess að sýna svart á hvítu að maðurinn getur meira en hann heldur. Arnoddur kenndi ungum dreng frá Sómalíu sem var undir eftirliti af því að hann hafði reynt að skjóta kennarann sinn, sem betur fer tókst drengnum ekki ætlunarverkið og hann var settur í hendurnar á Arnoddi. Arnoddur náði til drengsins með því að sýna honum kærleika og væntumþykju, bauð kennslu í stað þess að þvinga hana upp á drenginn og með því að gefast ekki upp. „Við ættum aldrei að gefast upp á að læra.“Hægt er að sjá fyrirlestur Arnoddar hér að neðan. Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
„Við getum alltaf gert meira en við höldum. Það á við um flest allt í lífinu,“ sagði Arnoddur Magnús Danks, áhættuleikari og kennari, í TEDxReykjavík fyrirlestri sínum í maí. Hann er áhættuleikari sem hefur notast við kennslu í áhættuleik í því skyni að fá unglinga til þess að tjá sig um tilfinningar sínar og þannig brjótast úr skel reiðinnar sem einkennir marga nemendur hans. Hann nefnir að sérstaklega verði á vegi hans reiðir ungir menn sem glíma við raskanir á borð við ADHD. „Með því að nota áhættuleik í kennslunni hef ég fengið unglinga til þess að vinna með tilfinningar sínar og aðstæður sem þau myndu ellegar ekki vinna með,“ útskýrir Arnoddur. Hann braut fingurinn á sér fyrir framan áhorfendur til þess að ná athygli þeirra og féll inn á sviðið með tilheyrandi látum. Arnoddur hvetur unglingana sína til þess að sýna hugrekki. „Án ótta getur ekki verið hugrekki,“ sagði hann í fyrirlestrinum. Hann tók dæmi um sjálfan sig. „Mér líður betur með það að henda sjálfum mér til og frá, henda mér af byggingu á nokkra pappakassa, berjast við nokkra einstaklinga með beittum sverðum eða að synda með hákörlum heldur en að standa hérna fyrir framan ykkur og halda ræðu,“ sagði Arnoddur við salinn sem hló. En þrátt fyrir þennan ótta hans við að koma fram þáði hann boðið um að koma á TEDxReykjavík ráðstefnuna til þess að sýna svart á hvítu að maðurinn getur meira en hann heldur. Arnoddur kenndi ungum dreng frá Sómalíu sem var undir eftirliti af því að hann hafði reynt að skjóta kennarann sinn, sem betur fer tókst drengnum ekki ætlunarverkið og hann var settur í hendurnar á Arnoddi. Arnoddur náði til drengsins með því að sýna honum kærleika og væntumþykju, bauð kennslu í stað þess að þvinga hana upp á drenginn og með því að gefast ekki upp. „Við ættum aldrei að gefast upp á að læra.“Hægt er að sjá fyrirlestur Arnoddar hér að neðan.
Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira