Erlent

Obama lítur á Skandinavíu sem fyrirmynd

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ýmis málefni voru rædd á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, en hæst báru málefni Sýrlands.
Ýmis málefni voru rædd á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, en hæst báru málefni Sýrlands. vísir/epa

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að líta megi á Skandinavíu sem fyrirmynd. Hann segir að ef fleiri þjóðir væru líkari ríkjum Skandinavíu, væru vandamál heimsins færri.

Þetta sagði hann í samtali við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í vikunni. Aftonbladet greinir frá því að Löfven hafi tekið sig á tal við forsetann að fundi loknum og hrósað honum fyrir góða ræðu. Obama hafi svarað því sem svo að Skandinavía væri fyrirmynd þegar kæmi að friði í heiminum.

Leiðtogar heimsins ræddu ýmis málefni á fundinum í New York í vikunni. Málefni Sýrlands báru þar hæst en Obama og Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kölluðu báðir eftir samvinnu þjóðanna til að binda endi á stríðsástandið sem þar ríkir. Obama nefndi Rússland og Íran sérstaklega í því samhengi.

Þá funduðu Vladimír Pútín og Obama að allsherjarþinginu loknu, í fyrsta sinn í tæpt ár.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.