Hverjir leggja niður störf í verkfallinu? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. október 2015 12:32 Deiluaðilar sitja nú við samningaborðið í þeirri von um að sátt náist. vísir/gva Áhrifa verkfalls SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands gætir víða. Alls lögðu á sjötta þúsund ríkisstarfsmenn niður störf á miðnætti, með tilheyrandi röskun á nær alla vinnustaði ríkisins, 159 talsins. Fundur samninganefnda félaganna tveggja og ríkisins hófst um hádegisbil.Mikil röskun á heilbrigðisþjónustu Þjónusta á heilsugæslum verður verulega skert, en þar verður ekki svarað í símann á meðan verkfallinu stendur og síðdegisvakt á öllum heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins lokuð. Þá mun heimahjúkrun aldraðra og sjúkra að mestu leggjast niður. Mikil röskun verður á starfsemi Landspítalans. Um sextán hundruð sjúkraliðar á spítalanum leggja niður störf og á sjöunda hundrað á öðrum heilbrigðisstofnunum.Um sex hundruð manns fá undanþágu til að sinna bráðatilfellum á Landspítalanum.Kennsla fellur niður Þá fellur öll kennsla við Háskóla Íslands niður, nema kennsla í Háskólabíói. Það er vegna verkfalls umsjónarmanna húseigna háskólans sem eru félagar í SFR. Á vefsíðu HÍ segir að verkfallið komi til með að hafa veruleg áhrif á starfsemi skólans. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi embættis tollstjóra, en umtalsverð röskun verður bæði á innheimtu- og tollsviði embættisins. Afgreiðsla og símsvörun skiptiborðs og þjónustuvera í Tollhúsinu Tryggvagötu verður jafnframt lokuð. Þá leggst stór hluti starfsemi sýslumannsembætta um land allt niður.Leiksýningar falla niður og ÁTVR lokar Starfsemi ríkisskattstjóra leggst að mestu niður, sem og hjá Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingum og Íbúðalánasjóði. Vínbúðir ÁTVR verða lokaðar á meðan verkfallinu stendur. Símsvörun hjá Vegagerðinni og lögreglunni leggst niður og allar sýningar í Þjóðleikhúsinu falla niður sömuleiðis. Listi þessi er ekki tæmandi, en líkt og sést verður röskun á ríkisstofnunum mikil. Félagsmenn fara í fimm tveggja daga skæruverkföll, það síðasta 12. yil 13. október. Verkföll á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannembættum eru hins vegar ótímabundin.Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Ingólf Þórisson, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um þær afleiðingar sem verkfallið hefur á spítalann. Verkfall 2016 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Áhrifa verkfalls SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands gætir víða. Alls lögðu á sjötta þúsund ríkisstarfsmenn niður störf á miðnætti, með tilheyrandi röskun á nær alla vinnustaði ríkisins, 159 talsins. Fundur samninganefnda félaganna tveggja og ríkisins hófst um hádegisbil.Mikil röskun á heilbrigðisþjónustu Þjónusta á heilsugæslum verður verulega skert, en þar verður ekki svarað í símann á meðan verkfallinu stendur og síðdegisvakt á öllum heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins lokuð. Þá mun heimahjúkrun aldraðra og sjúkra að mestu leggjast niður. Mikil röskun verður á starfsemi Landspítalans. Um sextán hundruð sjúkraliðar á spítalanum leggja niður störf og á sjöunda hundrað á öðrum heilbrigðisstofnunum.Um sex hundruð manns fá undanþágu til að sinna bráðatilfellum á Landspítalanum.Kennsla fellur niður Þá fellur öll kennsla við Háskóla Íslands niður, nema kennsla í Háskólabíói. Það er vegna verkfalls umsjónarmanna húseigna háskólans sem eru félagar í SFR. Á vefsíðu HÍ segir að verkfallið komi til með að hafa veruleg áhrif á starfsemi skólans. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi embættis tollstjóra, en umtalsverð röskun verður bæði á innheimtu- og tollsviði embættisins. Afgreiðsla og símsvörun skiptiborðs og þjónustuvera í Tollhúsinu Tryggvagötu verður jafnframt lokuð. Þá leggst stór hluti starfsemi sýslumannsembætta um land allt niður.Leiksýningar falla niður og ÁTVR lokar Starfsemi ríkisskattstjóra leggst að mestu niður, sem og hjá Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingum og Íbúðalánasjóði. Vínbúðir ÁTVR verða lokaðar á meðan verkfallinu stendur. Símsvörun hjá Vegagerðinni og lögreglunni leggst niður og allar sýningar í Þjóðleikhúsinu falla niður sömuleiðis. Listi þessi er ekki tæmandi, en líkt og sést verður röskun á ríkisstofnunum mikil. Félagsmenn fara í fimm tveggja daga skæruverkföll, það síðasta 12. yil 13. október. Verkföll á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannembættum eru hins vegar ótímabundin.Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Ingólf Þórisson, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um þær afleiðingar sem verkfallið hefur á spítalann.
Verkfall 2016 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira