Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2015 07:00 Það var ráðuneytisstjórinn, Ásta Magnúsdóttir, sem leitaði til Guðfinnu vegna lestrarverkefnisins. vísir/vilhelm Fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, fékk samtals 11,6 milljónir króna fyrir vinnu fyrir ráðuneyti menntamála við að stýra verkefnaáætlun um þjóðarátak vegna læsis barna í grunnskólum. Staða verkefnisstjóra var ekki auglýst opinberlega. Guðfinna segir ráðgjafarsamningana ekki vera óeðlilega háa. Þeir taxtar sem settir voru upp í samningunum séu svipaðir því sem gengur og gerist í dag. Menntamálaráðherra hafi ekki ráðið Guðfinnu heldur ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmála, Ásta Magnúsdóttir. „Ég hafði heyrt af þessari vinnu eftir að Hvítbókin kom út og ráðuneytisstjóri hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að stýra þessu verkefni,“ segir Guðfinna.Guðfinna S. BjarnadóttirSamningarnir sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði við fyrirtæki Guðfinnu og eiginmanns hennar, Vilhjálms Kristjánssonar, LC ráðgjöf ehf., eru tveir. Sá fyrri er dagsettur þann 26. september, sextán dögum eftir fyrsta fund verkefnahópsins, og hljóðar hann upp á átta milljónir króna til handa fyrirtækinu. Verkefni hennar var að móta aðgerðaáætlun í samræmi við markmið Hvítbókar um eflingu menntunar. Verkáætlun um aðgerðir til eflingar læsi áttu samkvæmt samningi að liggja fyrir í desember það ár. Seinni samningurinn, sem hljóðar upp á 3,6 milljónir króna, snýst um vinnu Guðfinnu við að gegna hlutverki ráðgjafa í samráði við ráðuneytisstjóra um sáttmála um læsi. Miðað var við vinnu verksala á tímabilinu frá febrúar 2015 til loka júlí. Athygli vekur að seinni samningurinn er undirritaður þann 7. apríl eða tveimur mánuðum áður en Guðfinna hóf störf við verkefnið. „Fyrst var gerður munnlegur samningur við Guðfinnu en svo náðum við bara illa saman til að klára undirritun,“ segir Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri. Fjórir aðrir fulltrúar í verkefnahópi um læsi fengu hver um sig 300 þúsund króna þóknun fyrir vinnu sína, 1,2 milljónir samtals. Því hefur aðeins launakostnaður við verkefnastjórn um eflingu læsis og þjóðarátak menntamálaráðherra kostað 12,8 milljónir króna. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, fékk samtals 11,6 milljónir króna fyrir vinnu fyrir ráðuneyti menntamála við að stýra verkefnaáætlun um þjóðarátak vegna læsis barna í grunnskólum. Staða verkefnisstjóra var ekki auglýst opinberlega. Guðfinna segir ráðgjafarsamningana ekki vera óeðlilega háa. Þeir taxtar sem settir voru upp í samningunum séu svipaðir því sem gengur og gerist í dag. Menntamálaráðherra hafi ekki ráðið Guðfinnu heldur ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmála, Ásta Magnúsdóttir. „Ég hafði heyrt af þessari vinnu eftir að Hvítbókin kom út og ráðuneytisstjóri hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að stýra þessu verkefni,“ segir Guðfinna.Guðfinna S. BjarnadóttirSamningarnir sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði við fyrirtæki Guðfinnu og eiginmanns hennar, Vilhjálms Kristjánssonar, LC ráðgjöf ehf., eru tveir. Sá fyrri er dagsettur þann 26. september, sextán dögum eftir fyrsta fund verkefnahópsins, og hljóðar hann upp á átta milljónir króna til handa fyrirtækinu. Verkefni hennar var að móta aðgerðaáætlun í samræmi við markmið Hvítbókar um eflingu menntunar. Verkáætlun um aðgerðir til eflingar læsi áttu samkvæmt samningi að liggja fyrir í desember það ár. Seinni samningurinn, sem hljóðar upp á 3,6 milljónir króna, snýst um vinnu Guðfinnu við að gegna hlutverki ráðgjafa í samráði við ráðuneytisstjóra um sáttmála um læsi. Miðað var við vinnu verksala á tímabilinu frá febrúar 2015 til loka júlí. Athygli vekur að seinni samningurinn er undirritaður þann 7. apríl eða tveimur mánuðum áður en Guðfinna hóf störf við verkefnið. „Fyrst var gerður munnlegur samningur við Guðfinnu en svo náðum við bara illa saman til að klára undirritun,“ segir Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri. Fjórir aðrir fulltrúar í verkefnahópi um læsi fengu hver um sig 300 þúsund króna þóknun fyrir vinnu sína, 1,2 milljónir samtals. Því hefur aðeins launakostnaður við verkefnastjórn um eflingu læsis og þjóðarátak menntamálaráðherra kostað 12,8 milljónir króna. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira