Innlent

Eitt af því sem hefur haft mest áhrif á Hollande síðustu ár

Una Sighvatsdóttir skrifar
Hollande og Ólafur Ragnar við rætur Sólheimajökuls.
Hollande og Ólafur Ragnar við rætur Sólheimajökuls. vísir/friðrik þór halldórsson
Francois Hollande, forseti Frakklands, hóf heimsókn sína til Íslands með því að fara í flug upp á Sólheimajökul þar sem hann kynnti sér áhrif hlýnunar loftslags á jökla. Hollande er einn ræðumanna Arctic Circle ráðstefnunnar sem fram fer í Hörpu um helgina.

Ólafur Ragnar, Dorrit og Holland við jökulinn í dag.Vísir/Friðrik Þór
„Þetta er í fyrsta skipti sem einn af leiðtogum helstu efnahagsvelda heims gerir sér ferð til að tengja saman annars vegar það sem er að gerast á Norðurslóðum, bráðnun jöklanna og íssins, og hins vegar þessa mikilvægu samningaviðræðna sem munu fara fram í desember sem á að forða því að jörðin verði fórnarlamb óafturkræfra loftlagsbreytinga,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, en hann var með í för er Hollande heimsótti jökulinn.

„Þess vegna er þetta ekki aðeins mikilvægt fyrir okkur Íslendinga heldur líka skilaboð til heimsbyggðarinnar að forseti Frakklands ætli að leggja sig allan fram um að ná árangri í París. Það var merkilegt að labba upp að rótum Sólheimajökuls að labba lengi eftir þessum svarta sandi og upp að steinunum og klettunum og láta hann upplifa hvernig jökullinn hefði hopað. Eitt af því sem hefði haft mest áhrif á hann sem hann hefði upplifað á síðustu árum,“ segir Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×