Innlent

„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Skaftárhlaup er á hraðri leið að verða það stærsta sem sögur fara af. Rennsli Skaftár við Eldvatn er nú rúmlega 2.000 rúmmetrar á sekúndu og hafa vegir víða farið í sundur. Þá er að minnsta kosti tveimur brúm í Skaftárdal ógnað og óttast er að hlaupið hrifsi með sér brúna yfir Eldvatn hjá Ásum. Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála.

„Þetta er í stuttu máli sagt magnað sjónarspil. Menn hér í sveit hafa aldrei séð Skaftá í slíkum ham og þetta er langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað hér. Hér eru vegir farnir í sundur, það flæðir í tún en það sem verst er að hún er farin að ógna brúm. Það eru tvær brýr inni í Skaftárdal sem eru orðnar umflotnar, en kannski mestu áhyggjurnar eru gagnvart brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum,“ segir Kristján Már.

Hann segir rennsli enn vera að aukast og búist sé við að varnargarðar geti farið. „Svo er ein spurningin með hrinveginn, því þetta er farið að nálgast hringveginn í Eldhrauni. Líka það sem er dálítið magnað er að við vorum hjá Kirkjubæjarklaustri, þar er mikil aukning líka, en yfirleitt hefur bara 10 til 20 prósent af vatninu farið þangað niður.“

Rætt var við Kristján Má í hádegisfréttum Bylgjunnar, og hlýða má á frásögn hans í spilaranum hér fyrir neðan.

Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður tók þessar myndir.

Tengdar fréttir

Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af

Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur.

Vöxtur Skaftárhlaupsins óvenjulega hraður

Rennsli úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli hefur aukist hratt í nótt og búast vísindamenn við að flóðs fer að gæta í byggð í Skaftárdal undir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×