Erlent

Norður-Kórea lætur hótanir ekki stöðva eldflaugatilraunir

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sendiherra einræðisríkisins í Bretlandi segir að ekki verði hætt við prófanir á langdrægum eldflaugum. Hér sést Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins.
Sendiherra einræðisríkisins í Bretlandi segir að ekki verði hætt við prófanir á langdrægum eldflaugum. Hér sést Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins. Vísir/AFP
Norðurkóresk stjórnvöld eru ekki á þeim buxunum að hætta við prófanir á langdrægum eldflaugum þó að þeim sé hótað  hertari   þvingunaraðgerðum . Þetta kom fram í máli sendiherra einræðisríkisins í Bretlandi.

Stjórnvöld í 
Pyongyang  fullyrða að tilraunirnar tengdist friðsömum áætlunum um að koma gervihnöttum á sporbaug, en bandarísk stjórnvöld og bandamenn þeirra segja að verið sé að prófa  eldflaugar  í hernaðarlegum tilgangi, en þær eru lykilatriði í kjarnorkuhernaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×