Innlent

Menntamálaráðuneytið segir Guðfinnu búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu

Bjarki Ármannsson skrifar
LC ráðgjöf fékk samtals 11,6 milljónir króna fyrir vinnu við verkefnaáætlun um þjóðarátak vegna læsis barna.
LC ráðgjöf fékk samtals 11,6 milljónir króna fyrir vinnu við verkefnaáætlun um þjóðarátak vegna læsis barna. Vísir/Vilhelm
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta Fréttablaðsins af ráðgjafarsamningum ráðuneytisins við LC ráðgjöf ehf., fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrirtækið fékk samtals 11,6 milljónir króna fyrir vinnu við að stýra verkefnaáætlun um þjóðarátak vegna læsis barna í grunnskólum. Staða verkefnisstjóra var ekki auglýst opinberlega.

Í tilkynningunni segir að það sé mat ráðuneytisins að reynsla og þekking ráðgjafa fyrirtækisins hafi verið mikilvæg og reynst ráðuneytinu afar vel. Bent er á að Guðfinna, annar tveggja eigenda fyrirtækisins, hafi víðtæka reynslu af menntamálum og ráðgjafastörfum en hún var meðal annars lestrarkennari í sjö ár við Myllubakkaskóla.

Þá er tekið fram að greiðslur vegna verkefnanna þriggja sem LC ráðgjöf vann fyrir ráðuneytið falla innan viðmiðunarfjárhæða fyrir útboðsskyld kaup. Þess má geta að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnvöldum sé skylt að gera kaup á þjónustu yfir 150 þúsund krónum opinber.

Yfirlýsingu menntamálaráðuneytisins má lesa í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu

Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to




Fleiri fréttir

Sjá meira


×