Fyrirtæki Guðfinnu fengið 50 milljónir frá hinu opinbera án útboða Sveinn Arnarsson skrifar 2. október 2015 07:00 Landspítalinn hefur ekki gert samning við LC ráðgjöf frá árinu 2009. Síðan þá hafa tugir milljóna runnið til fyrirtækisins. Enginn samningur er í gildi milli fyrirtækisins og spítalans en sjö milljónir hafa farið til fyrirtækisins á þessu ári. LC ráðgjöf, fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur á síðustu tveimur árum starfað fyrir tvö ráðuneyti og Landspítalann og fengið greitt fyrir það um 50 milljónir króna án útboða eða að tilboða hafi verið leitað í verkin. Á síðasta ári og fram til dagsins í dag hefur fyrirtækið unnið fyrir Landspítalann fyrir um 17 milljónir króna en enginn samningur er í gildi milli spítalans og fyrirtækisins. Einn samningur var undirritaður síðla árs 2009 og gilti hann til septembermánaðar ársins 2010. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið starfað fyrir spítalann fyrir alls um 38 milljónir króna án þess að nokkur samningur liggi fyrir milli LC ráðgjafar og spítalans. Mælanleg markmið með þessum þjónustukaupum eru því ekki fyrir hendi.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, undrast þessar upphæðir. „Mín lína hefur verið sú að fara vel með þá fjármuni sem veitt er úr ríkissjóði. Miðað við þær upphæðir sem renna til Landspítala – háskólasjúkrahúss, og þann mannauð sem þar er að finna, myndi ég halda að hann ætti að vera í stakk búinn til að vinna þessa vinnu innanhúss í stað þess að útselja hana til fyrirtækis úti í bæ.“Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarÁ síðustu tveimur árum hafa aðeins tveir starfsmenn unnið fyrir fyrirtækið, Guðfinna sjálf og maðurinn hennar og meðeigandi, Vilhjálmur Kristjánsson. Fréttablaðið hefur áður greint frá störfum þeirra fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið þar sem þrír aðskildir samningar voru gerðir milli ráðuneytisins og fyrirtækisins fyrir alls 15,7 milljónir, og við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um mótun ferðamálastefnu fyrir alls 14,6 milljónir króna. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu í janúar á þessu ári um samninga ráðuneyta og stofnana þeirra. Þar kemur fram að yfirsýn ríkisaðila um samninga sína er takmörkuð og eftirfylgni með þeim lítil sem engin. Áætlaður kostnaður um 500 virkra samninga hins opinbera á árinu 2014 var 61 milljarður króna. á fjórða tug samninga var útrunninn en samt sem áður var enn starfað eftir þeim. Ekki náðist í Guðfinnu Bjarnadóttur við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns. Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Menntamálaráðuneytið segir Guðfinnu búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu Hefur sent frá sér tilkynningu vegna ráðningarsamninga við fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2015 19:46 Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to 28. september 2015 07:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
LC ráðgjöf, fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur á síðustu tveimur árum starfað fyrir tvö ráðuneyti og Landspítalann og fengið greitt fyrir það um 50 milljónir króna án útboða eða að tilboða hafi verið leitað í verkin. Á síðasta ári og fram til dagsins í dag hefur fyrirtækið unnið fyrir Landspítalann fyrir um 17 milljónir króna en enginn samningur er í gildi milli spítalans og fyrirtækisins. Einn samningur var undirritaður síðla árs 2009 og gilti hann til septembermánaðar ársins 2010. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið starfað fyrir spítalann fyrir alls um 38 milljónir króna án þess að nokkur samningur liggi fyrir milli LC ráðgjafar og spítalans. Mælanleg markmið með þessum þjónustukaupum eru því ekki fyrir hendi.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, undrast þessar upphæðir. „Mín lína hefur verið sú að fara vel með þá fjármuni sem veitt er úr ríkissjóði. Miðað við þær upphæðir sem renna til Landspítala – háskólasjúkrahúss, og þann mannauð sem þar er að finna, myndi ég halda að hann ætti að vera í stakk búinn til að vinna þessa vinnu innanhúss í stað þess að útselja hana til fyrirtækis úti í bæ.“Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarÁ síðustu tveimur árum hafa aðeins tveir starfsmenn unnið fyrir fyrirtækið, Guðfinna sjálf og maðurinn hennar og meðeigandi, Vilhjálmur Kristjánsson. Fréttablaðið hefur áður greint frá störfum þeirra fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið þar sem þrír aðskildir samningar voru gerðir milli ráðuneytisins og fyrirtækisins fyrir alls 15,7 milljónir, og við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um mótun ferðamálastefnu fyrir alls 14,6 milljónir króna. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu í janúar á þessu ári um samninga ráðuneyta og stofnana þeirra. Þar kemur fram að yfirsýn ríkisaðila um samninga sína er takmörkuð og eftirfylgni með þeim lítil sem engin. Áætlaður kostnaður um 500 virkra samninga hins opinbera á árinu 2014 var 61 milljarður króna. á fjórða tug samninga var útrunninn en samt sem áður var enn starfað eftir þeim. Ekki náðist í Guðfinnu Bjarnadóttur við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.
Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Menntamálaráðuneytið segir Guðfinnu búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu Hefur sent frá sér tilkynningu vegna ráðningarsamninga við fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2015 19:46 Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to 28. september 2015 07:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00
Menntamálaráðuneytið segir Guðfinnu búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu Hefur sent frá sér tilkynningu vegna ráðningarsamninga við fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2015 19:46
Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to 28. september 2015 07:45